Mörg eru farin að huga að skipulagi vorsins og FÁSES berst fjöldi fyrirspurna um miðasölu fyrir Eurovision 2024. Þá er ekki úr vegi að rifja upp miðasölufyrirkomulagið og minna á að síðasti dagur til að ganga í FÁSES til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð er 2. október 2023. Sami frestur […]

Read More »

Tólfti aðalfundur FÁSES fór fram fimmtudaginn 21. september. Eins og vaninn er voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá þar sem fjallað var um ársreikning síðasta árs og skýrslu stjórnar þar sem hinir ýmsu viðburðir félagsins voru tíundaðir. Þá var kosið til stjórnar og var Ísak Pálmason endurkjörinn formaður FÁSES og Laufey Helga Guðmundsdóttir endurkjörin ritari félagsins. […]

Read More »

Að vanda erum við búin að uppfæra Eurovision vínpott FÁSES sem er fyrir löngu orðin klassík hjá vinahópum og vinnustöðum til að auka á Eurovision spennuna! Þátttakendur í vínpottinum eru á einu máli að spennan sé óbærileg og að aðeins keppendurnir í Eurovision geti skilið spennuna sem fylgir því að taka þátt í pottinum! Fyrst […]

Read More »

Þá er liðin vika frá Söngvakeppninni 2023 og pistlahöfundur að ranka við sér eftir törnina; maraþon viðburði FÁSES og bónus-törnina að úthluta forkaupsréttum á Eurovision í Liverpool. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna skemmtilegu efni á blað um Söngvakeppnina 2023! Hin 21 árs gamla Kópavogsmær Diljá Pétursdóttir kom sá og sigraði […]

Read More »

Á meðan Bragi, Diljá, Sigga Ózk, Langi Seli og Skuggarnir og Celebs undirbúa sig fyrir úrslit Söngvakeppninnar 4. mars næstkomandi undirbúa FÁSES-liðar sig fyrir eitt mesta partý ársins. Söngvakeppnishelgin er nefnilega ekki nein venjuleg helgi og stendur hörðustu Eurovision aðdáendum til boða að leggja nokkra daga alveg undir júródýrðina. Eurovision karaoke 3. mars FÁSES startar […]

Read More »

Mál málanna hjá stjórn FÁSES þessa dagana er aðdáendamiðasalan fyrir aðalkeppni Eurovision í Liverpool 2023! Nú hafa allir FÁSES-liðar sem greiddu félagsgjöld sín ekki seinna en 29. september sl. fengið tölvupóst um fyrirkomulagið en góð vísa er aldrei of oft kveðin svo hér koma helstu atriðin. FÁSES félagar sem hafa áhuga á að kaupa aðdáendamiðapakka […]

Read More »

Ellefti aðalfundur FÁSES var haldinn á Ölveri fimmtudaginn 15. september sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar þar sem farið var yfir það helsta sem stóð upp úr síðasta starfsári og samþykkt ársreiknings. Fjörugar umræður urðu um viðburðahald FÁSES þar sem félagar kölluðu eftir fleiri viðburðum nú þegar COVID takmörkunum hefur […]

Read More »

Fyrir ári síðan héldu FÁSES í samstarfi við Kex Hostel Eurovision hátíð í skugga samkomutakmarkana og heimsfaraldurs þar sem gleðin og hamingjan skein af hverju andliti! Eurovision aðdáendurnir og FÁSES-liðarnir Guðný Matthíasdóttir og Róbert Hallbergsson ætla í samvinnu við Kex Hostel að endurtaka leikinn og eru búin að skipuleggja samáhorf á Eurovision. Á barnum verður tilboð á […]

Read More »

Á hverju ári framkvæma stærstu regnhlífarsamtök Eurovisionklúbba í heiminum, OGAE International, risastóra könnun sem nefnist OGAE Big Poll þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni. Í dag voru stig FÁSES í OGAE Big Poll 2022 birt: Alls tóku 47 FÁSES-liðar þátt í könnuninni. Hægt er að fylgjast með stöðunni í OGAE Big […]

Read More »

Við rjúfum fréttaflutning af æsispennandi Eurovisionframlögum þvers og kurs um Evrópu fyrir mikilvæga tilkynningu frá siglinganefnd FÁSES til allra Júróvisjóndáta nær og fjær. FÁSES í samstarfi við Pink Iceland, Eldingu og Saga Events kynnir: Júrókrúsið: Bátur&Bryggja Já þið heyrðuð rétt! Fyrirpartý FÁSES fyrir úrslit Söngvakeppninnar 12. mars nk. verður Eurovision bátsferð að hætti góðra vina okkar í OGAE […]

Read More »

Eurovision-vikan er loksins komin eftir óvanalega langa bið. Þótt Eurovision sé nú haldið með öðru sniði og fáir áhorfendum í salnum í Rotterdam blæs FÁSES til heljarinnar Eurovision-viku í samvinnu við Kex hostel. Dagskráin er þétt og nóg í boði fyrir Eurovision-þyrsta aðdáendur. ATH: Nauðsynlegt er að skrá sig á þá viðburði sem áhugi er á að […]

Read More »