Bom dia kæru lesendur og velkomnir, þó seint sé, til Portúgal og Festival de Cancaó 2022. Marsmánuður, eins og gefur að skilja, fór að mestu leiti undir íslensku Söngvakeppnina, en það voru einnig önnur lönd sem völdu sitt framlag þann 12. mars síðastliðinn. Þar á meðal var hið ægifagra land Portúgal, sem er eitt af þeim […]
Flokkur: Tórínó 2022
Hin 25 ára gamla Amanda Tenfjord er fulltrúi Grikkja í Eurovision í ár. Hún á ættir sínar að rekja til Noregs og Grikklands og lagið Die Together er eftir því, kraftmikil blanda af tregafullu norrænu svartnætti og grískum ástarharmleik sem er snyrtilega pakkað inn í poppballöðu samkvæmt skandinavísku formúlunni. Gríska ríkissjónvarpið ERT notaðist við lokað […]
Svartfjallaland kemur með stæl aftur inn í keppnina eftir tveggja ára hlé en þau tóku þátt síðast árið 2019 með laginu Heaven. Venjulega hefur verið haldin undankeppni í landinu sem hefur gengið undir nafninu Montevizija en í ár var breyting þar á. Ríkisútvarp landsins ákvað að halda opna undankeppni þar sem auglýst var eftir lögum […]
Eins og síðustu ár voru Svisslendingar ekki með neina söngvakeppni til að velja lagið sitt í Eurovision. Að þessu sinni voru það annars vegar 100 svissneskir áhorfendur og hins vegar 20 evrópskir Eurovision sérfræðingar sem völdu lag og flytjanda. Þessir tveir hópar höfðu jafnt vægi. Fyrir valinu varð Marius Bear sem flytur lagið Boys Do […]
Ansans og ansans. Nú má með sanni segja að ritstjórn FÁSES hafi aðeins gert upp á bak, því í öllu havaríinu sem fylgt hefur seinustu vikum, þá fórst fyrir að fjalla um áströlsku forkeppnina Eurovision: Australia Decides, sem fram fór Gullströndinni þann 26 febrúar sl. Okkur er afskaplega hlýtt til Ástrala og þeim til okkar, […]
Móðir allra undankeppna Eurovision, sænska Melodifestivalen, fór fram í Friends Arena í Stokkhólmi laugardaginn 12. mars í viðurvist 27 þúsund áhorfenda. Cornelia Jakobs hafði verið á allra vörum í Svíþjóð vikurnar fyrir úrslitin, en hún var til þess að gera óþekkt fyrir rúmum mánuði. Hún söng sig inn í hjörtu þjóðar og alþjóðlegu dómnefndarinnar með áþreifanega […]
Stórglæsileg úrslit Söngvakeppninnar 2022 fóru fram í RVK Studios í Gufunesi í gær og þvílíka glæsilega keppnin sem það var! FÁSES-liðar flykktu liði í Júrókrús fyrir keppnina og sigldu seglum þöndum úr Reykjavíkurhöfn yfir í Gufunesið í blíðskaparveðri undir taktföstum tónum skemmtiskipstjórans, fjöllistadísarinnar og Eurovision aðdáandans Margrétar Erlu Maack. Eftir úrslitin var síðan haldið með […]
Kýpverjar eru sú þjóð sem oftast hefur tekið þátt í Eurovision án þess að landa sigri. Við Íslendingar skiljum því vel að það hafi verið mikið svekkelsi þegar Eleni Foureira laut í lægra haldi fyrir Nettu árið 2018 og fór heim með silfrið. Það var þó besti árangur landsins frá upphafi og það má segja […]
Hollendingar, gestgjafar Eurovision í fyrra, voru ekki með neina undankeppni hjá sér fyrir Eurovision í ár, heldur valdi sjónvarpsstöðin AVROTROS listamann og lag. Þeir hafa oft haft þann háttinn á. Það gerðist strax í desember að það var tilkynnt um flytjandann. Það er Stien den Hollander sem kallar sig S10, borið fram Estín. S10 er […]
Georgía er eitt af skemmtilegri löndunum sem taka þátt í Eurovision, að öllum öðrum ólöstuðum. Georgíumenn og konur hafa haft einstakt lag á að bjóða alltaf upp á mismunandi stíla og tónlistarstefnur, frá því landið tók fyrst þátt árið 2007. Stundum hafa þeir slegið feilnótur, enda annað óeðlilegt, en oftast hafa þeir komið með skemmtilegar […]
Bonjour kæru lesendur! Vinir okkar í Frakklandi völdu sitt framlag um helgina og auðvitað var mikið um dýrðir í TV-France Studio seinasta laugardag. Þar kepptu 12 lög um að feta í fótspor Barböru Pravi, sem réttilega hefur verið tekin nánast í dýrðlingatölu eftir frábært gengi í Rotterdam í fyrra, þegar hún svo eftirminnilega tryggði Frökkum […]
Serbar völdu sér sitt framlag til Eurovision 2022 í gegnum forkeppni sína, Pesma za Evrovizijo ’22. Serbenska ríkissjónvarpið ákvað að bregða aðeins út af vananum í ár, þar sem tónlistarhátíðin Beovizija hefur verið notuð síðan 2007 til að velja framlag Serba í Eurovision. Eftir tvær undankeppnir og ein úrslit, sem samanstóðu af hvorki meira né minna en 36 lögum […]