Eurovisionkeppni númer 47 fór fram í Saku Suurhall í Tallinn í Eistlandi fyrir nákvæmlega 20 árum eða þann 25. maí 2002.  Kynnar voru Annely Peebo og Marko Matvere. Keppnin hófst á því að sigurvegarar ársins á undan, Dave Benton og Tanel Padar, tóku lagið sem sigraði 2001, Everybody.  Þetta var fyrsta keppnin sem hafði slagorð, […]

Read More »

Toto Cutugno söng um sameinaða Evrópu árið 1992 í sigurlagi sínu Insieme: 1992 í Eurovisionkeppninni 1990. Evrópa hefur ekki sameinast enn, en Evrópusambandið var stofnað þann 7. febrúar 1992, þannig að spár Totos rættust að vissu leyti. En Eurovisionkeppni númer 37 var haldin þann 9. maí 1992 í Malmö Isstadion í Svíþjóð eða fyrir nákvæmlega 30 árum. […]

Read More »

Margir voru hissa á staðarvali Breta fyrir Eurovisionkeppnina 1982, en hún var haldin í smábænum Harrogate þann 24. apríl eða fyrir nákvæmlega 40 árum. Keppnin var haldin í Harrogate International Centre og kynnir var Jan Leeming. Aldrei hafði verið meira um ljós á sviðinu í Eurovison og var nútímablær á þessu sviði – allavega miðað […]

Read More »

Hera Björk Þóhallsdóttir Eurodíva með meiru fæddist í Reykjavík þann 29. mars 1972 og fagnar því hálfrar aldar afmæli í dag. Hún vann fyrst hæfileikakeppni 16 ára gömul og hefur eftir það starfað við söng, í leikhúsi og sjónvarpi ásamt reyndar fleiru. En hér verður fjallað um feril Heru tengdan Söngvakeppninni og Eurovision. Hann hófst […]

Read More »

Eftir að farsælli Eurovisionkeppni lauk árið 1971 gekk illa að ákveða stað til að halda keppnina árið 1972. Ríkissjónvarpið í Mónakó reyndi að finna nógu góðan stað í heimalandinu og einnig í Frakklandi með hjálp franska ríkissjónvarpsins, en varð á endanum að leita til BBC eins og hafði gerst nokkrum sinnum áður. Niðurstaðan varð því […]

Read More »

Sjöunda Eurovisionkeppnin fór fram í Villa Louvigny í Lúxemborg sunnudagskvöldið 18. mars 1962 eða fyrir nákvæmlega 60 árum síðan.  Þetta var í síðasta sinn, hingað til allavega, sem lokakeppni Eurovision er ekki á laugardagskvöldi. Kynnir var Mirelle Delannoy og byrjaði hún eins og algengt var þá á að bjóða öll löndin velkomin á þeirra tungumáli. […]

Read More »

Friðrik Ómar Hjörleifsson fæddist á Akureyri 4. október 1981 og fagnar því 40 ára afmæli í dag. Tónlistin hefur spilað stórt hlutverk hjá Friðriki síðan hann var barn. Stóri bróðir Friðriks, Halldór Gunnlaugur Hauksson, sem var hluti af Heart 2 Heart hópnum sem fór til Malmö 1992, er trommuleikari. Friðrik fór snemma að lemja húðirnar […]

Read More »

Eurovisionkeppnin árið 2011 fór fram í Espirit Arena í Düsseldorf 10, 12. og 14. maí. Lokakvöldið var því fyrir akkúrat 10 árum í dag. Kynnar voru Anke Engeleke, Judith Rakers og Stefan Raab. Stefan var ekki að koma að Eurovision í fyrsta sinn. Hann var höfundur og hljómsveitastjóri lagsins Guildo hat euch lieb árið 1998, […]

Read More »

Aldrei hafa fleiri áhorfendur verið á Eurovision en þann 12. maí 2001 á Parken í Kaupmannahöfn, hvorki fleiri né færri en 38.000! Það reyndist ekki vel heppnað að hafa svona rosalega marga áhorfendur. Hávaði, læti og öngþveiti. Hluti áhorfenda sá alls ekki á sviðið. Við vitum líka hvað var næst á dagskrá. Fyrst hryðjuverk og […]

Read More »

Það var líf og fjör þegar 36. Eurovisionkeppnin fór fram í Studio 15 di Cinecittà í Róm 4. maí 1991, eða fyrir nákvæmlega 30 árum í dag. Það var lögð áhersla á  öryggismál vegna Persaflóastríðsins sem þá var í gangi. En að mörgu leyti virkaði keppnin óskipulögð. Kynnar voru ítölsku sigurvegararnir, Gigliola Cinquetti og Toto […]

Read More »

Eyjólfur Kristjánsson eða Eyfi, fæddist í Reykjavík 17. apríl 1961 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Eyjólfur kom fyrst fram í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1987 þegar hann flutti lagið Norðurljós eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Ári síðar átti hann sjálfur lag í keppninni, lagið Ástarævintýri, einnig þekkt sem „Ég er vindurinn […]

Read More »

Björgvin Helgi Halldórsson, oft nefndur Bó eða Bo Hall, fæddist í Hafnarfirði þann 16. apríl 1951 og fagnar því sjötugsafmæli í dag. Hann hefur komið víða við í íslenskri tónlist síðan hann var valinn poppstjarna ársins árið 1969. Hér verður eðli málsins samkvæmt farið yfir feril Björgvins í Söngvakeppninni og Eurovision. Björgvin tók þátt í […]

Read More »