Venju samkvæmt sendum við skoðanakönnun á FÁSES-liða um hvaða lög munu komast áfram úr fyrri undankeppninni í kvöld.
Niðurstöðurnar eru klárar og FÁSES-liðar telja að þessi lög muni koma upp úr umslögunum í kvöld:
- Ástralía
- Belgía
- Grikkland
- Ísland
- Kýpur
- Pólland
- San Marínó
- Serbía
- Tékkland
- Ungverjaland
Samkvæmt könnuninni telja FÁSES-liðar að Eistar, Finnar, Georíumenn, Hvít-Rússar, Portúgalir, Slóvenar og Svartfellingar fái reisupassann og komist ekki áfram í úrslit.
Mjótt var á mununum í könnuninni og skildu einungis tvö atkvæði á milli Belgíu, Póllands og Serbíu sem voru í 8.-10. sæti og laganna frá Eistland, Hvíta-Rússlandi og Slóveníu í 11.-13. sæti.
Þegar þetta er skrifað eru veðbankarnir ósammála FÁSES liðum með Pólland og San Marínó sem þeir telja að komist ekki áfram, en í staðinn fari Eistar og Slóvenar í úrslit. Sjáum til hver hefur rétt fyrir sér, FÁSES eða veðbankarnir.