Það var sko aldeilis mikið í gangi laugardaginn 20. febrúar, því þá fóru fram þrjár úrslitakeppnir og tvær undanúrslitakeppnir í Evrópu. Norðmenn, Spánverjar og Finnar völdu sín framlög til Eurovision og nú ætlum við aðeins að renna yfir hina epísku forkeppni Uuden Musiiki Kilpailu eða UMK hjá frændum okkar Finnum.
Flokkur: Undankeppnir
Á morgun fara fram úrslit í norsku forkeppninni MGP. FÁSES verður með samáhorf á Zoom en útsendingin hefst klukkan 19 á íslenskum tíma. Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum. FÁSES-liðinn og stjörnuþýðandinn Oddur J. Jónasson, tók saman pistil um úrslitin í norsku forkeppnina MGP fyrir samstarfsfólk sitt. Hann veitti fases.is góðfúslegt leyfi til að birta greinina […]
Dobra večer! Áfram rennur júróvertíðin og að þessu sinni bárust straumarnir til Króatíu, nánar tiltekið til borgarinnar Opatija, þar sem úrslitakeppnin Dora 2021 fór fram seinasta laugardag. Og að sjálfsögðu fylgdi smá balkneskt drama með í kaupbæti. En ekki hvað…
Þá er leiðinda gámabruninn sem árið 2020 var, á enda. Við ætlum ekki einu sinni að tala um hversu mikið ógeð það ár var og segjum því eins og þau í Áramótaskaupinu: “2020 má fokka sér!” Nú er komið nýtt ár og búið að fullvissa lýðinn um að Eurovision 2021 fari fram í Rotterdam í […]
Portúgalir ætluðu að sjálfsögðu að vera með í Eurovision árið 2020 og héldu sína hefðbundnu söngvakeppni Festival da Canção. Tvær forkeppnir fóru fram þann 22. og 29. febrúar síðastliðinn. Forkeppnirnar fóru fram í Lissabon en úrslitin í smábænum Elvas sem er ekki langt frá landamærum Spánar. Sextán lög kepptu í Festival da Canção í ár, […]
Þau okkar sem ferðuðumst til Ísrael fyrir Eurovision 2019 vitum að Ísraelsmenn eru ekkert mikið fyrir að gera lítið úr hlutunum. Það kemur því ekkert sérlega á óvart að þeir hafi skipulagt eina keppni til að finna Eurovision flytjanda fyrir keppnina í ár og aðra keppni til að finna rétta lagið fyrir téðan flytjanda en […]
Á hlaupársdag völdu Eistar framlag sitt til Eurovision 2020, sama kvöld og við völdum Daða okkar í sama verkefni. Eistar hafa í 12 ár haldið söngvakeppnina Eesti Laul og hafa verið með í Eurovision síðan árið 1994. Lagið í ár átti að vera þeirra 26. framlag í Eurovision. Árið 2001 unnu Eistar nokkuð óvæntan sigur […]
Það þýðir ekkert að leggja árar í bát þó Eurovision 2020 hafi verið blásin af EBU með tilkynningu í liðinni viku. Nú er ljóst að EBU mun heiðra þau lög sem valin höfðu verið til þátttöku í Rotterdam í maí með einhvers konar dagskrárgerð. Því þýðir ekkert annað en fyrir ritstjórn FÁSES að halda áfram […]
Áfram höldum við að fara yfir framlögin í Eurovision 2020, hvernig sem hlutirnir fara, og nú er komið að mekka Balkanballöðunnar, Serbíu. Serbar slógu met Úkraínu yfir sigra í Eurovision í sem fæstum tilraunum, en þeir komu, sáu og sigruðu sælla minninga árið 2007, þegar þeir tóku þátt í fyrsta skipti sem sjálfstæð þjóð. Marija […]
Slóvenar hafa verið með í Eurovision síðan 1993, rétt eins og nágrannalöndin Bosnía og Króatía. Þeim hefur svo sem ekki gengið neitt áberandi vel og hafa hæst komist í 7. sætið. Þangað komust þeir bæði árið 1995 þegar Darja Svajger flutti lagið “Prisluhni Me” í Dublin og svo aftur árið 2001, en það var söngkonan […]
Rúmenía hefur boðið okkur upp á ýmiskonar samansull í gegnum tíðina, bæði rosa gott og eins æðislega slæmt, en alltaf eftirminnilegt. Hver man ekki eftir teknósnúðinum Mihai Traistariu og “Tornero”? Nú, eða vampírupabbanum Cezar, sem mætti með túrtappana sína á sviðið? Og ekki má gleyma sómaparinu Ovi og Paulu, sem áttu eitt svakalegasta þriðja sæti […]
Hin heittelskaða finnska undankeppni UMK eða Uuden Musikiin Kilpailu, var endurvakin í ár, eftir að hafa legið í nettum dvala síðan 2017 og gladdi það ótalmarga aðdáendur, enda hefur UMK verið ein skemmtilegasta forkeppnin hin síðari ár og gefið okkur óendanlega marga gullmola í gegnum tíðina. Finnar, líkt og við Íslendingar eru taldir til Norðurlandaþjóðanna, […]