Að vanda erum við búin að uppfæra Eurovision vínpott FÁSES sem er fyrir löngu orðin klassík hjá vinahópum og vinnustöðum til að auka á Eurovision spennuna! Þátttakendur í vínpottinum eru á einu máli að spennan sé óbærileg og að aðeins keppendurnir í Eurovision geti skilið spennuna sem fylgir því að taka þátt í pottinum! Fyrst […]

Read More »

Eurovision aðdáendur um heim allan sátu límdir við sjónvarpsskjáinn alla síðustu viku yfir 73. útgáfu af Sanremo tónlistarhátíðinni á Ítalíu. Keppnin sem heitir á frummálinu 73º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2023. Keppnin er jafnan talin formóðir Eurovision keppninnar enda var hugmyndin um Eurovision komin frá Sanremo keppninni sem hóf göngu sína á Ítalíu árið 1951, fimm […]

Read More »

Fyrir ári síðan héldu FÁSES í samstarfi við Kex Hostel Eurovision hátíð í skugga samkomutakmarkana og heimsfaraldurs þar sem gleðin og hamingjan skein af hverju andliti! Eurovision aðdáendurnir og FÁSES-liðarnir Guðný Matthíasdóttir og Róbert Hallbergsson ætla í samvinnu við Kex Hostel að endurtaka leikinn og eru búin að skipuleggja samáhorf á Eurovision. Á barnum verður tilboð á […]

Read More »

Í skugga milliríkjadeilu við Rússa gerðu Úkraínumenn sér glaðan dag á laugardagskvöldið síðastliðið til að velja framlag sitt í Eurovision í stórglæsilegri sjónvarpsútsendingu frá Kænugarði. Ekkert var til sparað til að gera útsendinguna sem flottasta og fáar þjóðir sem geta státað af jafn fjölbreyttri og skemmtilegri keppni með aðeins átta lögum sem tekur fjórar klukkustundir […]

Read More »

Það er klassík hjá vinahópum og vinnustöðum að skella saman í skemmtilegan Eurovision leik eins og veðbanka eða vínpott. Við á fases.is bjuggum til Eurovision leik sem er einfaldur og spennandi þar sem er hægt að spila upp á vín, snakk, nammi eða bjór eftir því hvað hentar hópnum. Fyrst þarf að byrja á að ákveða hvað […]

Read More »

Ef Eurovision aðdáendur væru fengnir til að lýsa forkeppnum Eurovision með tegundum af pasta væri Söngvakeppnin lítil og krúttleg makkaróna á móti ítölsku keppninni Sanremo sem væri laaaaaangt spaghetti. Já, ef einhverjir kunna að halda úti fimm klukkustunda langri beinni útsendingu, fimm kvöld í röð þá eru það Ítalir. En það var einmitt síðastliðið laugardagskvöld […]

Read More »

Þjóðverjjar tefla fram laginu I Don’t Feel Hate í Eurovision með hinum stórskemmtilega Jendrik (mælum með að fylgja honum á TikTok og á Instagram!) Lagið átti að frumflytja á hádegi í dag á streymisveitum og klukkan 17 í eftirmiðdaginn á að birta myndbandið á Youtube. Laginu var hins vegar lekið á Twitter í gærkvöldi og í anda lagsins […]

Read More »

Á hverju ári framkvæma stærstu regnhlífarsamtök Eurovisionklúbba í heiminum, OGAE International, risastóra könnun sem nefnist OGAE Big Poll þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni. Í morgun voru stig FÁSES í OGAE Big Poll 2019 birt: Ítalía með 457 stig Holland með 425 stig Sviss með 338 stig Kýpur með 304 stig […]

Read More »

Gestgjafarnir frá Ísrael senda hinn 27 ára gamla Kobi Marimi til leiks í Eurovision í ár. Kobi sigraði forkeppnina HaKokhav HaBa L’Eurovizion (“Næsta Eurovision-stjarnan”) þar sem að 105 söngvarar kepptust um að verða fulltrúi Ísraels í Eurovision. Kobi Marimi datt reyndar út úr keppninni en komst aftur inn í úrslitin á eitt lag enn spjaldinu (“wild card”). […]

Read More »

Eurovision aðdáendur fagna alltaf listamönnum sem snúa aftur í Eurovision og San Marínó búar hafa fattað það. Á hverju ári er spennandi að sjá hvort að Valentina Monetta (2012, 2013, 2014 og 2017) verði valinn fulltrúi San Marínó. Í vetur tilkynnti ríkissjónvarp San Marínó að hin stórskemmtilega en jafnframt einkennilega forkeppni 1in360 yrði ekki haldin aftur […]

Read More »

Pólverjar ákváðu í ár að breyta til og velja lagið sitt í Eurovision í innbyrðisvali og sleppa forkeppninni sem hefur verið haldin undanfarin ár (því miður því pólska forkeppnin síðustu ár hefur verið alveg hreint fínasta skemmtun). Pólska sjónvarpið auglýsti eftir lögum í byrjun árs til þátttöku í Eurovision. Úr innsendu lögunum valdi dómnefndin lagið Pali się […]

Read More »