Gróan heilsar frá rigningarsuddanum í Liverpool en það gerir ekkert til – það er eingöngu sól í hjörtu allra Eurovisionfara! Og maður minn stemningin í Liverpool er að ná hæstu hæðum, allt er skreytt í gulu og bláu og Eurovision merkingar ÚT UM ALLT svo ekki fer fram hjá neinum að hann er staddur í […]
Flokkur: Eurovision
Good evening og Доброго вечора! Þá er elskuleg Gróan ykkar loksins mætt til Liverpool eftir alveg skelfilegt ferðalag. Blessaðir Bretarnir eru ekkert að grínast með þetta Brexit-dæmi, því Gróan lenti bara í sjö gráðu yfirheyrslu á John Lennon flugvelli vegna þess að fyrir um þremur árum varð henni það á að þiggja rausnarlegt heimboð í kampavíns […]
@eurovision Diljá’s holds all the POWER of this stage 🇮🇸 #Eurovision2023 #Eurovision @Diljá Pétursdóttir ♬ original sound – Eurovision
Diljá Pétursdóttir lauk fyrstu æfingu sinni á stóra sviðinu í Liverpool í morgun. Hér gefur að líta myndir frá EBU frá fyrstu æfingunni.
Í dag er þriðji dagur æfinga fyrir Eurovision 2023 í Liverpool. Æfingar byrjuðu sl. sunnudag með því að flytjendur fyrri undankeppninnar, 9. maí, stigu á sviðið fyrir sína fyrstu tækniæfingu. Í dag er komið að okkar konu Diljá að fá tilfinningu fyrir sviðinu og passa upp á að hljóð, myndskot og hreyfingar séu í lagi […]
„Ó, hjarta” syngur hin portúgalska Marisa Mena, sem kallar sig Mimicat. Hún vann portúgölsku undankeppnina Festival da Canção, sem var haldin í 57. skipti á árinu. Portúgalska sjónvarpsstöðin RTP bauð 15 lagahöfundum að taka þátt í keppninni og fimm voru valdir úr 667 lögum sem voru send inn þar að auki. Meðal þeirra lagahöfunda sem […]
Eurovisionkeppnin árið 1983 var haldin í Rudi-Sedlmayer-Halle í München þann 23. apríl eða fyrir nákvæmlega 40 árum síðan í dag. Kynnir var Marlene Charell. Tuttugu lönd tóku þátt. Tyrkir fengu núll stig í fyrsta sinn þegar Çetin Alp flutti lagið Opera. Þessi keppni varð afar vinsæl og áhorf mikið. Það var til dæmis talið að […]
“Biti zdrava, biti zdrava” sungu Eurovision aðdáendur í fyrra og klöppuðu saman lófunum við hið mjög svo vinsæla In corpore sano, framlag Serbíu 2022 í flutningi Konströktu. Konstrakta kom, sá og sigraði í serbnesku undankeppninni Pesma za Evroviziju í fyrra. Lagið lenti í 5. sæti í lokakeppni Eurovision og setti met í stigafjölda fyrir Serbíu. […]
Hið ó svo hlutlausa örríki Sviss hefur þann heiður að vera eitt af upprunalegu keppnislöndunum í Eurovision en þeir héldu allra fyrstu keppnina árið 1956 og unnu hana í leiðinni. Næst unnu þeir svo árið 1988 þegar Celine Dion rétt marði sigur í Dublin og hlaut ekki bara verðlaunagripinn eftirsótta heldur netta heimsfrægð í leiðinni. […]
FÁSES-liðar, sem og allir og amma þeirra í Evrópu og Ástralíu eru í óða önn að pakka niður fyrir ferðina til Liverpool og ekki úr vegi að taka smá pásu frá því að flokka sokka og kíkja á hvað Kákasuskrúttin í Georgíu ætla að bjóða okkur upp á í ár, en það verður söngkonan Iru […]
Að vanda erum við búin að uppfæra Eurovision vínpott FÁSES sem er fyrir löngu orðin klassík hjá vinahópum og vinnustöðum til að auka á Eurovision spennuna! Þátttakendur í vínpottinum eru á einu máli að spennan sé óbærileg og að aðeins keppendurnir í Eurovision geti skilið spennuna sem fylgir því að taka þátt í pottinum! Fyrst […]
Gríska sjónvarpið valdi hinn 16 ára grísk-danska Victor Vernicos til að taka þátt i Eurovision og er hann yngsti keppandi sem tekið hefur þátt fyrir Grikkland. Frá lok ágúst fram í byrjun október á síðasta ári gátu listamenn með plötusamning sent inn lög til gríska sjónvarpsins til að koma til greina sem framlag Grikklands í […]