Daði Freyr Pétursson fæddist í Reykjavík fyrir nákvæmlega 30 árum eða þann 30. júní 1992. Sem barn bjó hann lengi í Danmörku en svo flutti fjölskyldan til Íslands og settist að á Suðurlandi. Daði lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2012 og BA-námi í tónlistarstjórnun og hljóðvinnslu við dBs Music Berlin árið 2017. Daði er […]

Read More »

Nú heilsar Gróan úr ekta ítölsku veðri. Það er yfir 25 stiga hiti og borgarbúar hér í Tórínó eru m.a.s nokkrir búnir að slaufa Primaloft-úlpunum og húfunum. Gróan er nú svoddan norðurlandabúi og er eiginlega bara að kafna og það er hreinlega ekki til nóg af Aperol-Spritz í þessari borg til að svala þorstanum! En […]

Read More »

Eftir blauta viku er loksins komin sól í Tórínó. Það breytir því þó ekki að það er fremur lágskýjað á herbergi Júró-Gróu á Double Tree hóteli Hilton. Gærkvöldinu varði hún með Eurovision vinum á Mojobarnum þar sem kneifað var öl af miklum móð og kvaddar rímur að áströlskum hætti, enda gestgjafarnir ástralskir. Á gestalistanum voru […]

Read More »

Toto Cutugno söng um sameinaða Evrópu árið 1992 í sigurlagi sínu Insieme: 1992 í Eurovisionkeppninni 1990. Evrópa hefur ekki sameinast enn, en Evrópusambandið var stofnað þann 7. febrúar 1992, þannig að spár Totos rættust að vissu leyti. En Eurovisionkeppni númer 37 var haldin þann 9. maí 1992 í Malmö Isstadion í Svíþjóð eða fyrir nákvæmlega 30 árum. […]

Read More »

Fyrir ári síðan héldu FÁSES í samstarfi við Kex Hostel Eurovision hátíð í skugga samkomutakmarkana og heimsfaraldurs þar sem gleðin og hamingjan skein af hverju andliti! Eurovision aðdáendurnir og FÁSES-liðarnir Guðný Matthíasdóttir og Róbert Hallbergsson ætla í samvinnu við Kex Hostel að endurtaka leikinn og eru búin að skipuleggja samáhorf á Eurovision. Á barnum verður tilboð á […]

Read More »

Það fylgja hefðir Eurovisionjólunum eins og öðrum jólahátíðum. Þið þekkið þetta; tungumálapistill ársins birtist í gær, Júró-Gróa er á sínum stað og nú er komið að greiningardeild FÁSES að setja júróframlögin undir smásjána til að greina þemu þessa árs.   Hljómsveitir Eins og Eurovisionaðdáendur þekkja vel hafa sigurlög Eurovision oftast áhrif á næsta júróárgang. Engin […]

Read More »

Þá hefjum við fjórða æfingadaginn hér úti í blaðamannahöllinni í Tórínó. Og það engann smá dag því nú stíga á svið stóru löndin fimm; Frakkland, Ítalía, Bretland, Spánn og Þýskland. Af þessum fimm löndum sitja þrjú þeirra í topp fimm í veðbönkunum! Fylgist með beinni textalýsingu FÁSES af atburðum dagsins.

Read More »

Júró-Gróa er sko hvergi af baki dottin þrátt fyrir að hafa nýtt tímann vel í að kynnast vínmenningu Piemonte héraðsins síðan hún lenti. Það er jú kominn eftirmiðdagur hér í Tórínó svo hún er búin að færa sig úr Lavazza kaffinu yfir í limonchelloið þar sem hún situr á kaffihúsi og mundar harðbeittan pennann við […]

Read More »

Síðan 1999, þegar ný tungumálaregla gerði þjóðum kleift að syngja á hvaða tungumáli sem er var komið á, hafa einungis þrjú sigurlög Eurovision, ríkjandi sigurlag það nýjasta, verið flutt alfarið á öðru tungumáli en ensku og tvö innihaldið textabúta á öðru tungumáli en ensku. Auk þess hefur meirihluti framlaga hvert ár síðan þá verið á […]

Read More »

Áfram höldum við að plægja akur seinni æfinga landanna í seinni undankeppni Eurovision og flytja ykkur helstu fréttir með beinni textalýsingu beint úr júróvisjónbúbblunni. Í dag æfa Ástralía, Kýpur, Írland, Norður-Makedónía, Eistland, Rúmenía, Pólland, Svartfjallaland, Belgía, Svíþjóð og Tékkland.

Read More »