Eurovision er ákveðin fíkn og á það ekki einungis við um aðdáendur, því keppendur ánetjast oft Eurovision-sviðinu. Á hverju ári má sjá kunnugleg andlit á meðal keppenda og árið í ár er engin undantekning. En hverjir eru góðkunningjar Eurovision ársins 2020?   Serbía Hin serbneska Sanja Vučić er einn þriðji af tríóinu Hurricane sem flutti framlag Serba […]

Read More »

Út er komið fréttabréf FÁSES 2020. Það er eingöngu rafrænt að þessu sinni en við vonum að umfjöllunin komi ykkur að góðum notum í lok þeirrar viku sem átti að verða Eurovision-vikan mikla í Rotterdam. Eins og venjulega er fréttabréfið stútfullt af efni um framlögin í ár og samantekt um Söngvakeppnina en við bættum einnig […]

Read More »

Síðan 1999 hefur Eurovision-þjóðunum staðið til boða að syngja á hvaða tungumáli sem er. Í kjölfarið náði enskan yfirhöndinni hjá textahöfundum laganna þar sem meirihluti laga síðan þá hafa verið á ensku. En það eru alltaf einhverjar þjóðir sem kjósa að syngja á öðru tungumáli en ensku, hvort sem það er móðurmál viðkomandi lands eða […]

Read More »

Hvít-Rússneska sjónvarpið fékk send 95 lög til þátttöku í undankeppnina fyrir Eurovision 2020. 49 var boðið í prufu þar sem sérfræðingadómnefnd valdi 12 til að keppa til úrslita í sjónvarpi. Sigurvegarinn var valinn með atkvæðum sérfræðingadómnefndar til helmings við atkvæði almennings. Meðal sérfræðinganna voru Dmitry Koldun, sem lenti í sjötta sæti með lagið Work Your Magic árið […]

Read More »

Jeangu Macrooy var valinn af Hollendingum til að taka þátt í Eurovision á heimavelli. Hann er 27 ára gamall og fæddist í Súrinam en flutti til Hollands árið 2014 til að stunda tónlistarnám. Súrinam er einmitt gömul hollensk nýlenda og faðir Jeangu bjó um tíma í Amsterdam áður en hann flutti til Súrinam til að […]

Read More »

Eins og hin fyrri ár halda Aserar ekki undankeppni fyrir Eurovision heldur velja lag og flytjanda bak við luktar dyr. Í ár komu fimm keppendur til greina og var það alþjóðleg dómnefnd lagahöfunda, tónlistarframleiðenda, fjölmiðlamanna, sjónvarpsframleiðenda og annarra sérfræðinga sem völdu hina 28 ára gömlu Efendi. Efendi hefur keppt í þó nokkuð mörgum hæfileika- og […]

Read More »

Moldóvska undankeppnin fyrir Eurovision fór fram í tveimur hlutum. Þeir 35 listamenn sem höfðu sent lög sín til moldóvska sjónvarpsins til að taka þátt í undankeppninni fluttu lög sín í strípaðri útgáfu fyrir dómnefnd. Upphaflega stóð til að dómnefndin veldi sigurvegarann en vegna gæða laganna sem voru flutt var ákveðið að halda 20 laga úrslit, […]

Read More »

Það var eins og áður, Rússar létu aldeilis bíða eftir útgáfu Eurovisionframlags þeirra árið 2020 og héngu eins og svo oft í efstu sætum veðbanka án þess að nokkurt lag hefði komið út. Menn búast alltaf við einhverju rosalegu frá Rússlandi og því voru væntingar í hámarki þegar rússneska sjónvarpið tilkynnti í byrjun mars að […]

Read More »

Það fór engin forkeppni fram á Kýpur í ár þegar framlag þeirra til Eurovision 2020 var valið. Kýpverjar hafa notað ýmsar aðferðir til að velja lagið sitt í gegnum tíðina. Fyrir fimm árum var fyrirkomulagið til dæmis þannig að hvorki meira né minna en 54 lög kepptu um að verða framlagið og tók það ferli […]

Read More »

Frá 2011 til 2018 var haldin undankeppni í Sviss. Eins og í fyrra var lag og flytjandi valinn af 100 manna dómnefnd almennings og 20 manna alþjóðlegri dómnefnd. Gjon Muharremaj, sem gengur undir listamannsnafninu Gjon’s Tears, varð fyrir valinu í ár. Nafnið, tár Gjons, kemur til vegna þess að níu ára gamall grætti hann afa […]

Read More »

“Og hér koma hinir happasælu Írar” voru upphafsorð Jakobs Frímanns Magnússonar þegar hann kynnti Eimear Quinn og félaga á svið í Osló fyrir 24 árum síðan. Enda voru þeir happasælir það ár og negldu seinustu alslemmu sína á fáránlega góðri sigurgöngu sinni á 10. áratug seinustu aldar. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá […]

Read More »

Grikkir hafa notað ýmsar aðferðir í gegnum árin til að velja framlag sitt til Eurovisionkeppninnar. Þeir hafa oft verið með söngvakeppni, en síðastliðin þrjú ár hefur ekki verið nein slík. Valið hefur farið þannig fram að dómnefnd velur lag og flyjanda. Í ár voru það fimm manns sem skipuðu dómnefndina. Lag og flytjandi var gert […]

Read More »