Í dag er þriðji dagur æfinga fyrir Eurovision 2023 í Liverpool. Æfingar byrjuðu sl. sunnudag með því að flytjendur fyrri undankeppninnar, 9. maí, stigu á sviðið fyrir sína fyrstu tækniæfingu. Í dag er komið að okkar konu Diljá að fá tilfinningu fyrir sviðinu og passa upp á að hljóð, myndskot og hreyfingar séu í lagi […]

Read More »

„Ó, hjarta” syngur hin portúgalska Marisa Mena, sem kallar sig Mimicat. Hún vann portúgölsku undankeppnina Festival da Canção, sem var haldin í 57. skipti á árinu. Portúgalska sjónvarpsstöðin RTP bauð 15 lagahöfundum að taka þátt í keppninni og fimm voru valdir úr 667 lögum sem voru send inn þar að auki. Meðal þeirra lagahöfunda sem […]

Read More »

“Biti zdrava, biti zdrava” sungu Eurovision aðdáendur í fyrra og klöppuðu saman lófunum við hið mjög svo vinsæla In corpore sano, framlag Serbíu 2022 í flutningi Konströktu. Konstrakta kom, sá og sigraði í serbnesku undankeppninni Pesma za Evroviziju í fyrra. Lagið lenti í 5. sæti í lokakeppni Eurovision og setti met í stigafjölda fyrir Serbíu. […]

Read More »

Hið ó svo hlutlausa örríki Sviss hefur þann heiður að vera eitt af upprunalegu keppnislöndunum í Eurovision en þeir héldu allra fyrstu keppnina árið 1956 og unnu hana í leiðinni. Næst unnu þeir svo árið 1988 þegar Celine Dion rétt marði sigur í Dublin og hlaut ekki bara verðlaunagripinn eftirsótta heldur netta heimsfrægð í leiðinni. […]

Read More »

FÁSES-liðar, sem og allir og amma þeirra í Evrópu og Ástralíu eru í óða önn að pakka niður fyrir ferðina til Liverpool og ekki úr vegi að taka smá pásu frá því að flokka sokka og kíkja á hvað Kákasuskrúttin í Georgíu ætla að bjóða okkur upp á í ár, en það verður söngkonan Iru […]

Read More »

Að vanda erum við búin að uppfæra Eurovision vínpott FÁSES sem er fyrir löngu orðin klassík hjá vinahópum og vinnustöðum til að auka á Eurovision spennuna! Þátttakendur í vínpottinum eru á einu máli að spennan sé óbærileg og að aðeins keppendurnir í Eurovision geti skilið spennuna sem fylgir því að taka þátt í pottinum! Fyrst […]

Read More »

Gríska sjónvarpið valdi hinn 16 ára grísk-danska Victor Vernicos til að taka þátt i Eurovision og er hann yngsti keppandi sem tekið hefur þátt fyrir Grikkland. Frá lok ágúst fram í byrjun október á síðasta ári gátu listamenn með plötusamning sent inn lög til gríska sjónvarpsins til að koma til greina sem framlag Grikklands í […]

Read More »

Eftir að hafa mistekist að komast í úrslit í Eurovision í fyrra hafa Ísraelar dregið fram stóru byssurnar og senda eina af sínum allra skærustu stjörnum, Noa Kirel, með lagið Unicorn. Noa er 21 árs gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar átt glæstan feril. Hún var einungis 14 ára gömul þegar hún sló […]

Read More »

Finnar buðu upp á eina skemmtilegustu undankeppni þessa Eurovision árs, ef ekki sögunnar. Sjö lög kepptu til úrslita í Uuden Musiiki Kilpailu og varla hægt að segja annað en öll þeirra hefðu sómað sér vel á stóra sviðinu í Liverpool. Það var hins vegar rapparinn og söngvarinn Käärijä sem stóð uppi sem sigurvegari með lag sitt „Cha Cha Cha“. Verður […]

Read More »

Aserbaídsjan er búið að velja sitt framlag fyrir Eurovision árið 2023! Tvíburabræðurnir Tural og Turan Baghmanov, eða öllu heldur: TuralTuranX fara til Liverpool með lagið sitt Tell me more. Engin forkeppni var haldin í Aserbaídsjan í ár og voru því bræðurnir valdir sérstaklega af ITV. Fimm flytjendur voru á lista og voru það: Emrah Musayev & […]

Read More »

Þann 1. febrúar síðastliðinn var tilkynnt að söngkonan Brunette myndi flytja lag Armeníu í Eurovision í ár. Það var semsagt ekkert verið að splæsa í neina keppni. Þann 15. mars síðastliðinn var lagið svo opinberað. Það heitir Future Lover og er eftir Brunette sjálfa, en hún heitir réttu nafni Elen Yeremyan. Brunette er fædd í […]

Read More »