Nú heilsar Gróan úr ekta ítölsku veðri. Það er yfir 25 stiga hiti og borgarbúar hér í Tórínó eru m.a.s nokkrir búnir að slaufa Primaloft-úlpunum og húfunum. Gróan er nú svoddan norðurlandabúi og er eiginlega bara að kafna og það er hreinlega ekki til nóg af Aperol-Spritz í þessari borg til að svala þorstanum! En […]

Read More »

Eftir blauta viku er loksins komin sól í Tórínó. Það breytir því þó ekki að það er fremur lágskýjað á herbergi Júró-Gróu á Double Tree hóteli Hilton. Gærkvöldinu varði hún með Eurovision vinum á Mojobarnum þar sem kneifað var öl af miklum móð og kvaddar rímur að áströlskum hætti, enda gestgjafarnir ástralskir. Á gestalistanum voru […]

Read More »

Það fylgja hefðir Eurovisionjólunum eins og öðrum jólahátíðum. Þið þekkið þetta; tungumálapistill ársins birtist í gær, Júró-Gróa er á sínum stað og nú er komið að greiningardeild FÁSES að setja júróframlögin undir smásjána til að greina þemu þessa árs.   Hljómsveitir Eins og Eurovisionaðdáendur þekkja vel hafa sigurlög Eurovision oftast áhrif á næsta júróárgang. Engin […]

Read More »

Þá hefjum við fjórða æfingadaginn hér úti í blaðamannahöllinni í Tórínó. Og það engann smá dag því nú stíga á svið stóru löndin fimm; Frakkland, Ítalía, Bretland, Spánn og Þýskland. Af þessum fimm löndum sitja þrjú þeirra í topp fimm í veðbönkunum! Fylgist með beinni textalýsingu FÁSES af atburðum dagsins.

Read More »

Júró-Gróa er sko hvergi af baki dottin þrátt fyrir að hafa nýtt tímann vel í að kynnast vínmenningu Piemonte héraðsins síðan hún lenti. Það er jú kominn eftirmiðdagur hér í Tórínó svo hún er búin að færa sig úr Lavazza kaffinu yfir í limonchelloið þar sem hún situr á kaffihúsi og mundar harðbeittan pennann við […]

Read More »

Síðan 1999, þegar ný tungumálaregla gerði þjóðum kleift að syngja á hvaða tungumáli sem er var komið á, hafa einungis þrjú sigurlög Eurovision, ríkjandi sigurlag það nýjasta, verið flutt alfarið á öðru tungumáli en ensku og tvö innihaldið textabúta á öðru tungumáli en ensku. Auk þess hefur meirihluti framlaga hvert ár síðan þá verið á […]

Read More »

Áfram höldum við að plægja akur seinni æfinga landanna í seinni undankeppni Eurovision og flytja ykkur helstu fréttir með beinni textalýsingu beint úr júróvisjónbúbblunni. Í dag æfa Ástralía, Kýpur, Írland, Norður-Makedónía, Eistland, Rúmenía, Pólland, Svartfjallaland, Belgía, Svíþjóð og Tékkland.

Read More »

Um fátt hefur verið meira rætt í aðdraganda þessarar Eurovision keppni en norska framlagið Give That Woolf A Banana með Subwoolfer. Ástæðan? Enginn veit hverjir eru á bak við gulu úlfagrímurnar. Eða réttara sagt enginn þykist vita hverjir eru á bak við gulu grímurnar. Þegar norska framlagið var tekið fyrir í Alla leið um daginn […]

Read More »

Þá er komið að fleiri þátttökuþjóðum Eurovision að stíga á Eurovisionsviðið öðru sinni í þessari vertíð og við munum að sjálfsögðu flytja ykkur glóðvolgar fréttir af gangi mála. Í dag æfa Ísland, Noregur, Armenía, Finnland, Ísrael, Serbía, Aserbaídsjan, Georgía, Malta og San Marínó.

Read More »

Signore e signori! Ciao a tutti! Júró-Gróa heilsar frá ítölsku alpaborginni Tórínó, með Lavazza espresso í annarri hendi og beittan pennann í hinni, tilbúin að færa ykkur glóðvolgt slúður úr júróbúbblunni! Glöggir lesendur taka eftir því að Gróan hefur breytt um ásýnd frá bleiku kollunni sem hún skartaði í Rotterdam í fyrra. Er eitthvað sem lýsir […]

Read More »