Ástralskt hanastél fram undan!


Það hafa margir velt fyrir sér af hverju Ástralía er með í Eurovision. Á 60 ára afmæli Eurovision var þeim boðið að taka þátt þar sem Ástralía elskar Eurovision. Þeir komu inn með látum og sýndu mikinn metnað sem var til þess að EBU ákvað að leyfa þeim að taka þátt árlega myndu þeir kjósa það. Síðan þá hafa þeir alltaf komist í úrslit og voru nálægt því að vinna í Stokkhólmi 2016 með henni Dami okkar. Í ár ætla þeir í fyrsta sinn að vera með forkeppni þar sem 50% áströlsk dómnefnd á móti 50% símakosningu mun ákveða úrslitin. Þar er sko sannarlega kokteill á ferð, 10 lög allt frá óperu poppi, dragdrottning á sviði, pönk og ekki gleyma heimsfrægum tónlistarmönnum sem freista þess að verða fulltrúar síns heimalands. Það eru einnig keppendur að stiga í fyrsta sinn á svona stórt svið þannig að það verður gaman að sjá hvað Ástralir fíla þann 9. febrúar. Keppnin hefst 09:30 að íslenskum tíma og er gaman að segja frá því að keppnin er á mismunandi tímum í Ástralíu vegna þess hversu mörg tímabelti eru. Hægt verður að horfa á keppnina í gegnum ástralska sjónvarpið.

Sheppard með lagið On My Way er Indie popp hljómsveit frá Brisbane sem varð heimsfræg með laginu Geronimo. Þeir komu meðal annars fram í þáttum eins og The Ellen DeGeneres Show and The Tonight Show with Jimmy Fallon.

Electric Fields flytur lagið 2000 and Whatever og er hljómsveit Zaachariaha Fielding og Michael Ross. Zaachariaha syngur mjög oft á sínu móðurtungumáli eða Anangu. Þetta lag hefur vakið mikla athygli og bíða margir eftir því hvernig þetta verður á sviði.

Mark Vincent syngu lagið This Is Not the End en hann er Garðar Thors þeirra Ástrala og vann einnig þriðju seríu af Australia’s Got Talent árið 2009. Hann hefur gefið út 8 plötur og er greinilega mikill reynslubolti hér á ferð. Hann semur lagið ásamt Isabella Kearney-Nurse og Roberto De Sa.

Cortney Act með lagið Fight For Love er kannski sá keppandi sem ég er hvað spenntastur að sjá. Cortney Act vann fyrsta Australian Idol 2003 en er sennilega mest þekkt fyrir þátttöku sína í Dragkeppninni  RuPaul’s Drag Race season 6 þar sem hún fór á kostum með hæfileikum sínum. Eftir það hefur hún komið fram út um allar trissur og vann meðal annars Celibrity Big Brother í Bretlandi 2018. Fight for Love er samið af þeim Danny Shah, Felicity Birt, Courtney Act og Sky Adams.

Leea Nanos með lagið Set Me Free er aðeins 16 ára gömul en hefur þó verið í tónlistarsenunni í nokkur ár. Hún hefur meðal annars komið fram á The Olivia Newton John Wellness Walk and Research Run. Lagið hennar er samið af henni sjálfri og Frank Dixon.

Kate Miller-Heidke er með lagið Zero Gravity og er 37 ára gömul söngkona og leikari frá Brisbane. Hún á að baki nokkrar plötur og má heyra í þessu lagi að hún er með klassískan bakgrunn og verður spennandi að sjá hvort Ástralir falli fyrir óperu poppi.

Alfie Arcuri er með lagið To Myself en hún vann fimmtu útgáfuna af The Voice Australia 2016. Hann semur lagið sjálfur ásamt Audius Mtawarira og Séb Mont.

Ella Hooper syngur Data Dust en var hún söngkona í rokkbandi sem hét Killing Heidi en starfar nú sem útvarpsþáttakona á 2DayFM.

Tania Doko er flytjandi Piece of Me og er mest þekkt fyrir að vera annar helmingur hljómsveitarinnar Bachelor Girl sem var með smellinn Buses and Trains árið 1998. Lagið fór á topp fjögur lista ARIA Singles Chart og varð mjög ofarlega eða númer 6 á vinsældarlista Nýja Sjálands.

AYDAN syngur lagið Dust en hann tók þátt í sjöundu útgáfu The Voice Australia 2017 og endaði þar fjórði. Hann semur lagið ásamt Cam Bluff og Dylan Joel.

Hvað gerist ef Ástralía finnur réttu uppskriftina og velur lag sem fer alla leið? Þið þurfið ekki að óttast að horfa á Eurovision um nóttu sökum tímamismunar. Samkvæmt reglum Eurovision verður keppnin alltaf að byrja klukkan 19:00 að íslenskum tíma og ef Ástralía vinnur þá yrði keppnin aldrei haldin þar, heldur myndi ástralska sjónvarpið vinna með öðru landi í Evrópu og keppnin yrði haldin þar. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður allt saman á sviði en samkvæmt veðbönkum þá verður þetta hörð samkeppni milli Electric Fields og Sheppard.