Lokakvöld rúmensku söngvakeppninnar Selecția Națională var haldin í Studio Pangrati í Búkarest laugardagskvöldið 5. mars. Kynnar voru  Eda Marcus, Aurelian Temișan, Bogdan Stănescu og Ilinca Băcilă sem jóðlaði á sviðinu í Kyiv árið 2017 sællar minningar. Dómnefnd hafði 83% vægi á móti 17% vægi símakosningar. Forval hafði farið fram 9. og 10. febrúar og undankeppni […]

Read More »

Danir völdu sitt framlag til Eurovision á sinn hefðbundna máta, með forkeppni sinni Melodi Grand Prix. Danska sjónvarpið hefur síðustu ár verið duglegt við að einskorða sig ekki við Kaupmannahöfn hvað varðar staðsetningar á keppninni, þar sem keppnin hefur meðal annars verið haldin í Álaborg, Herning og Horsens. Keppni þessa árs var þar engin undatekning […]

Read More »

Þjóðverjum hefur ekki gengið vel undanfarin ár í Eurovision. Ef frá er talið 4. sæti Michael Schulte árið 2018 þá hefur uppskeran verið ansi slök. Þeir hafa ýmist valið innbyrðis eða verið með undankeppni og í ár var keppandinn valinn í undankeppni þar sem símaatkvæði giltu 50% á móti 50% netkosningu hjá opinberum útvarpsstöðvum allra […]

Read More »

Undankeppni Finna fyrir Eurovision, Uuden Musiikin Kilpailu 2022 eða UMK, fór fram á laugardagskvöldið. Það voru engar forkeppnir, aðeins eitt kvöld og sjö lög kepptu til úrslita um miðann á stóru keppnina í Tórínó. Hljómsveitin Blind Channel opnaði keppnina með trukki og dýfu. Þeir fluttu lagið Dark Side sem þeir fóru með til Rotterdam í […]

Read More »

Pólland hefur tekið þátt í Eurovision söngvakeppninni frá árinu 1994 og náði þá strax 2. sæti með lagi Edyta Górniak, To nie ja! Það er reyndar besti árangur Póllands nokkru sinni. Pólland hefur aðeins lent tvisvar til viðbótar á topp tíu, meðal annars með hinu frábæra lagi Michał Szpak, Color of your life, með tvöföldu […]

Read More »

Norðmenn buðu, aldrei þessu vant, upp á fremur tíðindalitla MGP í ár, en héldu sig þó við gamalkunna formúlu. Fjórir undanriðlar, einn svartipétur og svo var skellt í flotta aðalkeppni. En þrátt fyrir að keppnin hafi verið tilþrifalítil, voru þó ljósir punktar innan um og saman við og sumir voru ekki bara ljósir. Þeir voru […]

Read More »

Undankeppni Króata, Dora, fór fram í fjórða sinn þann 19. febrúar. Það var Mia Dimšić sem bar sigur úr býtum með laginu Guilty Pleasure. Um eins kvölds viðburð var að ræða þar sem 14 lög kepptu til sigurs en þau höfðu verið valin úr hópi 184 innsendra framlaga. Umgjörðin var hin glæsilegasta og gekk framleiðendum HRT vel […]

Read More »

Það blása ferskir vindar um brattar hlíðar smáríkisins San Marínó um þessar mundir en þar var nú haldin í fyrsta sinn keppnin Una voce per San Marino (Rödd fyrir San Marínó). Þótt útlitsleg umgjörð keppninnar hafi verið nokkuð einföld er óhætt að segja að um sérstaklega metnaðarfulla og ítarlega leit að fulltrúa hafi verið að ræða […]

Read More »

Það var ekki fyrir neina byrjendur að horfa á forval Maltverja, Malta Eurovision Song Contest, eða MESC eins og hún er oftast kölluð. Keppnin sú er sérstakt dæmi, því það virðist sem þetta sé bara rosalangur auglýsingatími sem gert er hlé á öðru hverju til að kynna lögin sem eru að keppa, og það verður […]

Read More »

Slóvenar eru meðal þeirra sem þurfa að leggja fæsta kílómetra að baki á leið sinni til Tórínó, einungis eina landamærastöð. En hún var ekki endilega alveg eins greiðfær, slóvenska undankeppnin fyrir Eurovision, Evrovizijska Melodija eða EMA. Fyrst var nefnilega haldin keppnin EMA Freš til að velja fjóra nýliða til að keppa í EMA og var hún í gangi frá […]

Read More »

Eistar hafa valið sitt framlag til Eurovision 2022. Eftir að 40 lagaflytjendur komu sér í gegnum síu fjórðungsúrslita og undanúrslita voru það 10 lög sem flutt voru á sviði fyrir framan fullan sal af fólki 12. febrúar sl. en það hafði ekki verið leyft í undan- eða fjórðungsúrslitum. Dómnefnd skipuð 10 manns þar á meðal […]

Read More »

Lettneska forkeppnin Supernova hefur löngum þótt vinsæl, enda hafa Lettar verið duglegir við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í forkeppni sinni, sem og á stóra Eurovision-sviðinu. Í ár var þar engin undantekning. Í ár samanstóð Supernova af undanúrslitum og úrslitum, auk sérstakrar netkosningar þar sem kosið var á milli tíu atriða um eitt sæti í undanúrslitunum. Eftir skemmtilega […]

Read More »