Þjóðlagapönkbandið Zdob și Zdub mun heiðra okkur Eurovisionaðdáendur með nærveru sinni í þriðja skiptið. Lagið Trenulețul (lestin) var valið úr hópi 29 laga í sérstökum áheyrnaprufum sem haldnar voru í TRM Studio í Chișinău 29. janúar sl. Lagið var valið af sérstakri dómnefnd skipaðri vel völdum moldóvskum Eurovision stjörnum; Geta Burlacu (Eurovision 2008), Vali Boghean, Cristina Scarlat (Eurovision 2014), Victoria […]

Read More »

Það fór svo að Ítalía með Måneskin og lagið „Zitti E Buoni“ vann Eurovision 2021 með alls 524 stigum. Mánaskinið var í fjórða sæti dómnefnda en burstaði símakosningu meðal almennings með stæl. Glæsilegur sigur fyrir eina af stóru fimmunum sem setti sjálfa keppnina á fót. Þetta er þriðji sigur Ítalíu, sá fyrsti að sjálfsögðu 1964 með laginu […]

Read More »

Árið 2019 var þema keppninnar klárlega pólitík í Eurovision. Allir Eurovisionaðdáendur sökktu sér ofan í dæmi úr júrósögunni sem mátti setja pólitískt spurningarmerki við. Flestir þeirra komust síðan að þeirri niðurstöðu að vissulega sé pólitík mikil áhrifavaldur í þessari glyskeppni en það skiptir bara máli hvers konar pólitík. Hatari frá Íslandi veifaði palestínskum fána í […]

Read More »

Glæstar Eurovisionvonir voru bundnar við hina búlgörsku Victoriu í fyrra og söngkonan var í efstu sætum veðbanka, ásamt Íslandi og Litháen, áður en keppninni var aflýst í fyrra. Þá ætlaði að Victoria að flytja framlagið “Tears Getting Sober” og júróaðdáendur voru agalega spenntir að þjóð sem aldrei hefði unnið Eurovision ætti séns (fyrir utan að […]

Read More »

Dansk Melodi Grand Prix var haldin í gær og bitust átta lög um að verða framlag Dana í Rotterdam í ár. Ben & Tan, sem unnu MGP í fyrra með lagið Yes, sögðust ekki ætla að vera með í keppninni í ár. Þau enduðu þó á að senda lag inn í MGP sem síðan var […]

Read More »

Norski engilinn Tix var ekki fyrr búin að vinna Melodi Grand Prix en Kýpverjar tilkynntu Eurovision framlag sitt í ár; El Diablo eða Djöfullinn! Í fyrra völdu Kýpverjar söngvarann Sandro og lagið Running til að keppa í Rotterdam 2020. Sandro greyinu hefur nú verið skipt út fyrir hina grísku Elenu Tsagrinou og í dag var […]

Read More »

Benny Cristo fór með sigur af hólmi í dramatískri undankeppni í Tékklandi fyrir Eurovision í fyrra. Nú hefur tékkneska sjónvarpið valið hann til þátttöku í Rotterdam 2021 og var lagið hans kynnt á dögunum. Benny Cristo eða Ben Cristovao er fæddur í tékknesku borginni Pilsen. Móðir hans er tékknesk en faðir hans er frá Angóla. […]

Read More »

Það verður ekki sagt að Norðmenn hafi lagt lítið á sig til að finna hið eina rétta Eurovisionlag 2021. Eftir sex vikur, fimm undanúrslitaþætti og langan svartapétursþátt var loksins komið að úrslitum Melodi Grand Prix í gær. Poppprinsinn TIX kom, sá og sigraði og ekki eru allir sáttir í Eurovisionlandi. Fyrirkomulag keppninnar í ár var […]

Read More »

Eftir allt of langan aflabrest er júróvisjónloðnan svo sannarlega fundin! Hörðustu aðdáendur gátu á laugardagskvöldið skemmt sér yfir þriðju undankeppni norsku Melodi Grand Prix keppninnar og litháísku undankeppninni þar sem keppt var um hverjir munu tapa fyrir The Roop og diskótekinu þeirra. En það var morgunljóst að öll sátum við á sætisbrúninni yfir úrslitakeppni Frakka […]

Read More »

Út er komið fréttabréf FÁSES 2020. Það er eingöngu rafrænt að þessu sinni en við vonum að umfjöllunin komi ykkur að góðum notum í lok þeirrar viku sem átti að verða Eurovision-vikan mikla í Rotterdam. Eins og venjulega er fréttabréfið stútfullt af efni um framlögin í ár og samantekt um Söngvakeppnina en við bættum einnig […]

Read More »

Eins og hin fyrri ár halda Aserar ekki undankeppni fyrir Eurovision heldur velja lag og flytjanda bak við luktar dyr. Í ár komu fimm keppendur til greina og var það alþjóðleg dómnefnd lagahöfunda, tónlistarframleiðenda, fjölmiðlamanna, sjónvarpsframleiðenda og annarra sérfræðinga sem völdu hina 28 ára gömlu Efendi. Efendi hefur keppt í þó nokkuð mörgum hæfileika- og […]

Read More »