Gestgjafaborgin 2024: Marseille, Tampere, Stokkhólmur?


Það hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá neinum að Eurovision í ár er haldið í M&S höllinni í Liverpool. Það er ekki úr vegi að spekúlera á léttum nótum hvar Eurovision yrði haldið á næsta ári ef Svíar, Finnar og Frakkar myndu sigra keppnina miðað við stöðu veðbanka í dag.

Frakkar eru i þriðja sæti veðbanka og sagði La Zarra á blaðamannafundi í Euroclub síðastliðinn föstudag að hún myndi kjósa að keppnin yrði haldin í sólríku Marseille ef hún myndi vinna Eurovision. Fararstjóri frönsku sendinefndar samþykkti samstundis að hægt yrði að skoða Marseille sem mögulega gestgjafaborg.

Finninn Käärijä, sem nú er öðru sæti veðbanka, hefur sagt á blaðamannafundum að ef hann tæki þetta yrði keppnin haldin í Tampere í suður Finnlandi. Lestarferð frá höfuðborginni Helsinki til Tampere tekur um það bil 90 mínútur. Ástæða þess að Finnar nefna ekki Hartwell Arena þar sem keppnin var haldin árið 2007 er sú að hún er í eigu rússnesks auðkýlfings og þar hafa engir viðburðir farið fram síðan Rússland réðst inn í Úkraínu á síðasta ári.

Loreen situr sem fastast í efsta sæti veðbanka eftir æfingarennslin í gær. Sænska pressan tippar á keppnin yrði haldin í Stokkhólmi þar sem Malmö þykir ekki henta sem gestgjafaborg og höllin í Gautaborg þykir ekki henta svo stórum sjónvarpsviðburði. Þar sem endurbætur á Avicii höllinni (áður Globen) munu standa yfir vorið 2024 þykir fólki langlíklegast að Friends Arena muni hýsa Eurovision 2024 sigli Loreen sjöunda sigri Svía í höfn. Friends Arena er Eurovision aðdáendum vel kunnug enda hýsir hún úrslit Melodifestivalen ár hvert þar sem um það bil 20 þúsund áhorfenda njóta sýningarinnar.

Svipmynd úr Friends Arena í Stokkhólmi.