Það er óhætt að segja að Hatari hafi sett mark sitt á árið 2019. Ekki aðeins á íslenskt samfélag heldur einnig Eurovisionsamfélagið,  ísraelskt og palestínskt samfélagt og nú síðast rússneskt samfélag þar sem þeir fengu stórkostlega móttökur aðdáenda og voru hylltir sem hetjur þegar þeir lýstu yfir stuðningi við hinsegin fólk í Rússlandi og Andrean breiddi út regnbogavængina […]

Read More »

Þá er stóri dagurinn runninn upp. Í kvöld fáum við að vita hver er sigurvegari Eurovision 2019 og verður gestgjafi keppninnar á næsta ári. Að venju sendum við spurningalista til FÁSES-liða til að kanna hvern þau telja sigurstranglegastan í úrslitum Eurovision. Flestir telja að Holland muni vinna í kvöld og næstflestir telja Ísland standi uppi sem […]

Read More »

Það er í mörg horn að líta hjá íslensku sendinefndinni þessa dagana hér í Tel Aviv og nóg að gera hjá öllum. Fréttaritarar FÁSES.is hittu Birnu Ósk Hansdóttur, framleiðslustjóra hjá RÚV og aðstoðar fararstjóra, til að heyra hverjir aðrir fylgja listafólkinu hingað út. Árið í ár er frábrugðið fyrri árum vegna þeirrar gríðarlegu athygli sem […]

Read More »

Þá eru fréttaritarar FÁSES.is búnir að koma sér aftur fyrir í blaðamannahöllinni eftir að hafa nært sig og hlaupið heim í hlýrri föt. Ísraelsbúar eru nefnilega ekkert að grínast með loftkælinguna hér í höllinni – og það sama gildir um hljóðstyrkinn. Þeir kunna bara að stilla allt í botn. Við ætlum að fylgjast með dómararennslinu […]

Read More »

Júró-Gróa er misdugleg í djamminu en skellti sér á Euroclub eftir velheppnað dómararennsli hjá Hatara á mánudagskvöld. Gróa var sérdeilis ánægð með plötusnúð kvöldsins og tók marga snúninga á gólfinu með keppanda Breta í ár, Michael Rice, ásamt því að skella í einn dúett á bombunni Shallow með Lady Gaga og Bradley Cooper. Hápunktur kvöldsins […]

Read More »

Þá eru fréttaritarar FÁSES búnir að koma sér fyrir í blaðamannahöllinni eftir að hafa sinnt klúbbskyldum í morgun en aðalfundur regnhlífasamtaka OGAE International er alltaf haldinn á föstudegi fyrir Eurovisionúrslit. Á dagskrá núna er fyrsta rennsli fyrir úrslit Eurovision annað kvöld. Það lítur allt út fyrir mjög spennandi úrslit á morgun. Jon Ola Sand hefur […]

Read More »

Síðasta þriðjudag gátu FÁSES-liðar sér rétt til um 7 af 10 löndum sem kæmust áfram úr fyrri undankeppninni í úrslitin. Samkvæmt könnuninni gerðu FÁSES-liðar ráð fyrir að Belgía, Pólland og Ungverjaland kæmust áfram í úrslitin, en þess í stað fóru Eistland, Hvíta-Rússland og Slóvenía áfram. Það eru einmitt löndin sem voru næst inn í skoðanakönnuninni […]

Read More »

Tungumálareglunni var kannski breytt árið 1999 sem gerði það að verkum að meirihluti þjóða sem tóku þátt ákváðu að nýta sér engilsaxneskuna í sínum framlögum. En það kemur þó ekki í veg fyrir að á hverju ári eru alltaf nokkrar þjóðir sem velja að syngja á móðurmálinu, já eða jafnvel tilbúnum tungumálum. Í ár eru […]

Read More »

Venju samkvæmt sendum við skoðanakönnun á FÁSES-liða um hvaða lög munu komast áfram úr fyrri undankeppninni í kvöld. Niðurstöðurnar eru klárar og FÁSES-liðar telja að þessi lög muni koma upp úr umslögunum í kvöld: Ástralía Belgía Grikkland Ísland Kýpur Pólland San Marínó Serbía Tékkland Ungverjaland Samkvæmt könnuninni telja FÁSES-liðar að Eistar, Finnar, Georíumenn, Hvít-Rússar, Portúgalir, […]

Read More »

Júró-Gróa er búin að vera pínulítið lítil í sér síðustu daga þar sem fylgst er með hverju fótspori hennar. En þá þýðir ekki annað en að herða sig með einni mímósu í morgunsárið og vaða í stóra úttekt úr gleðibankanum slúðurbankanum. Gróa nýtti frídaginn í síðustu viku til að spóka sig um á ströndinni hér […]

Read More »

Duncan Laurence sem er talinn sigurstranglegastur af keppendum í Eurovision í ár fékk aukaæfingu eftir að stóru þjóðirnar fimm höfðu lokið annarri æfingu sinni í gær samkvæmt heimildum EscDaily. Á fyrri æfingunum tveimur vakti það athygli að Duncan fékk lengri tíma til æfinga en aðrir keppendur. EscDaily segja að hollenska sendinefndin hafi ekki verið ánægð með […]

Read More »