Föstudagskvödið 8. febrúar völdu Bretar 61. framlag sitt í Eurovision. Forkeppnin Eurovision: You Decide fór fram í Dock10 myndverinu í Salford á Stór-Manchester svæðinu. Það var Michael Rice með útgáfu sína af laginu Bigger Than Us sem fór með sigur úr býtum og verður fulltrúi Breta í Eurovision í Tel Aviv. Eins og Þóranna Hrönn fór yfir í […]
Flokkur: Undankeppnir
Það var mikið um dýrðir í Sanremoborg í gærkvöldi þegar að Sanremo keppnin fór fram með pompi og prakt, en þetta er í 69nda skipti sem þessi fyrirmynd Eurovision er haldin. Keppnin var hörð í ár, eins og áður og m.a mátti sjá félagana í Il Volo bítast um sigurinn, og héldu margir að þeir […]
Það hafa margir velt fyrir sér af hverju Ástralía er með í Eurovision. Á 60 ára afmæli Eurovision var þeim boðið að taka þátt þar sem Ástralía elskar Eurovision. Þeir komu inn með látum og sýndu mikinn metnað sem var til þess að EBU ákvað að leyfa þeim að taka þátt árlega myndu þeir kjósa […]
You Decide, hin stórskemmtilega forkeppni Breta fyrir Eurovision, verður haldin hinn 8. febrúar nk. Á árum áður fór BBC þá leið að biðja áhorfendur um að senda þeim póstkort með nafni lags eða þeim flytjanda sem þeir kysu að færu áfram fyrir hönd Breta. En síðustu ár hefur (sem betur fer) símakosning og/eða netkosning ráðið […]
Eftir æsispennandi stigagjöf í undankeppninni Destination Eurovision í Frakklandi í gær var það ljóst að samfélagsmiðlastjarnan Bilal Hassani hafði unnið miðann til Tel Aviv. Það kom kannski ekki á óvart – enda var hann hæstur í veðbönkum fyrir keppnina og í efsta sæti hjá mörgum aðdáendum. Alþjóðleg dómnefnd skipuð tíu dómurum hafði helmings ákvörðunarvald á […]
Klukkan 20 á íslenskum tíma (21:00 CET) hefjast úrslit Söngvakeppninnar Destination Eurovision í Frakklandi í beinni útsendingu á Facebook og á France 2. Það ríkir mikil eftirvænting í aðdáendasamfélagi Eurovision – enda hafa Frakkar sýnt mikinn metnað eftir að þeir hættu með innbyrðisval og hófu að halda keppnina Destination Eurovision. Síðastliðin tvö laugardagskvöld voru haldin undanúrslit með níu lögum hvort […]
Hvað haldiði. Það er bara dottin á önnur júróvertíð eftir (að margra mati) langa bið. Forkeppnirnar eru á blússandi siglingu víðs vegar um Evrópu og á næstu 6-8 vikum munu framlög þjóðanna hrúgast inn hvert á eftir öðru. En við erum nú þegar komin með tvö af þeim 43 lögum sem munu bítast um sigurinn […]
Ó já, lömbin mín. Þetta færist óðfluga nær og eins gott að fara að spýta í lófana. Eurovision í Portúgal er rétt handan við hornið og við höldum áfram að kynnast framlögum og keppendum ársins.
Það er ekki allt búið enn. Júróvertíðin er á fúll svíng og nú ætlum við að glugga aðeins í hvað Svartfjallaland, Búlgaría, Hvíta Rússland og Ítalía hafa upp á að bjóða í ár.
Frændur okkur Norðmenn völdu sér sitt framlag til Eurovision síðastliðna helgi með glæsilegri forkeppni, sem haldin var í Oslo Spektrum. Í ár var það enginn annar en fyrrum Eurovision-sigurvegarinn Alexander Rybak, sem vann með lag sitt „That’s How You Write a Song“ og mun því fara fyrir hönd Noregs til Lissabon í maí og freista þess að ná öðrum […]
Ef einhver man ennþá eftir litháísku útgáfunni af Míu litlu, sem ráfaði stefnulaust um sviðið í Kænugarði í fyrra og gargaði: „Yeah, yeah!” móðursýkislega á sirka fimm sekúndna fresti, þá legg ég til að þið gleymið henni eins og skot! Það er kominn nýr fógeti í bæinn frá Litháen og hún heitir Ieva Zasimauskaité.
Svíar eru ein sigursælasta þjóðin í Eurovision, með sex sigra á ferilskránni, ásamt því að vera fastagestir í topp fimm sætunum. Því var mikið um dýrðir í Friends Arena í Solna í Svíþjóð þegar Svíar völdu framlag sitt til Eurovision 2018, að viðstöddum 26 þúsund áhorfendum. Alls voru send inn 2.772 lög í Melodifestivalen í ár og voru 28 lög valin til […]