Aðalfundur FÁSES 21. september 2019


8. aðalfundur Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES verður haldinn laugardaginn 21. september 2019 kl. 15:00. Fundurinn verður haldinn í sal Samtakanna 78, Suðurgötu 3. Seturétt á aðalfundi FÁSES hafa allir félagar sem greitt hafa félagsgjald. Nánari upplýsingar um rétt félaga á aðalfundi er að finna í 7. gr. samþykkta félagsins.

Dagskrá fundarins

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar kynnt og tekin til umræðu.

Reikningar félagsins kynntir, teknir til umræðu og kosninga.

Breytingar á samþykktum félagsins.

Kosning til stjórnar.

Kosning félagslegra skoðunarmanna.

Önnur mál.

Kosningar til stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Við vekjum athygli á því að á fundinum verður kosið í embætti formanns og ritara til tveggja ára. Einnig verða tveir varamenn stjórnar kjörnir til eins árs auk skoðunarmanna. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald, en samkvæmt 6. gr. samþykkta félagsins þarf þó meirihluti stjórnar ávallt að vera 18 ára eða eldri. Áhugasamir frambjóðendur eru beðnir um að senda framboð sín á netfangið ogae.iceland@gmail.com eigi síðar en 14. september með eftirfarandi í efnislínu: Framboð 2019. Vinsamlega takið fram hvaða embætti þið bjóðið ykkur fram í. Upplýsingar um framboð sem hafa borist verða send með fundargögnum 5 dögum fyrir fund.

Við hvetjum alla áhugasama til að bjóða sig fram – það finnst ekki skemmtilegri félagsskapur en FÁSES!

Fjörið

Í lok fundarins ætlum við að horfa á vel valda Eurovision keppni frá tíunda áratugnum og kjósa besta lagið.

Félögum er frjálst að koma með þær veitingar sem þeir vilja á svæðið!

Vonumst til að sjá sem flesta á aðalfundinum og/eða fjörinu eftir á!