Einar Ágúst fimmtugur


Einar Ágúst Víðisson fæddist 13. ágúst 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag. Hann er þekktur sem söngvari, þá ekki síst hljómsveitarinnar Skítamórals. Einnig starfar hann sem trúbador og var einnig útvarpsmaður um tíma.

Árið 2000 tók Einar Ágúst þátt í Söngvakeppi Sjónvarpsins sem að þessu sinni var hluti af sjónvarpsþættinum Stutt í spunann. Stjórnendur voru Hjálmar Hjámarsson og Hera Björk Þórhallsdóttir sem átti síðar eftir að koma við sögu í Eurovision. Lagið sem hann flutti heitir Hvert sem er og söng hann þar dúett með Telmu Ágústsdóttur. Lagið er eftir Örlyg Smára en textann á Sigurður Örn Jónsson. Þetta var eitt af fimm lögum sem kepptu og sigraði það örugglega. Lagið fór því í stóru keppnina sem var haldin í Stokkhólmi að þessu sinni. Þá var búið að snúa textanum yfir á ensku og hét lagið Tell Me! Lagið endaði um miðja keppni eða í 12. sæti. Það vakti mikla athygli á þessum tíma að Einar Ágúst klæddist hvítu pilsi á sviðinu.

Ári síðar eða árið 2001 tók Einar Ágúst þátt í annarri söngvakeppni, Landslaginu. Það var Stöð 2 sem hélt þá keppni. Þar söng hann lagið Beint í hjartastað eftir Grétar Örvarsson og Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Fór það svo að hann sigraði þá keppni einnig. Þriðji sigurinn í söngvakeppni á Íslandi kom svo árið 2002. Þá sigraði Einar Ágúst í keppninni um Ljósanæturlagið 2002 en sú keppni var á Skjá einum. Lagið heitir Velkomin á Ljósanótt, en það er eftir Ásmund Valgeirsson.

Einar Ágúst snéri svo aftur í Söngvakeppnina árið 2015. Hann átti hlut í texta lagsins Fyrir alla sem Cadem hópurinn flutti. Lagið er eftir Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors. Hann söng einnig bakraddir í laginu og klæddist við þetta tækifæri pilsinu góða sem þá var orðið 15 ára gamalt. Lagið komst í úrslit og hét þá Fly með enskum texta.

FÁSES.IS óskar Einar Ágústi til hamingju með afmælið!