Nýtt ár, nýr áratugur og síðast en ekki síst, glæný júróvertíð, vúhú!! Við erum að vísu (flest) ennþá í í smá Hatara vímu, enda ekki annað hægt, en það er komið að því að gíra sig almennilega upp fyrir Rotterdam og undirbúa sig fyrir flóðbylgjuna af nýjum lögum, nýjum uppáhöldum og 2020 partýútgáfunni af Eurovision. […]

Read More »

Eftir viðburðaríka undankeppni eins og Litháum er einum lagið stóð Jurijus að lokum uppi sem sigurvegari með lagið Run with the lions. Textinn á að hvetja karlmenn til að vera opnari tilfinningalega, brjótast út úr búri niðurbældra tilfinninga og tjá ást sína. Mörgum aðdáendum var brugðið við sigur Jurijus enda áttu þeir von á afgerandi […]

Read More »

Árið 2017 vann Joci Pápai ungversku undankeppnina A Dal með hinu tilfinningaríka lagi Origo sem fjallaði um það hvernig það væri fyrir mann af Róma ætt að verða ástfanginn af hvítri konu. Lagið heillaði áhorfendur á sviðinu í Kænugarði og svo fór að Joci varð fyrstur manna af Rómafólki að komast í úrslit Eurovision. Þetta […]

Read More »

Eftir alveg hreint dásamlega keppni í Lissabon seinasta vor þurftu gestgjafarnir að bíta í það súra epli að enda í seinasta sæti á heimavelli þegar að þær Claudia Pasqoal og Isaura hlutu ekki náð fyrir augum Evrópu og Ástralíu. Ókurteisi á alþjóðavettvangi! En Portúgalar eru einstaklega afslöppuð þjóð og voru nú sossum ekkert að kippa […]

Read More »

Þá eru litlu jólin búin en fyrir mörgum Eurovision aðdáendum er Melodifestivalen einmitt það, upphitun fyrir aðalkeppni Eurovision í maí. Úrslitakeppni Melodifestivalen sem haldin var í Friends Arena í Stokkhólmi í gærkveldi var svo sannarlega glæsileg sjónvarpsútsending. Í forrétt fengum við Benjamin Ingrosso og Felix Sandman í skemmtilegum dúett og á meðan pakkarnir 12 komu […]

Read More »

Eins og dyggir lesendur FÁSES.is vita var EDM snillingurinn Darude (borið fram Darúd) valinn til að fara til Tel Aviv fyrir hönd Finna þetta árið. Um síðustu helgi fór undankeppnin þeirra UMK fram þar sem valið var milli þriggja laga sem framlag Finnlands í Tel Aviv. Ekkert vantaði upp á glæsilega umgjörð UMK eins og síðustu […]

Read More »

Melodifestivalen

Í kvöld lýkur úrslitum Melodifestivalen sem fyrir mörgum Eurovision aðdáendum er hinn heilagi gral, móðir allra undankeppna fyrir Eurovision. Eftir fjórar undankeppnir þar sem tvö lög komust áfram og eina Andra Chansen keppni, þar sem þau lög sem lentu í 3. og 4. sæti í sinni keppni fengu annan sjens til að komast í úrslitin, […]

Read More »

Þá hefur enn eitt lagið verið valið fyrir Eurovision 2019. Hin norska Melodi Grand Prix fór fram síðasta laugardagskvöld og hófst auðvitað á því að sigurvegarinn í fyrra, Alexander Rybak, steig á svið og flutti vinningslag sitt, That’s How You Write A Song, ásamt öðrum sigurlögum sem hafa fært keppnina heim til Noregs. Aðalatriðið var […]

Read More »

Þann 17. febrúar síðastliðinn ráku Rúmenar endahnút á forkeppnina Selectia Nationala 2019. Eftir æsispennandi lokasprett völdu þeir söngkonuna Ester Peony með lagið “On a Sunday” til að keppa fyrir sína hönd í Tel Aviv í maí En það var ekki rennt í lygnan sjó í aðdraganda lokakeppninnar, því þrír af upphaflegu keppendunum drógu þátttöku sína […]

Read More »

NMGP

MELODI GRAND PRIX eða MGP Norge 2019 verður haldið 2. mars 2019 í Osló Spektrum. Norðmenn hafa tekið þátt í Eurovision frá því 1960 en aðeins þrisvar hefur það gerst að þeir hafa ekki haldið MGP keppnina. Árið 1970 voru nokkur lönd sem  tóku ekki þátt til að mótmæla stigakerfinu eftir að fjögur lönd urðu jöfn að […]

Read More »

Sami háttur verður hafður á UMK (Uuden Musiikin Kilpailu = Ný Tónlistarsamkeppni) í Finnlandi í ár og á því síðasta. Valinn hefur verið einn flytjandi, Ville Virtanen betur þekktur sem Darude, sem mun flytja þrjú lög sem valið mun standa um að senda til Tel Aviv. Óbreytt fyrirkomulag á UMK kemur kannski eilítið á óvart […]

Read More »

Úrslitakvöld Vidbir, undankeppninnar í Úkraínu fyrir Eurovision, fór fram síðastliðið laugardagskvöld í skugga pólítísks óróa vegna forsetakosninga sem haldnar verða í landinu eftir mánuð. Keppendur Vidbir fóru ekki varhluta af því þegar þeir voru grillaðir í beinni um tengsl sín við Rússland og hertekinn Krímskaga og þurftu að sannfæra dómnefnd um hollustu sína við Úkraínu. […]

Read More »