Langar þig til Tórínó?


Það hefur nú ekki farið framhjá neinum Eurovision aðdáanda að keppnin á næsta ári verður haldin í Tórínó á Ítalíu. Að vanda stendur félögum í FÁSES til boða að sækja um aðdáendapakka í gegnum OGAE International. Við höfum ekki upplýsingar á þessari stundu um verð eða fyrirkomulag miðasölunnar.

Til að geta átt möguleika á að skrá sig fyrir aðdáendapakka á Eurovision þurfa meðlimir að hafa greitt félagsgjöldin fyrir 18. október 2021 og hafa virkan Cardskipper aðgang. Nánari upplýsingar verða sendar á félaga í tölvupósti þegar þær liggja fyrir. Ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir greitt félagsgjöldin eða að tölvupóstfangið þitt sé rétt skráð hjá okkur geturu sent okkur póst á ogae.iceland@gmail.com.

Nýjir félagar geta gengið í FÁSES til 18. október en úthlutun miðapakka fer fram samkvæmt samþykktum FÁSES og ganga meðlimir sem hafa verið lengur (hafa lægra félagsnúmer) fyrir þeim sem hafa verið styttra í klúbbnum. Nánari upplýsingar um hvernig þú skráir þig í FÁSES má finna á hér.