Í skugga milliríkjadeilu við Rússa gerðu Úkraínumenn sér glaðan dag á laugardagskvöldið síðastliðið til að velja framlag sitt í Eurovision í stórglæsilegri sjónvarpsútsendingu frá Kænugarði. Ekkert var til sparað til að gera útsendinguna sem flottasta og fáar þjóðir sem geta státað af jafn fjölbreyttri og skemmtilegri keppni með aðeins átta lögum sem tekur fjórar klukkustundir […]

Read More »

Litháíska forkeppnin Papandom is Naujo er að margra mati bæði einstaklega skemmtileg en jafnframt algjör langloka, með ótal undanriðla og forkeppnir. Í ár var svosem ekkert verið að flækja málin neitt óskaplega mikið. Bara þrír undanriðlar og tvær forkeppnir þar sem samtals 36 flytjendur tókust á. Jafnt og þétt var fækkað í hópnum, þar til aðeins átta […]

Read More »

Þjóðlagapönkbandið Zdob și Zdub mun heiðra okkur Eurovisionaðdáendur með nærveru sinni í þriðja skiptið. Lagið Trenulețul (lestin) var valið úr hópi 29 laga í sérstökum áheyrnaprufum sem haldnar voru í TRM Studio í Chișinău 29. janúar sl. Lagið var valið af sérstakri dómnefnd skipaðri vel völdum moldóvskum Eurovision stjörnum; Geta Burlacu (Eurovision 2008), Vali Boghean, Cristina Scarlat (Eurovision 2014), Victoria […]

Read More »

Seinasta vika var gjörsamlega brútal í Júrólandi, og við erum nýbúin að ná okkur niður eftir fimm daga veislu frá Ítalíu. Og vegna þess hve Sanremo tók mikið pláss í lífi okkar, þá duttu aðrar forkeppnir svolítið upp fyrir og biðjumst við velvirðingar á því. Ein af þessum keppnum var send út beint frá Skopje […]

Read More »

Írland, sigursælasta Eurovisionland sögunnar, hefur ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár og líklega náði niðurlægingin hámarki á síðasta ári þegar framlag þeirra lenti aðra keppnina í röð í neðsta sæti undanriðilsins. Írska Eurovision sendinefndin sá að svona gat þetta ekki gengið lengur og ákvað að breyta fyrirkomulaginu í ár. Þeir efndu því til […]

Read More »

Festival di Sanremo var haldin í 72. sinn í liðinni vikunni. Það er ítölsk söngvakeppni og oft hefur sigurvegari hennar keppt fyrir hönd Ítalíu í Eurovision en það er þó alls ekki alltaf raunin. Keppnin var fyrst haldin í lok janúar árið 1951 og hefur verið haldin árlega síðan og er því ein elsta söngvakeppni […]

Read More »

Fjórðu þáttaröð X Factor Israel lauk í gær þegar hinn 25 ára Michael Ben David sigraði keppnina með kankvísum sjálfsástaróð, samsettum af sál, sveittum dansi, fingursmellum og falsettu – og jafnvel smá bragði af Haffa Haff. X Factor Israel var einnig forkeppni Ísraela fyrir Eurovision og fer Ben David því alla leið til Tórínó, rétt […]

Read More »

Söngvakeppnin Benidorm Song Festival fór fram árlega með nokkrum undantekningum árin 1959-2006. Nú var ákveðið að endurvekja þessa keppni í samtarfi við spænska ríkissjónvarpið, RTVE, og nota hana til að velja Eurovisionlag Spánverja árið 2022. Alls kepptu þrettán lög til úrslita. Fjórtán lög voru reyndar valin í upphafi en eitt datt út. Tvær undankeppnir fóru […]

Read More »

Venjulega koma Albanir með jólin til júróþyrstra aðdáenda á vesturhvelinu, en það bar til um þessar mundir að albanska sjónvarpið ákvað að halda Festival i Kenges, eða FiK eins og við þekkjum hana, þann 28. desember, en ekki daginn fyrir Þorlák eins og undanfarin ár. Allt í lagi, við erum alveg róleg. Fínt að fá […]

Read More »

Það er nokkuð ljóst að rokkið deyr aldrei eins og Måneskin og Blind Channel sýndu og sönnuðu í fyrra. Og eins og alltaf, þegar ákveðin tónlistartegund vinnur Eurovision, er alltaf slangur af lögum í sama stíl árið eftir. Búlgarir ætla allavega að reyna að feta í fótspor sigurvegarana í fyrra og mæta með grjóthart og […]

Read More »

Ó, elsku Júróárið er LOKSINS runnið upp með öllum sínum dásamlegu viðburðum og nýjum lögum í minningarbankana okkar. Keppnin í Rotterdam fór fram úr okkar björtustu vonum (svona að mestu leyti) því Ísland náði 4. sæti og við erum á leiðinni til Ítalíu. En nýtt ár, ný lög og aldrei þessu vant voru það ekki […]

Read More »

Það hefur nú ekki farið framhjá neinum Eurovision aðdáanda að keppnin á næsta ári verður haldin í Tórínó á Ítalíu. Að vanda stendur félögum í FÁSES til boða að sækja um aðdáendapakka í gegnum OGAE International. Við höfum ekki upplýsingar á þessari stundu um verð eða fyrirkomulag miðasölunnar. Til að geta átt möguleika á að […]

Read More »