Slóvenar eru meðal þeirra sem þurfa að leggja fæsta kílómetra að baki á leið sinni til Tórínó, einungis eina landamærastöð. En hún var ekki endilega alveg eins greiðfær, slóvenska undankeppnin fyrir Eurovision, Evrovizijska Melodija eða EMA. Fyrst var nefnilega haldin keppnin EMA Freš til að velja fjóra nýliða til að keppa í EMA og var hún í gangi frá […]

Read More »

Eistar hafa valið sitt framlag til Eurovision 2022. Eftir að 40 lagaflytjendur komu sér í gegnum síu fjórðungsúrslita og undanúrslita voru það 10 lög sem flutt voru á sviði fyrir framan fullan sal af fólki 12. febrúar sl. en það hafði ekki verið leyft í undan- eða fjórðungsúrslitum. Dómnefnd skipuð 10 manns þar á meðal […]

Read More »

Lettneska forkeppnin Supernova hefur löngum þótt vinsæl, enda hafa Lettar verið duglegir við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í forkeppni sinni, sem og á stóra Eurovision-sviðinu. Í ár var þar engin undantekning. Í ár samanstóð Supernova af undanúrslitum og úrslitum, auk sérstakrar netkosningar þar sem kosið var á milli tíu atriða um eitt sæti í undanúrslitunum. Eftir skemmtilega […]

Read More »

Í skugga milliríkjadeilu við Rússa gerðu Úkraínumenn sér glaðan dag á laugardagskvöldið síðastliðið til að velja framlag sitt í Eurovision í stórglæsilegri sjónvarpsútsendingu frá Kænugarði. Ekkert var til sparað til að gera útsendinguna sem flottasta og fáar þjóðir sem geta státað af jafn fjölbreyttri og skemmtilegri keppni með aðeins átta lögum sem tekur fjórar klukkustundir […]

Read More »

Litháíska forkeppnin Papandom is Naujo er að margra mati bæði einstaklega skemmtileg en jafnframt algjör langloka, með ótal undanriðla og forkeppnir. Í ár var svosem ekkert verið að flækja málin neitt óskaplega mikið. Bara þrír undanriðlar og tvær forkeppnir þar sem samtals 36 flytjendur tókust á. Jafnt og þétt var fækkað í hópnum, þar til aðeins átta […]

Read More »

Festival di Sanremo var haldin í 72. sinn í liðinni vikunni. Það er ítölsk söngvakeppni og oft hefur sigurvegari hennar keppt fyrir hönd Ítalíu í Eurovision en það er þó alls ekki alltaf raunin. Keppnin var fyrst haldin í lok janúar árið 1951 og hefur verið haldin árlega síðan og er því ein elsta söngvakeppni […]

Read More »

Venjulega koma Albanir með jólin til júróþyrstra aðdáenda á vesturhvelinu, en það bar til um þessar mundir að albanska sjónvarpið ákvað að halda Festival i Kenges, eða FiK eins og við þekkjum hana, þann 28. desember, en ekki daginn fyrir Þorlák eins og undanfarin ár. Allt í lagi, við erum alveg róleg. Fínt að fá […]

Read More »

Nu kör vi! Þessi þrjú litlu orð sem þýða þó svo mikið, hljómuðu í seinasta sinn á þessari júróvertíð á laugardaginn var, þegar úrslitakeppni Melodifestivalen, eða Melló, fór fram í Stokkhólmi. Og Svíar sviku engan frekar en vanalega þegar kom að flottu sjóvi og spennu. Einnig markaði þessi Melló ákveðin tímamót þar sem þetta var í […]

Read More »

Ef Eurovision aðdáendur væru fengnir til að lýsa forkeppnum Eurovision með tegundum af pasta væri Söngvakeppnin lítil og krúttleg makkaróna á móti ítölsku keppninni Sanremo sem væri laaaaaangt spaghetti. Já, ef einhverjir kunna að halda úti fimm klukkustunda langri beinni útsendingu, fimm kvöld í röð þá eru það Ítalir. En það var einmitt síðastliðið laugardagskvöld […]

Read More »

Eesti Laul er ein eftirlætis forkeppni margra og svo sannarlega var hún að gefa í ár. Tólf keppendur mættu til leiks og allt frá sýrupoppi til rapps mátti heyra og sjá á sviðinu og fjörið í Tallin skilaði sér margfalt heim í stofu. En það var sigurvegari Eesti Laul 2020, Uku Suviste, sem varði titil […]

Read More »

Dansk Melodi Grand Prix var haldin í gær og bitust átta lög um að verða framlag Dana í Rotterdam í ár. Ben & Tan, sem unnu MGP í fyrra með lagið Yes, sögðust ekki ætla að vera með í keppninni í ár. Þau enduðu þó á að senda lag inn í MGP sem síðan var […]

Read More »

Það verður ekki sagt að Norðmenn hafi lagt lítið á sig til að finna hið eina rétta Eurovisionlag 2021. Eftir sex vikur, fimm undanúrslitaþætti og langan svartapétursþátt var loksins komið að úrslitum Melodi Grand Prix í gær. Poppprinsinn TIX kom, sá og sigraði og ekki eru allir sáttir í Eurovisionlandi. Fyrirkomulag keppninnar í ár var […]

Read More »