Þá er Ana Soklič mætt aftur eftir að hafa verið ein af þeim sem fékk annan sjéns að keppa aftur fyrir hönd sinnar þjóðar, en hún flutti lagið Voda í fyrra. Það hefur sennilega verið lán í óláni þar sem laginu var spáð síðasta sætinu í veðbönkunum í fyrra. Ana hefur tvisvar tekið þátt í […]
Flokkur: Framlög 2021
Nú stígur á stokk einn af góðkunningjum ársins 2020 og það er partýpían Lesley Roy sem snýr aftur fyrir hönd Íra, og að þessu sinni ætlar hún sko alla leið til Rotterdam og til að baktryggja sig, mætir hún með lagið “Maps”…svona til að villast örugglega ekki.
Þjóðverjjar tefla fram laginu I Don’t Feel Hate í Eurovision með hinum stórskemmtilega Jendrik (mælum með að fylgja honum á TikTok og á Instagram!) Lagið átti að frumflytja á hádegi í dag á streymisveitum og klukkan 17 í eftirmiðdaginn á að birta myndbandið á Youtube. Laginu var hins vegar lekið á Twitter í gærkvöldi og í anda lagsins […]
Norski engilinn Tix var ekki fyrr búin að vinna Melodi Grand Prix en Kýpverjar tilkynntu Eurovision framlag sitt í ár; El Diablo eða Djöfullinn! Í fyrra völdu Kýpverjar söngvarann Sandro og lagið Running til að keppa í Rotterdam 2020. Sandro greyinu hefur nú verið skipt út fyrir hina grísku Elenu Tsagrinou og í dag var […]
Benny Cristo fór með sigur af hólmi í dramatískri undankeppni í Tékklandi fyrir Eurovision í fyrra. Nú hefur tékkneska sjónvarpið valið hann til þátttöku í Rotterdam 2021 og var lagið hans kynnt á dögunum. Benny Cristo eða Ben Cristovao er fæddur í tékknesku borginni Pilsen. Móðir hans er tékknesk en faðir hans er frá Angóla. […]
Hola amigos (gvöð hvað maður er internassjónal hérna!). Spænska “forkeppnin” Destino Eurovisión fór fram í Madrid á laugardaginn, og þó svo að aðeins tvö lög kepptu um titilinn, buðu Spánverjar samt upp á næstum tveggja tíma dagskrá með tilheyrandi húllumhæi.
Það verður ekki sagt að Norðmenn hafi lagt lítið á sig til að finna hið eina rétta Eurovisionlag 2021. Eftir sex vikur, fimm undanúrslitaþætti og langan svartapétursþátt var loksins komið að úrslitum Melodi Grand Prix í gær. Poppprinsinn TIX kom, sá og sigraði og ekki eru allir sáttir í Eurovisionlandi. Fyrirkomulag keppninnar í ár var […]
Það var sko aldeilis mikið í gangi laugardaginn 20. febrúar, því þá fóru fram þrjár úrslitakeppnir og tvær undanúrslitakeppnir í Evrópu. Norðmenn, Spánverjar og Finnar völdu sín framlög til Eurovision og nú ætlum við aðeins að renna yfir hina epísku forkeppni Uuden Musiiki Kilpailu eða UMK hjá frændum okkar Finnum.
Dobra večer! Áfram rennur júróvertíðin og að þessu sinni bárust straumarnir til Króatíu, nánar tiltekið til borgarinnar Opatija, þar sem úrslitakeppnin Dora 2021 fór fram seinasta laugardag. Og að sjálfsögðu fylgdi smá balkneskt drama með í kaupbæti. En ekki hvað…
Síðastliðinn laugardag fór litháíska forkeppnin Papandom is naujo! 2021 fram í Vilníus og að sjálfsögðu fór það svo að indírokksveitin The Roop fagnaði aftur sigri og mun því stíga á stokk í Rotterdam í maí.
Lögin fyrir komandi Eurovision keppni tínast nú inn í hrönnum og allt í einu voru Úkraínumenn bara búnir að velja. Kviss, bang, búmm, takk fyrir komuna!
Eftir allt of langan aflabrest er júróvisjónloðnan svo sannarlega fundin! Hörðustu aðdáendur gátu á laugardagskvöldið skemmt sér yfir þriðju undankeppni norsku Melodi Grand Prix keppninnar og litháísku undankeppninni þar sem keppt var um hverjir munu tapa fyrir The Roop og diskótekinu þeirra. En það var morgunljóst að öll sátum við á sætisbrúninni yfir úrslitakeppni Frakka […]
- 3 of 4
- « Previous
- 1
- 2
- 3
- 4
- Next »