Úrslitahelgi Söngvakeppninnar – FÁSES viðburðir


FÁSES stendur fyrir ýmiss konar viðburðum helgina sem úrslit Söngvakeppninnar fara fram 1.-2. mars nk. Öll eru velkomin á viðburðina og ekki er skilyrði að vera í FÁSES.

 

FÁSES Karaoke
Við byrjum Söngvakeppnis-upphitunina á FÁSES-Karaoke á Ölver, föstudaginn 1. mars. Húsið opnar klukkan 20 og það verður opið til 1. Tilvalið að hittast og hita upp fyrir úrslit Söngvakeppninnar! Hér má nálgast lagalistann.

 

SöngvakeppnisZumba 2. mars
Okkar eini sanni Flosi Jón ætlar að vera með SöngvakeppnisZumba laugardaginn 2. mars kl. 11.00 í Reebok Fitness Holtagörðum. Það er ekki til betri leið til að hita upp fyrir úrslit Söngvakeppninnar. Meðlimir í Reebok Fitness skrá sig í tímann á vefnum eða í appinu. FÁSES-liðar geta skráð sig í innskráningarglugga á vef Reebok Fitness, fyllt þar út upplýsingar og þá eiga þau að geta skráð sig í tímann.

 

Júróklúbbur FÁSES, Iðnó 2. mars
FÁSES í samstarfi við Pink Iceland og Saga Events kynna með stolti: Júróklúbbinn 2024. Eftirpartý FÁSES og RÚV – með Dj Huldaluv úr Gagnamagninu! Flestir keppendur Söngvakeppninar hafa mætt í þessi partý síðustu ár og tekið lagið sitt og við vonum að sem flest af þeim heimsæki okkur í Iðnó! Kynnir kvöldsins er Hafsteinn Þórólfs og sérstakur gestur er Selma Björnsdóttir. Elskurnar mínar – missið ekki af þessu heldur kaupið miða hér. Einnig verður hægt að kaupa miða við hurð.

 

Miðasala á Júróklúbbinn 2024