Skrá mig í FÁSES

FÁSES er opið fyrir alla Eurovision aðdáendur. Starfsár FÁSES er frá hausti fram á vor og erum við þessa dagana að taka við skráningum í félagið fyrir starfsárið 2019-2020. Athugið að síðasti séns til að skrá sig í félagið á þessu starfsári er 4. apríl n.k. Skráning fyrir starfsárið 2020-2021 opnar 30. maí n.k.

Til að óska eftir skráningu í félagið er best að senda tölvupóst á ogae.iceland@gmail.com með upplýsingum um:

  • nafn
  • kennitölu
  • heimilisfang
  • tölvupóstfang (við mælum með að fólk gefi upp persónulegt tölvupóstfang frekar en vinnupóstfangið)
  • símanúmer

Með póstinum þarf að fylgja

  • Passamynd fyrir félagsskírteini á rafrænu formi (sérlega mikilvægt ef þú ert að fara á aðalkeppni Eurovision!)
  • Greiðslukvittun um að umsækjandi hafi greitt félagsgjald í FÁSES sem er 2.500 kr. Það greiðist inn á bankareikning nr. 0331-26-6600, kt. 490911-0140.

FÁSES hefur síðan samband í kjölfarið.

Fresturinn á greiðslu félagsgjalda til að geta nýtt sér forkaupsrétt á miðum á aðalkeppni Eurovision í Hollandi 2020 rann út 20. september 2019.

Við vekjum athygli á að til þess að eiga möguleika á að fá úthlutuðum forkaupsrétti á miðum á aðalkeppni Eurovision verða félagar að hlaða niður Cardskipper félagsskírteini í snjallsíma eða tölvu.