„Ó, hjarta” syngur hin portúgalska Marisa Mena, sem kallar sig Mimicat. Hún vann portúgölsku undankeppnina Festival da Canção, sem var haldin í 57. skipti á árinu. Portúgalska sjónvarpsstöðin RTP bauð 15 lagahöfundum að taka þátt í keppninni og fimm voru valdir úr 667 lögum sem voru send inn þar að auki. Meðal þeirra lagahöfunda sem […]

Read More »

Finnar buðu upp á eina skemmtilegustu undankeppni þessa Eurovision árs, ef ekki sögunnar. Sjö lög kepptu til úrslita í Uuden Musiiki Kilpailu og varla hægt að segja annað en öll þeirra hefðu sómað sér vel á stóra sviðinu í Liverpool. Það var hins vegar rapparinn og söngvarinn Käärijä sem stóð uppi sem sigurvegari með lag sitt „Cha Cha Cha“. Verður […]

Read More »

Það er eitthvað mjög passandi við það að eitt minnsta þátttökuríkið í Eurovision haldi stærstu forkeppnina. Alls kepptu 106 lög um að vera valið sem framlag San Marínó í ár í keppni sem taldi sex kvöld á einni viku. Og í ár þarf að feta í fótspor Achille Lauro sem keppti fyrir San Marínó í fyrra […]

Read More »

Sextugustu og þriðju útgáfu sænsku Melodifestivalen lauk í Stokkhólmi í gærkvöldi með því sem í augum flestra var bara formsatriði – það er að segja með sigri lagsins Tattoo og krýningu Loreen til ríkjandi drottningar Melló. En sænska þjóðin vill meir. Loreen skal verða drottning Eurovision og jafna stöðu Svía og Íra í keppninni um […]

Read More »

Úrslit Etapa națională 2023, söngvakeppni Moldóvu fyrir Eurovision, fór fram laugardagskvöldið 4. mars síðastliðinn í Chișinău. Áður hafði farið fram forval, en það var laugardagskvöldið 28. janúar. Þrjátíu lög tóku þátt í forvalinu en það voru svo tíu lög sem tóku þátt í lokakeppninni. Úrslit réðust til helminga með netkosningu almennings og fimm manna fagdómnefnd. […]

Read More »

Ritstjórn FÁSES er búin að þurrka stírurnar úr augunum og skola seinastu svitadropana af sér eftir epíska Söngvakeppnishelgi og nú höldum við áfram að fjalla um keppinauta Diljár í Liverpool . Að þessu sinni kíkjum við í heimsókn til hins ægifagra Deutchland en þar skildi goth metal sveitin Lord of the Lost eftir sig glitrandi […]

Read More »

Pólverjar byrjuðu þátttöku sína í Eurovision með látum árið 1994 með lagi Edytu Górniak To Nie Ja! og lentu nokkuð örugglega í 2. sæti það ár. Pólland hefur þó ekki staðið undir þessari frábæru byrjun og aðeins tvisvar til viðbótar lent á topp 10, annars vegar Ich Troje 2003 og hins vegar var það hinn […]

Read More »

Úrslit í söngvakeppni Litháa fyrir Eurovision, Pabandom iš naujo! Eða „Reynum aftur!“ fór fram á laugardaginn. Undankeppnir fóru fram tvo síðustu laugardagana í janúar þar sem 15 lög kepptu hvort kvöld og tíu komust áfram. Lögin sem höfðu komist áfram kepptu næstu tvo laugardaga í febrúar, tíu hvort kvöld, og komust fimm lög áfram í […]

Read More »

Obbosí. Nú þarf ritstjórn FÁSES að girða sig í brók, því hér kemur loksins pistillinn um framlag írskra frænda okkar … nokkuð á eftir áætlun. Við biðjumst velvirðingar á töfunum og vindum okkur að efninu. Forval Íra, Eurosong 2023, var að vanda smellt inn í þáttinn The Late Late Show þann 3. febrúar síðastliðinn og […]

Read More »

Króatar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1993 og gekk ansi vel fyrstu árin, lentu í 4. sæti árið 1996 og 1999 þá með hið stórkostlega lag Marija Magdalena og voru yfirleitt meðal efstu 10 þjóða þennan fyrsta áratug. Þau gullaldarár eru þó að baki og hefur Króatía ekki komist í úrslit síðan […]

Read More »

Maltverjar voru ein af þeim þjóðum sem völdu lagið sitt fyrir Eurovisionkeppnina 2023 ofur-laugardagskvöldið 11. febrúar síðastliðinn. Meðal FÁSES-Jóninn verður trúlega alla vikuna að jafna sig eftir þennan fjölda úrslitakeppna sama kvöldið. Fjórðungsúrslit Malta Eurovision Song Contest 2023 eða MESC23 höfðu farið fram þrjá föstudaga í janúar þar sem alls 40 lög kepptu. Tuttugu og […]

Read More »

Síðastliðið laugardagskvöld, þann 11. febrúar, var Melodi Grand Prix haldin í Danmörku, þar sem Danir völdu sinn fulltrúa fyrir Eurovision í ár. Keppnin var haldin í Arena Næstved og voru kynnar kvöldsins þau Tina Muller og Heino Hansen. Það var svo enginn annar en Færeyingurinn og Tiktok stjarnan Reiley sem krýndur var sigurvegari með lagið […]

Read More »