Eurovision aðdáendur um heim allan sátu límdir við sjónvarpsskjáinn alla síðustu viku yfir 73. útgáfu af Sanremo tónlistarhátíðinni á Ítalíu. Keppnin sem heitir á frummálinu 73º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2023. Keppnin er jafnan talin formóðir Eurovision keppninnar enda var hugmyndin um Eurovision komin frá Sanremo keppninni sem hóf göngu sína á Ítalíu árið 1951, fimm […]
Flokkur: Eurovision
Slóvenar hafa ekki riðið feitum hesti frá Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá því þeir hófu þátttöku 1993. Tvívegis hafa þeir náð 7. sæti, síðast árið 2001 og er það þeirra besti árangur í keppninni. Slóvenía komst síðast áfram í úrslitin árið 2019 með indípoppið Sebi og enduðu í 15. sæti en oftar en ekki hefur Slóvenía […]
Eurovision-aðdáendum mun seint líða úr minni framlag Rúmena í Eurovision 2022; svo eftirminnileg var frammistaða WRS (borið from “uurs”) sem bað Evrópubúa vinsamlega um að hringja í sig og var þess vegna gælunefndur “rúmenski Frikki Dór” meðal íslenskra Eurovision-aðdáenda. Endaði hann í 18. sæti í Tórínó og var það besti árangur Rúmena síðan jóðlið fræga […]
Tékkar gerðu gott mót í Tórínó í fyrra þegar We Are Domi flugu upp úr undankeppninni og fluttu lagið Lights Off í úrslitum Eurovision og þakið ætlaði bókstaflega að rifna af PalaOlimpico höllinni. Þau lentu reyndar bara í 22. sæti en það er greinilega margt að malla í júrólandinu Tékklandi. Þann 30. nóvember sl. héldu […]
Hei alle sammen! FÁSES heilsar eftir fáránlega mikla stuðhelgi í Spektrumhöllinni í Þrándheimi í Noregi þar sem frændur okkar krýndu arftaka Subwoolfer, en það var dansdrottningin Alessandra, sem bar höfuð og herðar yfir samkeppendur sína og verður fulltrúi Noregs í Liverpool.
Þá er Spánn búinn að velja sitt framlag fyrir Eurovision 2023 í afar glæsilegri keppni sem lauk í gærkvöldi, þann 4. febrúar. Var það söngkonan Blanca Paloma sem hlaut sigur úr býtum með lagið sitt “Eaea”. Keppnin var haldin í The Palau Municipal d’Esports l’illa de Benidorm og var ekkert til sparað. Þetta er í […]
Þá hefur þriðja Eurovisionlagið árið 2023 litið dagsins ljós – og það fyrsta á árinu. Laugardagskvöldið 14. janúar fóru fram úrslit Eurosong í Brussel í Belgíu. Í vikunni sem leið, 9. – 13. janúar síðastliðinn, fór forvalið fram. Það fór þannig fram að sjö flytjendur fluttu tvö lög hver. Á hverju kvöldi voru flutt 2-3 […]
Gleðileg FiK-jól! Það ómuðu jólabjöllur og hljómfögur albanska í Tirana í gærkvöldi þegar Albanir hringdu inn júrójólin með 61. úrslitakvöldi Festivale i Kenges eða bara FiK eins og hún kallast í stuttu máli og vakti þetta sannkallaðan jólaanda í sálum júróþyrstra aðdáenda. 26 lög hófu leik og eftir tvær undankeppnir sem haldnar voru 19. og […]
Fyrsta undankeppnin fyrir Eurovision 2023 fór fram í gær og var það Úkraína sem reið á vaðið. Einhverjir gætu verið hissa á því í ljósi stríðsins en að sjálfsögðu er ekkert sem stöðvar úkraínsku þjóðina, ekki síst eftir að hafa sigrað keppnina í Tórínó með glæsibrag. Úkraínska undankeppnin Vidbir, sem er úkraínska fyrir „val“, er […]
Daði Freyr Pétursson fæddist í Reykjavík fyrir nákvæmlega 30 árum eða þann 30. júní 1992. Sem barn bjó hann lengi í Danmörku en svo flutti fjölskyldan til Íslands og settist að á Suðurlandi. Daði lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2012 og BA-námi í tónlistarstjórnun og hljóðvinnslu við dBs Music Berlin árið 2017. Daði er […]
Nú heilsar Gróan úr ekta ítölsku veðri. Það er yfir 25 stiga hiti og borgarbúar hér í Tórínó eru m.a.s nokkrir búnir að slaufa Primaloft-úlpunum og húfunum. Gróan er nú svoddan norðurlandabúi og er eiginlega bara að kafna og það er hreinlega ekki til nóg af Aperol-Spritz í þessari borg til að svala þorstanum! En […]
Eftir blauta viku er loksins komin sól í Tórínó. Það breytir því þó ekki að það er fremur lágskýjað á herbergi Júró-Gróu á Double Tree hóteli Hilton. Gærkvöldinu varði hún með Eurovision vinum á Mojobarnum þar sem kneifað var öl af miklum móð og kvaddar rímur að áströlskum hætti, enda gestgjafarnir ástralskir. Á gestalistanum voru […]