Næst ætlum við að fjalla um framlag Íra í ár. Írar eru eins og flestir eflaust vita sigursælasta Eurovisionþjóðin með sjö sigra frá fyrstu þátttöku árið 1965, þar af komu fjórir á fimm árum á tíunda áratugnum. Það verður seint toppað. Hins vegar hefur gengið ekki verið eins gott á nýrri öld og hafa Írar […]

Read More »

Fulltrúi Belga í ár, Eliot Vassamillet, var innbyrðis valinn af ríkissjónvarpsstöðinni RTBF (þjónar frönskumælandi hluta Belgíu). Eliot þessi er 18 ára gamall og vakti athygli fyrir þátttöku sína í The Voice Belgique í fyrra. Lagið Wake Up er eftir Pierre Dumoulin og flytjandann. Pierre þessi er ekki ókunnur Eurovision en hann var einn lagahöfunda City Lights […]

Read More »

Eurovision aðdáendur fagna alltaf listamönnum sem snúa aftur í Eurovision og San Marínó búar hafa fattað það. Á hverju ári er spennandi að sjá hvort að Valentina Monetta (2012, 2013, 2014 og 2017) verði valinn fulltrúi San Marínó. Í vetur tilkynnti ríkissjónvarp San Marínó að hin stórskemmtilega en jafnframt einkennilega forkeppni 1in360 yrði ekki haldin aftur […]

Read More »

Litla, sæta Malta er á nákvæmlega sama báti og við Íslendingar. Pínulítið eyríki einhversstaðar út í rassgati sem ÞRÁIR að vinna Eurovision og ELSKAR keppnina út yfir endimörk alheimsins. Hjá þeim er reyndar aðeins betra veður, þeir mega eiga það. En líkt og hjá okkur hefur sigurinn látið bíða eftir sér hjá Möltu. Þeir hafa […]

Read More »

Eftir viðburðaríka undankeppni eins og Litháum er einum lagið stóð Jurijus að lokum uppi sem sigurvegari með lagið Run with the lions. Textinn á að hvetja karlmenn til að vera opnari tilfinningalega, brjótast út úr búri niðurbældra tilfinninga og tjá ást sína. Mörgum aðdáendum var brugðið við sigur Jurijus enda áttu þeir von á afgerandi […]

Read More »

Kákasusþjóðin Aserbaídsjan er rétt svo að slíta barnsskónum í keppninni en þeir eru nú með í 12. skipti eftir mjög svo eftirminnilega byrjun í Belgrad árið 2008, þegar félagarnir Elnur og Samir fluttu/öskruðu/vældu lagið Day After Day og enduðu öllum að óvörum í 8. sæti! Aserum hefur yfirhöfuð gengið mjög vel í keppninni og státa […]

Read More »

Pólverjar ákváðu í ár að breyta til og velja lagið sitt í Eurovision í innbyrðisvali og sleppa forkeppninni sem hefur verið haldin undanfarin ár (því miður því pólska forkeppnin síðustu ár hefur verið alveg hreint fínasta skemmtun). Pólska sjónvarpið auglýsti eftir lögum í byrjun árs til þátttöku í Eurovision. Úr innsendu lögunum valdi dómnefndin lagið Pali się […]

Read More »

Árið 2017 vann Joci Pápai ungversku undankeppnina A Dal með hinu tilfinningaríka lagi Origo sem fjallaði um það hvernig það væri fyrir mann af Róma ætt að verða ástfanginn af hvítri konu. Lagið heillaði áhorfendur á sviðinu í Kænugarði og svo fór að Joci varð fyrstur manna af Rómafólki að komast í úrslit Eurovision. Þetta […]

Read More »

Eftir alveg hreint dásamlega keppni í Lissabon seinasta vor þurftu gestgjafarnir að bíta í það súra epli að enda í seinasta sæti á heimavelli þegar að þær Claudia Pasqoal og Isaura hlutu ekki náð fyrir augum Evrópu og Ástralíu. Ókurteisi á alþjóðavettvangi! En Portúgalar eru einstaklega afslöppuð þjóð og voru nú sossum ekkert að kippa […]

Read More »

Svisslendingum er greinilega margt til lista lagt. Þeir eru ekki bara eldklárir bankamenn (öhömm) með sjóðandi heitt og saðsamt fondue – heldur líka svona glæsilegan suðrænan sjarmör sem verður fulltrúi Sviss í Tel Aviv í vor. Luca Hänni heitir söngvarinn og er 24 ára gamall. Hann kemur úr músíkalskri fjölskyldu og spilar á fjölda hljóðfæra, trommur, […]

Read More »

Ó já! Þið heyrðuð rétt, Sergey Lazarev er mættur aftur á svæðið með sannkölluðu draumateymi með sér. Í febrúar sl. tilkynnti rússneska sjónvarpið að Sergey myndi snúa aftur í Eurovision sem fulltrúi heimalandsins Rússlands til að flytja lag eftir Philip Kirkorov, Dimitris Kontopoulos og Sharon Vaughn. Veðbankarnir hreinlega trylltust enda er Sergey mikils metinn í […]

Read More »

Armenar hafa jöfnum höndum valið keppendur sína innbyrðis sem og í gegnum forval sitt Depi Evratesil. Í fyrra sigraði vöðvabúntið Sevak Khanagyan þá keppni en komst svo ekki upp úr forkeppninni í Lissabon með kraftballöðuna sína Qami sem sungin var á því gullfallega tungumáli sem armenska er. Í ár ákvað AMPTV að velja innbyrðis og […]

Read More »