Þegar sólin er lágt á lofti hér á Íslandi fær maður oft skerandi dagsbirtuna í augun og getur þá verið erfitt að aka bíl. Það er aftur ekki það sem hollenska framlagið í ár, Burning Daylight, er um heldur miklu fremur um að átta sig á að þegar dagarnir líða hjá á hamstrahjólinu er oft […]

Read More »

Liebe Österreich. Sem finnur stundum rétta tóninn en spilar þó oftar fyrir daufum eyrum kjósenda í Eurovision og hefur (oft óverðskuldað) hangið hægra megin á stigatöflunni eða bara setið eftir í undanúrslitum. En aldrei gefast þeir upp þótt móti blási, þessar elskur og eru sjaldan óhræddir við að prófa einhverja nýja nálgun í hvert skipti. […]

Read More »

Þá hafa hinir gestgjafar Eurovision neglt lagi í hús, en í seinustu viku kynntu Bretar hina 25 ára gömlu söngkonu Holly Mae Muller, (sem kýs þó að sleppa Holly og er betur þekkt sem einfaldlega Mae Muller) til leiks með lagið „I wrote a song“ og mun hún feta í risastór fótspor Sam Ryder og […]

Read More »

Sextugustu og þriðju útgáfu sænsku Melodifestivalen lauk í Stokkhólmi í gærkvöldi með því sem í augum flestra var bara formsatriði – það er að segja með sigri lagsins Tattoo og krýningu Loreen til ríkjandi drottningar Melló. En sænska þjóðin vill meir. Loreen skal verða drottning Eurovision og jafna stöðu Svía og Íra í keppninni um […]

Read More »

Úrslit Etapa națională 2023, söngvakeppni Moldóvu fyrir Eurovision, fór fram laugardagskvöldið 4. mars síðastliðinn í Chișinău. Áður hafði farið fram forval, en það var laugardagskvöldið 28. janúar. Þrjátíu lög tóku þátt í forvalinu en það voru svo tíu lög sem tóku þátt í lokakeppninni. Úrslit réðust til helminga með netkosningu almennings og fimm manna fagdómnefnd. […]

Read More »

Ritstjórn FÁSES er búin að þurrka stírurnar úr augunum og skola seinastu svitadropana af sér eftir epíska Söngvakeppnishelgi og nú höldum við áfram að fjalla um keppinauta Diljár í Liverpool . Að þessu sinni kíkjum við í heimsókn til hins ægifagra Deutchland en þar skildi goth metal sveitin Lord of the Lost eftir sig glitrandi […]

Read More »

Í viðleitni sinni til að lækka kyndingarkostnað í Liverpool Arena hafa Kýpverjar kallað til týnda soninn Andrew Lambrou, alla leið frá Ástralíu. Mun hann syngja lagið Break a Broken Heart. Sem aðfluttur Kýpverji í Ástralíu er hinn 24 ára Lambrou alinn upp við Eurovision-áhorf með fjölskyldunni og segist hann hafa dreymt um að fá að […]

Read More »

Góðvinir okkar í Ástralíu halda áfram að dýrka og dá Eurovision og eftir að hafa fengið að vera með óslitið frá árinu 2015, mörgum til mikillar gleði, hafa þeir nú bætt níunda framlaginu í sístækkandi lagasafn sitt fyrir Eurovision. Það er rokksveitin Voyager sem ætlar að trylla lýðinn og tæta í Liverpool með lagið “Promise”. […]

Read More »

Bon soir og velkomin til Frakklands þar sem okkar bíður sannkölluð diskódíva, því hún La Zarra ætlar að flytja okkur slagarann „Évidemment“ eða „Augljóslega“ eins það útleggst á vorri tungu. Og augljóslega verður þetta eitthvað! Frakkar ákváðu að slaufa forkeppninni C´est vous que décidez í ár, eftir fremur slakt gengi í fyrra, þegar bretónska teknósveitin […]

Read More »

Úrslit í söngvakeppni Litháa fyrir Eurovision, Pabandom iš naujo! Eða „Reynum aftur!“ fór fram á laugardaginn. Undankeppnir fóru fram tvo síðustu laugardagana í janúar þar sem 15 lög kepptu hvort kvöld og tíu komust áfram. Lögin sem höfðu komist áfram kepptu næstu tvo laugardaga í febrúar, tíu hvort kvöld, og komust fimm lög áfram í […]

Read More »

Obbosí. Nú þarf ritstjórn FÁSES að girða sig í brók, því hér kemur loksins pistillinn um framlag írskra frænda okkar … nokkuð á eftir áætlun. Við biðjumst velvirðingar á töfunum og vindum okkur að efninu. Forval Íra, Eurosong 2023, var að vanda smellt inn í þáttinn The Late Late Show þann 3. febrúar síðastliðinn og […]

Read More »

Króatar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1993 og gekk ansi vel fyrstu árin, lentu í 4. sæti árið 1996 og 1999 þá með hið stórkostlega lag Marija Magdalena og voru yfirleitt meðal efstu 10 þjóða þennan fyrsta áratug. Þau gullaldarár eru þó að baki og hefur Króatía ekki komist í úrslit síðan […]

Read More »