Lettneska úrslitakeppnin Supernova var haldin um helgina í Riga. Lettar hafa þann heiður að eiga besta árangur í Eurovision þeirra landa sem taka þátt í fyrsta sinn en Lettland endaði í fjórða sæti árið 2000 með hljómsveitinni Brainstorm sem söng My star. Síðan þá hefur gengið misvel og ríkti þurrkatíð hjá þeim 2009-2014 þegar þeir […]
Flokkur: Undankeppnir
Tere päevast góðir lesendur. Vinir okkar í Eistlandi hafa nú gert upp hug sinn og í gærkvöldi var arftaki Stefan krýndur við hátíðlega athöfn í Tondiraba íshöllinni í Tallinn þar sem 12 atriði kepptu til sigurs í Eesti Laul. Það var söngkonan Alika sem að hrifsaði til sín sigurinn nokkuð örugglega eftir að hafa siglt […]
Eurovision aðdáendur um heim allan sátu límdir við sjónvarpsskjáinn alla síðustu viku yfir 73. útgáfu af Sanremo tónlistarhátíðinni á Ítalíu. Keppnin sem heitir á frummálinu 73º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2023. Keppnin er jafnan talin formóðir Eurovision keppninnar enda var hugmyndin um Eurovision komin frá Sanremo keppninni sem hóf göngu sína á Ítalíu árið 1951, fimm […]
Eurovision-aðdáendum mun seint líða úr minni framlag Rúmena í Eurovision 2022; svo eftirminnileg var frammistaða WRS (borið from “uurs”) sem bað Evrópubúa vinsamlega um að hringja í sig og var þess vegna gælunefndur “rúmenski Frikki Dór” meðal íslenskra Eurovision-aðdáenda. Endaði hann í 18. sæti í Tórínó og var það besti árangur Rúmena síðan jóðlið fræga […]
Tékkar gerðu gott mót í Tórínó í fyrra þegar We Are Domi flugu upp úr undankeppninni og fluttu lagið Lights Off í úrslitum Eurovision og þakið ætlaði bókstaflega að rifna af PalaOlimpico höllinni. Þau lentu reyndar bara í 22. sæti en það er greinilega margt að malla í júrólandinu Tékklandi. Þann 30. nóvember sl. héldu […]
Hei alle sammen! FÁSES heilsar eftir fáránlega mikla stuðhelgi í Spektrumhöllinni í Þrándheimi í Noregi þar sem frændur okkar krýndu arftaka Subwoolfer, en það var dansdrottningin Alessandra, sem bar höfuð og herðar yfir samkeppendur sína og verður fulltrúi Noregs í Liverpool.
Þá er Spánn búinn að velja sitt framlag fyrir Eurovision 2023 í afar glæsilegri keppni sem lauk í gærkvöldi, þann 4. febrúar. Var það söngkonan Blanca Paloma sem hlaut sigur úr býtum með lagið sitt “Eaea”. Keppnin var haldin í The Palau Municipal d’Esports l’illa de Benidorm og var ekkert til sparað. Þetta er í […]
Þá hefur þriðja Eurovisionlagið árið 2023 litið dagsins ljós – og það fyrsta á árinu. Laugardagskvöldið 14. janúar fóru fram úrslit Eurosong í Brussel í Belgíu. Í vikunni sem leið, 9. – 13. janúar síðastliðinn, fór forvalið fram. Það fór þannig fram að sjö flytjendur fluttu tvö lög hver. Á hverju kvöldi voru flutt 2-3 […]
Gleðileg FiK-jól! Það ómuðu jólabjöllur og hljómfögur albanska í Tirana í gærkvöldi þegar Albanir hringdu inn júrójólin með 61. úrslitakvöldi Festivale i Kenges eða bara FiK eins og hún kallast í stuttu máli og vakti þetta sannkallaðan jólaanda í sálum júróþyrstra aðdáenda. 26 lög hófu leik og eftir tvær undankeppnir sem haldnar voru 19. og […]
Fyrsta undankeppnin fyrir Eurovision 2023 fór fram í gær og var það Úkraína sem reið á vaðið. Einhverjir gætu verið hissa á því í ljósi stríðsins en að sjálfsögðu er ekkert sem stöðvar úkraínsku þjóðina, ekki síst eftir að hafa sigrað keppnina í Tórínó með glæsibrag. Úkraínska undankeppnin Vidbir, sem er úkraínska fyrir „val“, er […]
Bom dia kæru lesendur og velkomnir, þó seint sé, til Portúgal og Festival de Cancaó 2022. Marsmánuður, eins og gefur að skilja, fór að mestu leiti undir íslensku Söngvakeppnina, en það voru einnig önnur lönd sem völdu sitt framlag þann 12. mars síðastliðinn. Þar á meðal var hið ægifagra land Portúgal, sem er eitt af þeim […]
Ansans og ansans. Nú má með sanni segja að ritstjórn FÁSES hafi aðeins gert upp á bak, því í öllu havaríinu sem fylgt hefur seinustu vikum, þá fórst fyrir að fjalla um áströlsku forkeppnina Eurovision: Australia Decides, sem fram fór Gullströndinni þann 26 febrúar sl. Okkur er afskaplega hlýtt til Ástrala og þeim til okkar, […]