Í viðleitni sinni til að lækka kyndingarkostnað í Liverpool Arena hafa Kýpverjar kallað til týnda soninn Andrew Lambrou, alla leið frá Ástralíu. Mun hann syngja lagið Break a Broken Heart. Sem aðfluttur Kýpverji í Ástralíu er hinn 24 ára Lambrou alinn upp við Eurovision-áhorf með fjölskyldunni og segist hann hafa dreymt um að fá að […]
Flokkur: Eurovision
Pólverjar byrjuðu þátttöku sína í Eurovision með látum árið 1994 með lagi Edytu Górniak To Nie Ja! og lentu nokkuð örugglega í 2. sæti það ár. Pólland hefur þó ekki staðið undir þessari frábæru byrjun og aðeins tvisvar til viðbótar lent á topp 10, annars vegar Ich Troje 2003 og hins vegar var það hinn […]
Á meðan Bragi, Diljá, Sigga Ózk, Langi Seli og Skuggarnir og Celebs undirbúa sig fyrir úrslit Söngvakeppninnar 4. mars næstkomandi undirbúa FÁSES-liðar sig fyrir eitt mesta partý ársins. Söngvakeppnishelgin er nefnilega ekki nein venjuleg helgi og stendur hörðustu Eurovision aðdáendum til boða að leggja nokkra daga alveg undir júródýrðina. Eurovision karaoke 3. mars FÁSES startar […]
Góðvinir okkar í Ástralíu halda áfram að dýrka og dá Eurovision og eftir að hafa fengið að vera með óslitið frá árinu 2015, mörgum til mikillar gleði, hafa þeir nú bætt níunda framlaginu í sístækkandi lagasafn sitt fyrir Eurovision. Það er rokksveitin Voyager sem ætlar að trylla lýðinn og tæta í Liverpool með lagið “Promise”. […]
Bon soir og velkomin til Frakklands þar sem okkar bíður sannkölluð diskódíva, því hún La Zarra ætlar að flytja okkur slagarann „Évidemment“ eða „Augljóslega“ eins það útleggst á vorri tungu. Og augljóslega verður þetta eitthvað! Frakkar ákváðu að slaufa forkeppninni C´est vous que décidez í ár, eftir fremur slakt gengi í fyrra, þegar bretónska teknósveitin […]
Úrslit í söngvakeppni Litháa fyrir Eurovision, Pabandom iš naujo! Eða „Reynum aftur!“ fór fram á laugardaginn. Undankeppnir fóru fram tvo síðustu laugardagana í janúar þar sem 15 lög kepptu hvort kvöld og tíu komust áfram. Lögin sem höfðu komist áfram kepptu næstu tvo laugardaga í febrúar, tíu hvort kvöld, og komust fimm lög áfram í […]
Obbosí. Nú þarf ritstjórn FÁSES að girða sig í brók, því hér kemur loksins pistillinn um framlag írskra frænda okkar … nokkuð á eftir áætlun. Við biðjumst velvirðingar á töfunum og vindum okkur að efninu. Forval Íra, Eurosong 2023, var að vanda smellt inn í þáttinn The Late Late Show þann 3. febrúar síðastliðinn og […]
Króatar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1993 og gekk ansi vel fyrstu árin, lentu í 4. sæti árið 1996 og 1999 þá með hið stórkostlega lag Marija Magdalena og voru yfirleitt meðal efstu 10 þjóða þennan fyrsta áratug. Þau gullaldarár eru þó að baki og hefur Króatía ekki komist í úrslit síðan […]
Maltverjar voru ein af þeim þjóðum sem völdu lagið sitt fyrir Eurovisionkeppnina 2023 ofur-laugardagskvöldið 11. febrúar síðastliðinn. Meðal FÁSES-Jóninn verður trúlega alla vikuna að jafna sig eftir þennan fjölda úrslitakeppna sama kvöldið. Fjórðungsúrslit Malta Eurovision Song Contest 2023 eða MESC23 höfðu farið fram þrjá föstudaga í janúar þar sem alls 40 lög kepptu. Tuttugu og […]
Síðastliðið laugardagskvöld, þann 11. febrúar, var Melodi Grand Prix haldin í Danmörku, þar sem Danir völdu sinn fulltrúa fyrir Eurovision í ár. Keppnin var haldin í Arena Næstved og voru kynnar kvöldsins þau Tina Muller og Heino Hansen. Það var svo enginn annar en Færeyingurinn og Tiktok stjarnan Reiley sem krýndur var sigurvegari með lagið […]
Lettneska úrslitakeppnin Supernova var haldin um helgina í Riga. Lettar hafa þann heiður að eiga besta árangur í Eurovision þeirra landa sem taka þátt í fyrsta sinn en Lettland endaði í fjórða sæti árið 2000 með hljómsveitinni Brainstorm sem söng My star. Síðan þá hefur gengið misvel og ríkti þurrkatíð hjá þeim 2009-2014 þegar þeir […]
Tere päevast góðir lesendur. Vinir okkar í Eistlandi hafa nú gert upp hug sinn og í gærkvöldi var arftaki Stefan krýndur við hátíðlega athöfn í Tondiraba íshöllinni í Tallinn þar sem 12 atriði kepptu til sigurs í Eesti Laul. Það var söngkonan Alika sem að hrifsaði til sín sigurinn nokkuð örugglega eftir að hafa siglt […]