Eurovisionkeppi númer 55 fór fram í Telenor Arena í Bærum, sem er rétt fyrir utan Osló, dagana 25., 27. og 29. maí 2010. Það eru því akkúrat 10 ár í dag síðan lokakvöldið var og því rifjum við upp þessa keppni. Kynnar voru Erik Solbakken, Haddy N’jie og Nadia Hasnaoui, sem hefur verið stigakynnir fyrir […]

Read More »

Eurovision er ákveðin fíkn og á það ekki einungis við um aðdáendur, því keppendur ánetjast oft Eurovision-sviðinu. Á hverju ári má sjá kunnugleg andlit á meðal keppenda og árið í ár er engin undantekning. En hverjir eru góðkunningjar Eurovision ársins 2020?   Serbía Hin serbneska Sanja Vučić er einn þriðji af tríóinu Hurricane sem flutti framlag Serba […]

Read More »

Út er komið fréttabréf FÁSES 2020. Það er eingöngu rafrænt að þessu sinni en við vonum að umfjöllunin komi ykkur að góðum notum í lok þeirrar viku sem átti að verða Eurovision-vikan mikla í Rotterdam. Eins og venjulega er fréttabréfið stútfullt af efni um framlögin í ár og samantekt um Söngvakeppnina en við bættum einnig […]

Read More »

Árið 2000 fór Eurovisionkeppnin fram í Globen höllinni í Stokkhólmi þann 13. maí eða fyrir nákvæmlega 20 árum í dag. Þetta var fyrsta Eurovisionkeppnin sem var sýnd beint á svokölluðu interneti sem þá var að slá í gegn. Eftir þetta hefur fólk því geta horft á keppnina hvar sem er í heiminum sem hefur án […]

Read More »

Síðan 1999 hefur Eurovision-þjóðunum staðið til boða að syngja á hvaða tungumáli sem er. Í kjölfarið náði enskan yfirhöndinni hjá textahöfundum laganna þar sem meirihluti laga síðan þá hafa verið á ensku. En það eru alltaf einhverjar þjóðir sem kjósa að syngja á öðru tungumáli en ensku, hvort sem það er móðurmál viðkomandi lands eða […]

Read More »

Í dag á ein dásamleg Eurovisonkeppni 30 ára afmæli. Keppnin var haldin í Vatroslav Lisinski Concert Hall í Zagreb sem þá var í Júgóslavíu, nú Króatíu, þann 5. maí 1990. Þetta var 35. Eurovisionkeppnin og sú fyrsta sem var haldin austan tjalds. Kynnar voru Oliver Mlakar og Helga Vlahovic. Oliver var síðar kynnir á Dora, […]

Read More »

Hvít-Rússneska sjónvarpið fékk send 95 lög til þátttöku í undankeppnina fyrir Eurovision 2020. 49 var boðið í prufu þar sem sérfræðingadómnefnd valdi 12 til að keppa til úrslita í sjónvarpi. Sigurvegarinn var valinn með atkvæðum sérfræðingadómnefndar til helmings við atkvæði almennings. Meðal sérfræðinganna voru Dmitry Koldun, sem lenti í sjötta sæti með lagið Work Your Magic árið […]

Read More »

Jeangu Macrooy var valinn af Hollendingum til að taka þátt í Eurovision á heimavelli. Hann er 27 ára gamall og fæddist í Súrinam en flutti til Hollands árið 2014 til að stunda tónlistarnám. Súrinam er einmitt gömul hollensk nýlenda og faðir Jeangu bjó um tíma í Amsterdam áður en hann flutti til Súrinam til að […]

Read More »

Eins og hin fyrri ár halda Aserar ekki undankeppni fyrir Eurovision heldur velja lag og flytjanda bak við luktar dyr. Í ár komu fimm keppendur til greina og var það alþjóðleg dómnefnd lagahöfunda, tónlistarframleiðenda, fjölmiðlamanna, sjónvarpsframleiðenda og annarra sérfræðinga sem völdu hina 28 ára gömlu Efendi. Efendi hefur keppt í þó nokkuð mörgum hæfileika- og […]

Read More »

Moldóvska undankeppnin fyrir Eurovision fór fram í tveimur hlutum. Þeir 35 listamenn sem höfðu sent lög sín til moldóvska sjónvarpsins til að taka þátt í undankeppninni fluttu lög sín í strípaðri útgáfu fyrir dómnefnd. Upphaflega stóð til að dómnefndin veldi sigurvegarann en vegna gæða laganna sem voru flutt var ákveðið að halda 20 laga úrslit, […]

Read More »

Það var eins og áður, Rússar létu aldeilis bíða eftir útgáfu Eurovisionframlags þeirra árið 2020 og héngu eins og svo oft í efstu sætum veðbanka án þess að nokkurt lag hefði komið út. Menn búast alltaf við einhverju rosalegu frá Rússlandi og því voru væntingar í hámarki þegar rússneska sjónvarpið tilkynnti í byrjun mars að […]

Read More »

Það fór engin forkeppni fram á Kýpur í ár þegar framlag þeirra til Eurovision 2020 var valið. Kýpverjar hafa notað ýmsar aðferðir til að velja lagið sitt í gegnum tíðina. Fyrir fimm árum var fyrirkomulagið til dæmis þannig að hvorki meira né minna en 54 lög kepptu um að verða framlagið og tók það ferli […]

Read More »