Fyrsta æfing Diljár í Liverpool


Í dag er þriðji dagur æfinga fyrir Eurovision 2023 í Liverpool. Æfingar byrjuðu sl. sunnudag með því að flytjendur fyrri undankeppninnar, 9. maí, stigu á sviðið fyrir sína fyrstu tækniæfingu. Í dag er komið að okkar konu Diljá að fá tilfinningu fyrir sviðinu og passa upp á að hljóð, myndskot og hreyfingar séu í lagi fyrir stóra daginn 11. maí nk. Við heyrðum í fréttum í gær að Felix Bergsson hefði farið með íslensku sendinefndina strax upp í höll eftir lendingu í Liverpool til að skoðað leikmun og nú erum við orðin verulega spennt að heyra hvernig atriðið verður enda ljóst að breytingar hafa verið gerðar. En Diljá verður ekki ein á sviðinu, bakraddir hennar eru Ásgeir Orri Ásgeirsson, Steinar Baldursson, Kolbrún María Másdóttir og Katla Njáls- og Þórudóttir. Okkur skilst reyndar að Katla sé ekki komin til Liverpool vegna anna í háskólanum en að hún sé væntanleg síðar í vikunni.

Blaðamannahöllin í Liverpool opnar 8. maí nk. svo eini kostur aðdáenda til að fylgjast með fyrstu æfingum landanna er með lestri á live bloggi almannatengsladeildar Eurovision. Þar koma inn lýsingar á atriðum, myndir af æfingum og hlekkur á TikTok myndbrot af veru keppenda í höllinni. Eurovision-teymið stendur sig verulega vel í að miðla upplýsingum til okkar og við erum viss um að þið hafið mörg verið límd við tölvuna eða símann síðustu daga.

Íslensku æfingunni, sem fór fram rétt í þessu, var lýst svona:

“We’re cranking up the tempo now, with the musical equivalent of two Berocca tablets in a glass of water – Iceland’s Diljá singing her empowerment bop Power. You can find out more about Diljá on the link below – she’s a physiotherapy student, so we’ll be calling on for some spinal crunching after three days in the Green Room.

FUN FACT: Diljá has a small, green, crazy parrot (her description, not ours). His name is Max.

This is LOADS of fun – Diljá has huge stage presence and an infectious energy, and the biggest p-p-p-power 💪 she has is in that extraordinary voice. She’s also moves really well, covering the whole stage with high kicks and gymnastic moves – it’s a really compelling combination of vocal and physical strength, that feels like nothing else at Eurovision this year. We also haven’t seen a lot of drum ‘n’ bass at Eurovision over the years, and now we’d like more please. We also LOVE the silver suit – please enjoy the backstage photo.”

Síðar í dag setjum við inn myndir af æfingu Diljá svo fylgist með!