Júró-Gróa

Júró-Gróa hefur því miður ekki verið nægilega á tánum hér í Lissabon – það er einfaldlega svo gaman að vera túristi hér! Hér kemur þó það sem við höfum sópað upp úr gólfinu hér í blaðamannahöllinni:

Norðmenn eru að fara yfir um hér í blaðamannahöllinni í Lissabon því Alexander Rybak hefur verið að hrapa niður veðbankana síðustu tvo daga. Örvænting er við það að grípa um sig í þeirra hópi þar sem líkur á öðrum sigri Rybak minnka með hverjum klukkutímanum.

Meira af Rybak – því Júró-Gróu er ekkert heilagt – þá er ekki talað um annað en Alexander hafi verið með hann beinstífann allan tímann í undankeppninni síðasta fimmtudag. Obojbojboj.

Ein sagan úr blaðamannahöllinni hermir að hinn spænski Alfred sé ekki eins hrifinn af Amaia eins og þau vilja vera láta í laginu sínu “Tu Canción”. Eiginlega sé hann meira búinn að vera horfa á karlpeninginn hér í Lissabon…

Eleni frá Kýpur er nú efst í veðbönkum fyrir aðalkeppnina í kvöld með lagið sitt “Fuego”. Að margra mati þykir það gott á sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, sem hélt heillanga ræðu eftir sigurinn í fyrra um skyndibitatónlist og “alvöru tónlist” – enda er “Fuego” verksmiðjuframleitt Beyoncé popp!