Fulltrúi Belga í ár, Eliot Vassamillet, var innbyrðis valinn af ríkissjónvarpsstöðinni RTBF (þjónar frönskumælandi hluta Belgíu). Eliot þessi er 18 ára gamall og vakti athygli fyrir þátttöku sína í The Voice Belgique í fyrra. Lagið Wake Up er eftir Pierre Dumoulin og flytjandann. Pierre þessi er ekki ókunnur Eurovision en hann var einn lagahöfunda City Lights […]

Read More »

Svisslendingum er greinilega margt til lista lagt. Þeir eru ekki bara eldklárir bankamenn (öhömm) með sjóðandi heitt og saðsamt fondue – heldur líka svona glæsilegan suðrænan sjarmör sem verður fulltrúi Sviss í Tel Aviv í vor. Luca Hänni heitir söngvarinn og er 24 ára gamall. Hann kemur úr músíkalskri fjölskyldu og spilar á fjölda hljóðfæra, trommur, […]

Read More »

Hinn 24 ára gamli Duncan Laurence, söngvari, lagahöfundur og framleiðandi, verður fulltrúi Hollands í Eurovision í vor en hollenska ríkissjónvarpið valdi hann sérstaklega til verksins. Duncan flytur lagið Arcade eftir Joel Sjöö, Wouter Hardy og hann sjálfan. Duncan er nýlega útskrifaður frá rokk akademíunni í Tilburg í Hollandi og er víst ekki mjög þekktur þar […]

Read More »

Eins og dyggir lesendur FÁSES.is vita var EDM snillingurinn Darude (borið fram Darúd) valinn til að fara til Tel Aviv fyrir hönd Finna þetta árið. Um síðustu helgi fór undankeppnin þeirra UMK fram þar sem valið var milli þriggja laga sem framlag Finnlands í Tel Aviv. Ekkert vantaði upp á glæsilega umgjörð UMK eins og síðustu […]

Read More »

Þá eru herlegheitin að baki og ljóst hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision 2019. Það verður ekki annað sagt en að FÁSES hafi hitað rækilega upp fyrir úrslit Söngvakeppninnar 2019 og haldið uppi stuðinu. Föstudaginn 1. mars sl. hélt FÁSES Eurovision karaoke í sal Samtakanna ’78 við Suðurgötu í Reykjavík. Eftir að stjórnarmeðlimir höfðu safnað nýjum […]

Read More »

Sami háttur verður hafður á UMK (Uuden Musiikin Kilpailu = Ný Tónlistarsamkeppni) í Finnlandi í ár og á því síðasta. Valinn hefur verið einn flytjandi, Ville Virtanen betur þekktur sem Darude, sem mun flytja þrjú lög sem valið mun standa um að senda til Tel Aviv. Óbreytt fyrirkomulag á UMK kemur kannski eilítið á óvart […]

Read More »

Nú er loksins komið að þessu – á laugardaginn fáum við að vita hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision 2019! Við í FÁSES erum alveg að farast úr spenningi og vildum endilega minna á stóru Söngvakeppnishelgina hjá FÁSES. Föstudagurinn 1. mars Eurovision karaoke í sal Samtakanna 78 kl. 20. Sjá nánar facebook viðburð. Við erum að […]

Read More »

Dora, undankeppni Króata fyrir Eurovision, var haldinn í Opatija í gærkveldi. Undankeppni Króata hefur eitthvað legið í dvala síðustu ár og var þetta í fyrsta sinn í átta ár sem keppnin er haldin. Alls kepptu 16 lög um miðann til Tel Aviv í maí og fór valið fram með aðstoð símakosningar, sem gilti 50% og héraðsdómnefnda […]

Read More »

Þá er loksins komið að því kæru Söngvakeppnisaðdáendur – þetta er byrjað að rúlla! Í kvöld var sýndur kynningarþáttur á RÚV um keppendur og framlögin í Söngvakeppninni 2019. Í vikunni fengum við að sjá sýnishorn af sviðinu sem verður notað og einnig var tilkynnt að Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verði kynnar í ár ásamt […]

Read More »

Áður en nýja Eurovision árið fer á fullt með tilheyrandi glásglápi á undankeppnir í öðrum löndum er ekki úr vegi að fara yfir félagsstarf FÁSES síðasta haustið. Eftir að hafa lokið síðasta Eurovision ári með PED (post-Eurovision-depression) gleðistund í júní var síðasta smiðshöggið á Eurovision árið 2018 rekið með viðburðinum FÁSES tekur annan sjens! í lok ágúst […]

Read More »

OG ÞAÐ VAR ÍSRAEL SEM VANN EUROVISION 2018! Lagið “Toy” sungið af Nettu vann söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrr í kvöld. Í öðru sæti var Eleni frá Kýpur með lagið “Fuego” og í þriðja sæti var Cesár Sampson frá Austurríki með lagið “Nobody But You”. Keppnin endaði svona: FÁSES liðar höfðu giska á að Frakkland yrði sigurstranglegast með laginu „Mercy“ flutt af Madame Monsieur. […]

Read More »

Júró-Gróa hefur því miður ekki verið nægilega á tánum hér í Lissabon – það er einfaldlega svo gaman að vera túristi hér! Hér kemur þó það sem við höfum sópað upp úr gólfinu hér í blaðamannahöllinni: Norðmenn eru að fara yfir um hér í blaðamannahöllinni í Lissabon því Alexander Rybak hefur verið að hrapa niður veðbankana síðustu […]

Read More »