Móðir allra undankeppna Eurovision, sænska Melodifestivalen, fór fram í Friends Arena í Stokkhólmi laugardaginn 12. mars í viðurvist 27 þúsund áhorfenda. Cornelia Jakobs hafði verið á allra vörum í Svíþjóð vikurnar fyrir úrslitin, en hún var til þess að gera óþekkt fyrir rúmum mánuði. Hún söng sig inn í hjörtu þjóðar og alþjóðlegu dómnefndarinnar með áþreifanega […]

Read More »

Bonjour kæru lesendur! Vinir okkar í Frakklandi völdu sitt framlag um helgina og auðvitað var mikið um dýrðir í TV-France Studio seinasta laugardag. Þar kepptu 12 lög um að feta í fótspor Barböru Pravi, sem réttilega hefur verið tekin nánast í dýrðlingatölu eftir frábært gengi í Rotterdam í fyrra, þegar hún svo eftirminnilega tryggði Frökkum […]

Read More »

Serbar völdu sér sitt framlag til Eurovision 2022 í gegnum forkeppni sína, Pesma za Evrovizijo ’22. Serbenska ríkissjónvarpið ákvað að bregða aðeins út af vananum í ár, þar sem tónlistarhátíðin Beovizija hefur verið notuð síðan 2007 til að velja framlag Serba í Eurovision. Eftir tvær undankeppnir og ein úrslit, sem samanstóðu af hvorki meira né minna en 36 lögum […]

Read More »

Lokakvöld rúmensku söngvakeppninnar Selecția Națională var haldin í Studio Pangrati í Búkarest laugardagskvöldið 5. mars. Kynnar voru  Eda Marcus, Aurelian Temișan, Bogdan Stănescu og Ilinca Băcilă sem jóðlaði á sviðinu í Kyiv árið 2017 sællar minningar. Dómnefnd hafði 83% vægi á móti 17% vægi símakosningar. Forval hafði farið fram 9. og 10. febrúar og undankeppni […]

Read More »

Danir völdu sitt framlag til Eurovision á sinn hefðbundna máta, með forkeppni sinni Melodi Grand Prix. Danska sjónvarpið hefur síðustu ár verið duglegt við að einskorða sig ekki við Kaupmannahöfn hvað varðar staðsetningar á keppninni, þar sem keppnin hefur meðal annars verið haldin í Álaborg, Herning og Horsens. Keppni þessa árs var þar engin undatekning […]

Read More »

Þjóðverjum hefur ekki gengið vel undanfarin ár í Eurovision. Ef frá er talið 4. sæti Michael Schulte árið 2018 þá hefur uppskeran verið ansi slök. Þeir hafa ýmist valið innbyrðis eða verið með undankeppni og í ár var keppandinn valinn í undankeppni þar sem símaatkvæði giltu 50% á móti 50% netkosningu hjá opinberum útvarpsstöðvum allra […]

Read More »

Undankeppni Finna fyrir Eurovision, Uuden Musiikin Kilpailu 2022 eða UMK, fór fram á laugardagskvöldið. Það voru engar forkeppnir, aðeins eitt kvöld og sjö lög kepptu til úrslita um miðann á stóru keppnina í Tórínó. Hljómsveitin Blind Channel opnaði keppnina með trukki og dýfu. Þeir fluttu lagið Dark Side sem þeir fóru með til Rotterdam í […]

Read More »

Pólland hefur tekið þátt í Eurovision söngvakeppninni frá árinu 1994 og náði þá strax 2. sæti með lagi Edyta Górniak, To nie ja! Það er reyndar besti árangur Póllands nokkru sinni. Pólland hefur aðeins lent tvisvar til viðbótar á topp tíu, meðal annars með hinu frábæra lagi Michał Szpak, Color of your life, með tvöföldu […]

Read More »

Norðmenn buðu, aldrei þessu vant, upp á fremur tíðindalitla MGP í ár, en héldu sig þó við gamalkunna formúlu. Fjórir undanriðlar, einn svartipétur og svo var skellt í flotta aðalkeppni. En þrátt fyrir að keppnin hafi verið tilþrifalítil, voru þó ljósir punktar innan um og saman við og sumir voru ekki bara ljósir. Þeir voru […]

Read More »

Undankeppni Króata, Dora, fór fram í fjórða sinn þann 19. febrúar. Það var Mia Dimšić sem bar sigur úr býtum með laginu Guilty Pleasure. Um eins kvölds viðburð var að ræða þar sem 14 lög kepptu til sigurs en þau höfðu verið valin úr hópi 184 innsendra framlaga. Umgjörðin var hin glæsilegasta og gekk framleiðendum HRT vel […]

Read More »

Það blása ferskir vindar um brattar hlíðar smáríkisins San Marínó um þessar mundir en þar var nú haldin í fyrsta sinn keppnin Una voce per San Marino (Rödd fyrir San Marínó). Þótt útlitsleg umgjörð keppninnar hafi verið nokkuð einföld er óhætt að segja að um sérstaklega metnaðarfulla og ítarlega leit að fulltrúa hafi verið að ræða […]

Read More »

Það var ekki fyrir neina byrjendur að horfa á forval Maltverja, Malta Eurovision Song Contest, eða MESC eins og hún er oftast kölluð. Keppnin sú er sérstakt dæmi, því það virðist sem þetta sé bara rosalangur auglýsingatími sem gert er hlé á öðru hverju til að kynna lögin sem eru að keppa, og það verður […]

Read More »