Úrslitin ráðast á laugardaginn – myndaveisla


Senn líður að úrslitum Söngvakeppninnar og spennan að ná hámarki. Það er ljóst að síðustu daga hefur Daði Freyr fengið byr í seglin en um leið vitum við öll að Íva á sína aðdáendur sem hrifust af laginu hennar strax í upphafi. Dimma á síðan óhemjustóran hóp þungarokksfylgjenda. Nýliðana Nínu og Ísold&Helgu ber heldur ekki að afskrifa strax enda skiluðu þær sér í úrslitin út á feiknagóða frammistöðu i undankeppninni, svolítið sem kom kannski einhverjum á óvart. Svona er staða veðbanka að kvöldi dags 27. febrúar:

 

En við höfum enn nokkra daga til að spá og spekúlera í þessu og eins og reyndir menn í bransanum segja, það getur allt gerst í Eurovision landinu.

FÁSES stendur fyrir fjölda viðburða þessa úrslitahelgi söngvakeppninnar. Við byrjum á Eurovision Karaoke sem verður haldið á skemmtistaðnum Curious í miðborg Reykjavíkur föstudagskvöldið 28. febrúar klukkan 20:30. Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinumEurovision Zumba verður í Reebok Fitness Holtagörðum í boði Flosa Jóns Ófeigssonar klukkan 10 laugardaginn 29. febrúar. Opið er í tímann fyrir FÁSES meðlimi. Upphitunarpartý verður haldið á Ölveri fyrir úrslitin 29. febrúar kl. 17 þar sem FÁSES-liðar stilla saman strengi sína áður en haldið verður í Laugardalshöllina. Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum.

Helginni verður svo slúttað með Júróklúbbnum á Iðnó, eftirpartý eftir úrslit Söngvakeppninnar 29. febrúar. Stuðið byrjar 22:30 og fram koma: KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk. Svo er aldrei að vita nema við bætum við eins og einum leynigesti – það þarf alltaf að vera einn svoleiðis! Vinsælasti Eurovision plötusnúður í heimi Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sér til þess að aðdáendur Söngvakeppninnar geti dillað sér fram á nótt við Eurovision slagara. Nánari upplýsingar á Facebook.

Rifjum upp fyrri og seinni undankeppni Söngvakeppninnar með þessum myndum sem Ástríður Margrét Eymundsdóttir tók.