This is Reykjavík Calling – Stig FÁSES í OGAE Big Poll 2019


Á hverju ári framkvæma stærstu regnhlífarsamtök Eurovisionklúbba í heiminum, OGAE International, risastóra könnun sem nefnist OGAE Big Poll þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni. Í morgun voru stig FÁSES í OGAE Big Poll 2019 birt:

  1. Ítalía með 457 stig
  2. Holland með 425 stig
  3. Sviss með 338 stig
  4. Kýpur með 304 stig
  5. Svíþjóð með 288 stig
  6. Noregur með 253 stig
  7. Spánn með 213 stig
  8. Grikkland með 213 stig
  9. Rússland með 191 stig
  10. San Marínó með 185 stig.

Spánn og Grikkland fengu jafnmörg stig, en Spánverjar fengu stig frá 38 meðlimum og Grikkir fengu stig frá 37 meðlimum svo Spánverjar eru sæti ofar en Grikkir í niðurstöðunum eins og reglur Eurovision gera ráð fyrir. Næstir inn á listann voru Aserar (11. sæti), Ungverjar (12. sæti) og Danir (13. sæti). Meðlimir FÁSES fengu sent spurningaform á tölvupósti þar sem þeir gátu sent inn sín atkvæði. Að sjálfsögðu máttu meðlimir ekki kjósa Ísland en annars fengu öll önnur lög sem keppa í Eurovision í ár stig frá meðlimum FÁSES.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í OGAE Big Poll á heimasíðu OGAE International og Eurovision fréttaveitan ESC Today birtir stig aðildarklúbbanna á hverjum degi í samráði við OGAE International. Í dag hafa Albanir, Armenar, Frakkar, Danir og Íslendingar kynnt sín stig og er Ísland í 9. sæti með samtals 9 stig, 5 stig frá Frökkum og 4 stig frá Dönum. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna eins og hún er í dag þann 7. apríl 2019:

Staðan 7. apríl 2019 þegar Albanir, Armenar, Frakkar, Danir og Íslendingar hafa kosið.