
Hatari fengu sitt annað æfingarennsli í dag og var það mat fulltrúa FÁSES sem og annarra Eurovision bloggara í Tel Aviv að æfingin hafi verið einstaklega vel heppnuð. Trommugimpið hafði losað sig við klappstýrusvipurnar og hamar kominn í þeirra stað. Klemens tók mjaðmahnykkina sína af stakri snilld og söng falsettuna betur en nokkru sinni áður. […]