FÁSES spáir Finnum sigri í kvöld!


Í kvöld rennur stóra stundin upp og eins og hefðin býður sendum við FÁSES-liðum skoðanakönnun til að kanna hvaða lag þau haldi að vinni Eurovision. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi þar sem hinn finnski Käärijä sigraði með 59% atkvæða. Næst á eftir kom sænska drottningin Loreen með 35% atkvæða. Hin franska La Zarra og Blanca Paloma frá Spáni deildu 2.-3. sætinu. Finnland gjörsigraði einnig FÁSES kosningunni þegar kom að uppáhaldslagi íslenskra Eurovision aðdáenda.

Eftir dómararennsli sem fram fór í gærkveldi framkvæmdu The EuroTrip Podcast, ESCXTRA.com, ESC Insight og BetEurovision útgönguspá og sigraði Finnland hana einnig.

 

Hefð er fyrir því að blaðamenn sem sækja Eurovision heim taki þátt í könnun sem OGAE International skipuleggur og kjósi það lag sem þeir vilji að vinni allt klabbið. Kosningunni lauk núna rétt í þessu og í 1. sæti er Finnland, í 2. sæti er Svíþjóð og í 3. sæti er Spánn.

 

 

Þá er ekkert eftir nema taka stöðuna á veðbönkunum en svona litu þeir út kl. 15 á íslenskum tíma. Veðbankar spá Svíþjóð sigri, Finnum öðru sætinu og Úkraínu þriðja sætinu.

 

Ritstjórn FÁSES.is óskar ykkur öllum góðrar skemmtunar í kvöld og njótið Eurovisiongleðinnar!