Hvíta-Rússland tók fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2004 með hinu ódauðlega My Galileo sem flutt var af Aleksöndru og Konstantin á svo ódauðlegan hátt. Þeir hafa síðan þá lagt mikla áherslu á að taka alltaf þátt í keppninni en ekkert sérstaklega velt sér upp úr því hvort lögin séu góð eða lagaflytjendurnir geti […]

Read More »

Söngkonan, lagahöfundurinn, framleiðandinn, rafpopparinn og hin bláhærða Pænda hefur verið valinn sem flytjandi Austurríkis í Tel Aviv í vor. Það verða stór fótsporin sem Pænda fetar í kjölfar mikillar velgegni Cesár Sampson sem lenti í 3. sæti í Lissabon í fyrra. Pænda þessi hefur verið að í tónlistinni síðan hún var 14 ára gömul og spilar […]

Read More »

Fulltrúi Serba í Eurovision í ár er Nevena Božović og flytur hún ellefta framlag Serba í keppninni. Í Serbíu hefur söngvakeppnin Beovizija verið haldin síðan 2003 og frá 2007 hefur hún þjónað þeim tilgangi að velja framlag Serba í Eurovision. Tuttugu lög hófu keppni í febrúar og var Nevena valin með eigið lag og texta. […]

Read More »

Þann 2. mars síðastliðinn, sama dag og við Íslendingar völdum okkar framlag í Eurovision, fór fram keppnin O melodie pentru Europa 2019 í Chișinău höfuðborg Moldóvu. Sigurvegarinn var Anna Odobescu með lagið Stay. Lagið var valið með jafn miklu vægi símakosningar og dómnefndar. Hér er um að ræða nokkuð hefðbundna ástarkraftballöðu. Lagið er eftir Georgious […]

Read More »

Norður-Makedónska ríkissjónvarpið hefur valið Tamöru Todevska til að flytja lagið Proud í Eurovision í Tel Aviv. Tamara er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist, hefur komið fram á sviði frá 6 ára aldri og á að baki marga hittara og tvær sólóplötur. Hún kemur úr sannkallaðri tónlistarfjölskyldu; móðir hennar er óperusöngkona við makedónsku óperuna, faðirinn […]

Read More »

Næst ætlum við að fjalla um framlag Íra í ár. Írar eru eins og flestir eflaust vita sigursælasta Eurovisionþjóðin með sjö sigra frá fyrstu þátttöku árið 1965, þar af komu fjórir á fimm árum á tíunda áratugnum. Það verður seint toppað. Hins vegar hefur gengið ekki verið eins gott á nýrri öld og hafa Írar […]

Read More »

Fulltrúi Belga í ár, Eliot Vassamillet, var innbyrðis valinn af ríkissjónvarpsstöðinni RTBF (þjónar frönskumælandi hluta Belgíu). Eliot þessi er 18 ára gamall og vakti athygli fyrir þátttöku sína í The Voice Belgique í fyrra. Lagið Wake Up er eftir Pierre Dumoulin og flytjandann. Pierre þessi er ekki ókunnur Eurovision en hann var einn lagahöfunda City Lights […]

Read More »

Eurovision aðdáendur fagna alltaf listamönnum sem snúa aftur í Eurovision og San Marínó búar hafa fattað það. Á hverju ári er spennandi að sjá hvort að Valentina Monetta (2012, 2013, 2014 og 2017) verði valinn fulltrúi San Marínó. Í vetur tilkynnti ríkissjónvarp San Marínó að hin stórskemmtilega en jafnframt einkennilega forkeppni 1in360 yrði ekki haldin aftur […]

Read More »

Litla, sæta Malta er á nákvæmlega sama báti og við Íslendingar. Pínulítið eyríki einhversstaðar út í rassgati sem ÞRÁIR að vinna Eurovision og ELSKAR keppnina út yfir endimörk alheimsins. Hjá þeim er reyndar aðeins betra veður, þeir mega eiga það. En líkt og hjá okkur hefur sigurinn látið bíða eftir sér hjá Möltu. Þeir hafa […]

Read More »

Eftir viðburðaríka undankeppni eins og Litháum er einum lagið stóð Jurijus að lokum uppi sem sigurvegari með lagið Run with the lions. Textinn á að hvetja karlmenn til að vera opnari tilfinningalega, brjótast út úr búri niðurbældra tilfinninga og tjá ást sína. Mörgum aðdáendum var brugðið við sigur Jurijus enda áttu þeir von á afgerandi […]

Read More »

Kákasusþjóðin Aserbaídsjan er rétt svo að slíta barnsskónum í keppninni en þeir eru nú með í 12. skipti eftir mjög svo eftirminnilega byrjun í Belgrad árið 2008, þegar félagarnir Elnur og Samir fluttu/öskruðu/vældu lagið Day After Day og enduðu öllum að óvörum í 8. sæti! Aserum hefur yfirhöfuð gengið mjög vel í keppninni og státa […]

Read More »

Pólverjar ákváðu í ár að breyta til og velja lagið sitt í Eurovision í innbyrðisvali og sleppa forkeppninni sem hefur verið haldin undanfarin ár (því miður því pólska forkeppnin síðustu ár hefur verið alveg hreint fínasta skemmtun). Pólska sjónvarpið auglýsti eftir lögum í byrjun árs til þátttöku í Eurovision. Úr innsendu lögunum valdi dómnefndin lagið Pali się […]

Read More »