Árshátíð FÁSES snýr aftur 21. október


Nú skal fagna! Árshátíð FÁSES snýr aftur 21. október og endurkoma Lúxemborgar í Eurovision er staðfest.

Búið ykkur undir ógleymanlegt kvöld með glamúr, tónlist, góðu fólki og rammsterkri Eurovision-sveiflu. Þema árshátíðarinnar verður til heiðurs Lúxemborg og þeirra merku Eurovision-sögu.

Á árshátíðinni verður góður félagsskapur, besta tónlistin og…

🎤 Heillandi stórstirnið Bjarni Snæbjörsson veislustýrir með glensi & söng
🍽️ Kvöldmatur inn verður matreiddur af Grillvagninum – borðhald hefst klukkan 19:00
🎶 Mergjað tónlistaratriði í boði Siggu Ózkar og dansara
💃 Frumflutt skemmtiatriði
🏆 Verðlaun fyrir besta LÚX-dressið / búninginn
🎙 Verðlaun fyrir besta frumflutta skemmtiatriðið
📸 Myndabás
🎧 Plötusnúðurinn Linda Anderson tryllir lýðinn með Júró-tónlist eftir borðhaldið

Skráning og miðaverð

Síðasti séns til að skrá sig og greiða fyrir árshátiðina er til hádegis föstudaginn 20. október.

🎫 FÁSES-meðlimir: 8.990 kr
🎫 Fólk utan FÁSES: 10.990 kr

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og munið að skráning er ekki staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir miðann. Skráið ykkur hér: https://forms.gle/xjsTWMeVcYGJsTqh7

Upplifum saman gleðiríkt kvöld umkringd öðrum Eurovision-unnendum og fögnum þessari tvöföldu endurkomu.

Sjáumst 21. október! 🌟🇱🇺

Áfengi verður selt á staðnum svo virða þarf 20 ára aldurstakmarkið.

#ÁrshátíðFÁSES #Lúxemborgsnýraftur #ogaeiceland

Facebook viðburðurinn

– – ENGLISH – –

The FÁSES Annual Celebration is back, and this time, we’re paying tribute to Luxembourg. Don’t miss out on FÁSES’s Annual Ball.

Sign up now and get ready for a night filled with music, dance, and the unique Eurovision spirit that unites fans from all over.

Bring your fellow Eurovision lovers, share your favorite Eurovision moments, and let’s make this year’s Annual Ball a celebration of Luxembourg’s return to the Eurovision stage. A great time to practice your Icelandic as the evenings proceeding will mostly be in Icelandic.

At the annual celebration, participants will create unforgettable memories with:

🎤 The fabulous host Bjarni Snæbjörnsson
🍽️ Good food
🎶 Great musical performance by Sigga Ózk and dancers
💃 Original entertainment acts
📸 Photo booth for capturing memories
🏆 Prizes for the best Luxembourgish outfits
🌟 Awards for the best entertainment acts
🎧 DJ Linda Anderson

Ticket prices and registration

The absolute deadline for registration and payment is October 20th.

🎫 FÁSES Members: 8.990 ISK
🎫 Non-FÁSES Participants: 10.990 ISK

Please register promptly via this link: https://forms.gle/xjsTWMeVcYGJsTqh7

Come and celebrate with us this momentous return of Luxembourg and experience an exciting evening with fellow Eurovision enthusiasts.

See you there!  🌟🇱🇺

#FÁSESAnnualCelebration #LuxembourgReturns

Facebook event