Það var eins og áður, Rússar létu aldeilis bíða eftir útgáfu Eurovisionframlags þeirra árið 2020 og héngu eins og svo oft í efstu sætum veðbanka án þess að nokkurt lag hefði komið út. Menn búast alltaf við einhverju rosalegu frá Rússlandi og því voru væntingar í hámarki þegar rússneska sjónvarpið tilkynnti í byrjun mars að […]

Read More »

Þau okkar sem ferðuðumst til Ísrael fyrir Eurovision 2019 vitum að Ísraelsmenn eru ekkert mikið fyrir að gera lítið úr hlutunum. Það kemur því ekkert sérlega á óvart að þeir hafi skipulagt eina keppni til að finna Eurovision flytjanda fyrir keppnina í ár og aðra keppni til að finna rétta lagið fyrir téðan flytjanda en […]

Read More »

Í gær var 60. útgáfan af Melodifestivalen haldin í Friends Arena í Stokkhólmi frammi fyrir um það bil 30 þúsund áhorfendum og 3,5 milljónum sjónvarpsáhorfenda. Þetta er svo sannarlega hápunkturinn í sjónvarpsdagskrá Svíanna því þeir eru trylltir í Mellóið sitt – meira að segja meira heldur en í Eurovision! Aðdragandi að þessari úrslitakeppni í gær var […]

Read More »

Senn líður að úrslitum Söngvakeppninnar og spennan að ná hámarki. Það er ljóst að síðustu daga hefur Daði Freyr fengið byr í seglin en um leið vitum við öll að Íva á sína aðdáendur sem hrifust af laginu hennar strax í upphafi. Dimma á síðan óhemjustóran hóp þungarokksfylgjenda. Nýliðana Nínu og Ísold&Helgu ber heldur ekki […]

Read More »

Úkraína tók fyrst þátt í Eurovision 2003 og varð fljótt sigursælt í keppninni. Þetta er ein þeirra þjóða sem alltaf kemst upp úr undankeppninni sinni, hefur sjö sinnum verið í tíu efstu sætunum og unnið heila klabbið tvisvar sinnum. Ruslana sælla minninga árið 2004 og Jamala árið 2016. Eins og flestir muna dró Úkraína sig út […]

Read More »

Það er gaman að velta fyrir sér hvað einkennir Söngvakeppnirnar frá ári til árs. Í 2020 árganginum er til dæmis mikill meirihluta lagahöfunda í keppninni enn gjaldgengur í ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna (sumsé undir 35 ára). Það eru helst Dimma og Jón Ólafsson sem hækka meðalaldurinn. Árið 2020 er ár kvenkyns flytjendanna en þær taka yfir sex […]

Read More »

Þá hafa lög og keppendur Söngvakeppninnar 2020 verið kynnt. Fjölbreytt keppni stendur fyrir dyrum og góð blanda af nýliðum og reyndara fólki úr bransanum. Undankeppnir Söngvakeppninnar verða haldnar 8. og 15. febrúar í Háskólabíó og síðan verður öllu tjaldað til í úrslitunum í Laugardalshöllinni þann 29. febrúar nk. Kynnar keppninnar í ár eru þau sömu […]

Read More »

8. aðalfundur Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES verður haldinn laugardaginn 21. september 2019 kl. 15:00. Fundurinn verður haldinn í sal Samtakanna 78, Suðurgötu 3. Seturétt á aðalfundi FÁSES hafa allir félagar sem greitt hafa félagsgjald. Nánari upplýsingar um rétt félaga á aðalfundi er að finna í 7. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá fundarins Kosning fundarstjóra […]

Read More »

Söngkonan, lagahöfundurinn, framleiðandinn, rafpopparinn og hin bláhærða Pænda hefur verið valinn sem flytjandi Austurríkis í Tel Aviv í vor. Það verða stór fótsporin sem Pænda fetar í kjölfar mikillar velgegni Cesár Sampson sem lenti í 3. sæti í Lissabon í fyrra. Pænda þessi hefur verið að í tónlistinni síðan hún var 14 ára gömul og spilar […]

Read More »

Norður-Makedónska ríkissjónvarpið hefur valið Tamöru Todevska til að flytja lagið Proud í Eurovision í Tel Aviv. Tamara er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist, hefur komið fram á sviði frá 6 ára aldri og á að baki marga hittara og tvær sólóplötur. Hún kemur úr sannkallaðri tónlistarfjölskyldu; móðir hennar er óperusöngkona við makedónsku óperuna, faðirinn […]

Read More »