Hvaða 10 lög komast áfram upp úr seinni undankeppninni að mati FÁSES?


Venju samkvæmt sendum við skoðanakönnun á FÁSES-liða um hvaða lög munu komast áfram úr seinni undankeppninni í kvöld.

Niðurstöðurnar eru klárar og FÁSES-liðar telja að þessi tíu lög muni koma upp úr umslögunum í kvöld:

  • Ástralía
  • Pólland
  • Austurríki
  • Ísland
  • Slóvenía
  • Belgía
  • Danmörk
  • Kýpur
  • Litháen
  • Armenía

FÁSES-liðar telja því að Rúmenía, Eistland, Grikkland, Georgía, San Marínó og Albanía komist ekki áfram upp úr undankeppninni í kvöld.

Þegar þetta er skrifað spá veðbankar Georgíu og Eistlandi áfram en FÁSES-liðar spá Danmörku og Íslandi áfram. Þá er ekkert eftir nema óska ykkur öllum ánægjulegs áhorfs í kvöld og ÁFRAM DILJÁ!