Júró-Stiklur FÁSES voru haldnar í Bíó-Paradís þann 12. apríl sl. og á Café Amour á Akureyri þann 9. apríl sl. í sjötta skipti í sögu félagsins. Eins og flestir vita er hér um að ræða fjölskylduvænan viðburð á vegum félagsins þar sem stiklað er á stóru yfir stiklur úr Eurovision framlögum ársins í ár. Stiklurnar voru […]
Flokkur: Eurovision
Á hverju ári framkvæma stærstu regnhlífarsamtök Eurovisionklúbba í heiminum, OGAE International, risastóra könnun sem nefnist OGAE Big Poll þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni. Í morgun voru stig FÁSES í OGAE Big Poll 2019 birt: Ítalía með 457 stig Holland með 425 stig Sviss með 338 stig Kýpur með 304 stig […]
Þá er komið að því að rifja upp merka Eurovisionkeppni sem var haldin fyrir sléttum 45 árum. Lúxemborgarar treystu sér ekki að halda tvær keppnir í röð og enn og aftur voru það Bretar sem tóku það að sér. Eurovisionkeppnin var að þessu sinni haldin í Brighton 6. apríl 1974. Kynnir var Katie Boyle, í […]
Georgíumenn ákváðu að nota Idol-keppnina sína til að ákveða hver fengi farmiðann til Tel Aviv, en það var Oto Nemsadze sem hneppti hnossið. Lagahöfundar hvaðanæva úr heiminum gátu sent inn lög og sjö manna nefnd georgíska sjónvarpsins ákvað hvaða þrjú lög komu til greina af þeim rúmlega 200 sem bárust. Þeir fjórir söngvarar sem voru […]
Gestgjafarnir frá Ísrael senda hinn 27 ára gamla Kobi Marimi til leiks í Eurovision í ár. Kobi sigraði forkeppnina HaKokhav HaBa L’Eurovizion (“Næsta Eurovision-stjarnan”) þar sem að 105 söngvarar kepptust um að verða fulltrúi Ísraels í Eurovision. Kobi Marimi datt reyndar út úr keppninni en komst aftur inn í úrslitin á eitt lag enn spjaldinu (“wild card”). […]
Hvíta-Rússland tók fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2004 með hinu ódauðlega My Galileo sem flutt var af Aleksöndru og Konstantin á svo ódauðlegan hátt. Þeir hafa síðan þá lagt mikla áherslu á að taka alltaf þátt í keppninni en ekkert sérstaklega velt sér upp úr því hvort lögin séu góð eða lagaflytjendurnir geti […]
Söngkonan, lagahöfundurinn, framleiðandinn, rafpopparinn og hin bláhærða Pænda hefur verið valinn sem flytjandi Austurríkis í Tel Aviv í vor. Það verða stór fótsporin sem Pænda fetar í kjölfar mikillar velgegni Cesár Sampson sem lenti í 3. sæti í Lissabon í fyrra. Pænda þessi hefur verið að í tónlistinni síðan hún var 14 ára gömul og spilar […]
Fulltrúi Serba í Eurovision í ár er Nevena Božović og flytur hún ellefta framlag Serba í keppninni. Í Serbíu hefur söngvakeppnin Beovizija verið haldin síðan 2003 og frá 2007 hefur hún þjónað þeim tilgangi að velja framlag Serba í Eurovision. Tuttugu lög hófu keppni í febrúar og var Nevena valin með eigið lag og texta. […]
Eins og flestir ættu að vita verður Eurovisionkeppnin í ár haldin í Ísrael. Í dag eru einmitt 40 ár síðan Ísraelar héldu fyrst Eurovisionkeppnina og var það í fyrsta skipti sem keppnin var haldin utan Evrópu. Hún var haldin í Binyanei Ha´ouma í Jerúsalem 31. mars 1979 og er síðasta keppnin sem haldin hefur verið […]
Í dag er merkisdagur. Það er liðin hálf öld síðan eina Eurovisionkeppnin var haldin sem gaf af sér fleiri en einn sigurvegara. Keppnin var haldin í Teatro Real á Madrid á Spáni 29. mars 1969. Kynnir keppninnar var Laurita Valenzuela og hún byrjaði eins og algengt var þá á að ávarpa gesti á ýmsum evrópskum […]
Þann 2. mars síðastliðinn, sama dag og við Íslendingar völdum okkar framlag í Eurovision, fór fram keppnin O melodie pentru Europa 2019 í Chișinău höfuðborg Moldóvu. Sigurvegarinn var Anna Odobescu með lagið Stay. Lagið var valið með jafn miklu vægi símakosningar og dómnefndar. Hér er um að ræða nokkuð hefðbundna ástarkraftballöðu. Lagið er eftir Georgious […]
Norður-Makedónska ríkissjónvarpið hefur valið Tamöru Todevska til að flytja lagið Proud í Eurovision í Tel Aviv. Tamara er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist, hefur komið fram á sviði frá 6 ára aldri og á að baki marga hittara og tvær sólóplötur. Hún kemur úr sannkallaðri tónlistarfjölskyldu; móðir hennar er óperusöngkona við makedónsku óperuna, faðirinn […]