Dora, undankeppni Króata fyrir Eurovision, var haldinn í Opatija í gærkveldi. Undankeppni Króata hefur eitthvað legið í dvala síðustu ár og var þetta í fyrsta sinn í átta ár sem keppnin er haldin. Alls kepptu 16 lög um miðann til Tel Aviv í maí og fór valið fram með aðstoð símakosningar, sem gilti 50% og héraðsdómnefnda […]
Flokkur: Eurovision
Supernova, forkeppni Letta var siglt í höfn á laugardaginn og var það indie popp dúóið Carousel sem stóð uppi sem sigurvegari með lagið “That Night”. Fyrirkomulag keppninnar var með svipuðu sniði og víðast hvar annars staðar. Úrslitin réðust með helmingi símakosningar á móti dómnefnd og eftir æsispennandi keppni milli Carousel og júrósnúðsins Markus Rivas, sem […]
Montevizija, forkeppni Svartfjallalands er lokið og var það sönghópurinn D-Moll sem bar sigur úr býtum, eftir æsispennandi síma og dómnefndakosningu og mun flytja ballöðuna “Heaven” á stóra sviðinu í Tel Aviv. Svartfellingar blésu til sérdeilis flottrar keppni í ár og voru m.a með alþjóðlega dómnefnd sem samanstóð af fyrrum keppendum sem allir kannast við, en […]
Það var líf og fjör í Ástralíu á laugardaginn þegar Ástralar héldu sína fyrstu forkeppni fyrir Eurovision. Það var mikið lagt í keppnina enda mikill áhugi á Eurovision þar í landi. Það voru þau Myf Warhurst og Joel Creasey sem fóru á kostum sem kynnar og áttu marga góða spretti í gegnum keppnina. Það er morgunljóst að Ástralar […]
Föstudagskvödið 8. febrúar völdu Bretar 61. framlag sitt í Eurovision. Forkeppnin Eurovision: You Decide fór fram í Dock10 myndverinu í Salford á Stór-Manchester svæðinu. Það var Michael Rice með útgáfu sína af laginu Bigger Than Us sem fór með sigur úr býtum og verður fulltrúi Breta í Eurovision í Tel Aviv. Eins og Þóranna Hrönn fór yfir í […]
Það var mikið um dýrðir í Sanremoborg í gærkvöldi þegar að Sanremo keppnin fór fram með pompi og prakt, en þetta er í 69nda skipti sem þessi fyrirmynd Eurovision er haldin. Keppnin var hörð í ár, eins og áður og m.a mátti sjá félagana í Il Volo bítast um sigurinn, og héldu margir að þeir […]
Það hafa margir velt fyrir sér af hverju Ástralía er með í Eurovision. Á 60 ára afmæli Eurovision var þeim boðið að taka þátt þar sem Ástralía elskar Eurovision. Þeir komu inn með látum og sýndu mikinn metnað sem var til þess að EBU ákvað að leyfa þeim að taka þátt árlega myndu þeir kjósa […]
You Decide, hin stórskemmtilega forkeppni Breta fyrir Eurovision, verður haldin hinn 8. febrúar nk. Á árum áður fór BBC þá leið að biðja áhorfendur um að senda þeim póstkort með nafni lags eða þeim flytjanda sem þeir kysu að færu áfram fyrir hönd Breta. En síðustu ár hefur (sem betur fer) símakosning og/eða netkosning ráðið […]
Þá er loksins komið að því kæru Söngvakeppnisaðdáendur – þetta er byrjað að rúlla! Í kvöld var sýndur kynningarþáttur á RÚV um keppendur og framlögin í Söngvakeppninni 2019. Í vikunni fengum við að sjá sýnishorn af sviðinu sem verður notað og einnig var tilkynnt að Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verði kynnar í ár ásamt […]
Klukkan 20 á íslenskum tíma (21:00 CET) hefjast úrslit Söngvakeppninnar Destination Eurovision í Frakklandi í beinni útsendingu á Facebook og á France 2. Það ríkir mikil eftirvænting í aðdáendasamfélagi Eurovision – enda hafa Frakkar sýnt mikinn metnað eftir að þeir hættu með innbyrðisval og hófu að halda keppnina Destination Eurovision. Síðastliðin tvö laugardagskvöld voru haldin undanúrslit með níu lögum hvort […]
Hvað haldiði. Það er bara dottin á önnur júróvertíð eftir (að margra mati) langa bið. Forkeppnirnar eru á blússandi siglingu víðs vegar um Evrópu og á næstu 6-8 vikum munu framlög þjóðanna hrúgast inn hvert á eftir öðru. En við erum nú þegar komin með tvö af þeim 43 lögum sem munu bítast um sigurinn […]
Árlega stendur OGAE International, regnhlífasamtök Eurovision aðdáenda, fyrir Second Chance keppninni. Second Chance keppnin er haldin til að gefa þeim listamönnum sem tóku þátt í valferlinu fyrir Eurovision annað tækifæri til að heilla aðdáendur um allan heim. Hver aðildarklúbbur OGAE getur tilnefnd eitt lag til að senda inn í keppnina. Þann 29. ágúst n.k. stendur FÁSES fyrir […]