Síðan 1999, þegar ný tungumálaregla gerði þjóðum kleift að syngja á hvaða tungumáli sem er var komið á, hafa einungis tvö sigurlög Eurovision verið flutt á öðru tungumáli en ensku. Auk þess hefur meirihluti framlaga hvert ár síðan þá verið á hinni útbreiddu ensku. Alltaf er þó einhver fjöldi laga hvert ár flutt á móðurmáli landa sem […]
Flokkur: Frá sérfræðingnum
Þegar við skildum við ykkur í síðasta pistli var níundi áratugurinn að líða undir lok. Við höldum nú áfram umfjöllun okkar um sögu Portúgal í Eurovision og tökum upp þráðinn við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Næntís – hápunktar og lágpunktar Portúgalir eru mjög stoltir af tónlistarhefð sinni og þar ber hæst að nefna Fado tónlistarstílinn. Skriflegar […]
Nú þegar ekki er langt þar til Eurovisiongleðin hefst fyrir alvöru er rétt að glöggva sig á árangri þátttökuþjóðanna í gegnum tíðina. Sérfræðingar FÁSES.is settust niður og greindu til öreinda úrslit allra undankeppna Eurovision frá árinu 2004 til að reyna að varpa ljósi á það hvaða þjóðir ættu mestan séns á að komast í úrslit. Fimm af þjóðunum […]
Sólarvörnin er komin ofan í tösku og ársbirgðir af aloe vera komnar í hús. Við erum á leiðinni til Portúgal. Ferðalagið á Íberíuskagann er rétt handan við hornið og því er ekki úr vegi að rifja upp sögu Portúgala í Eurovision. Portúgal hóf keppni árið 1964 og var því að halda uppá 53 ára afmæli […]
FÁSES fékk þrjá félaga til að spá í spilin fyrir úrslitin í Söngvakeppninni sem haldin verða í Laugardalshöll annað kvöld. Sérfræðingapanellinn var með nýju sniði og fengum við fulltrúa frá þremur FÁSES-kjördæmum í léttar umræður. Frá FÁSES Suður kemur Steinunn Björk Bragadóttir, frá FÁSES Norður kemur Halla Ingvarsdóttir og frá FÁSES á meginlandi Evrópu kemur Haukur Johnson. Niðurstöður […]
Við höldum PED-inu áfram og að þessu sinni rýnum við aðeins í stigagjöfina í ár. Farið verður yfir ósamræmi á milli dómnefnda og áhorfenda, bæði í undanúrslitunum og úrslitunum, ásamt öðrum áhugaverðum staðreyndum meðal annars um afgerandi sigur Portúgala. Dómnefndir vs. símakosning Þótt ekki sé ætlast til að algjört samræmi sé á milli atkvæða dómnefnda […]
Á hverju ári koma upp tilfelli sem gætu talist til dómaraskandala og fólk fær ekki nóg af því að skoða þess háttar hluti. Það er því ekki úr vegi að fara yfir nokkra „skandala“ sem komu upp hvað stigagjöfian í ár varðar. Kákasus-óvinir Azerbaijan og Armenía eru svarnir óvinir og kemur það augljóslega fram […]
Lagahöfundar og flytjendur fá innblástur úr hinum ýmsum áttum þegar kemur að framlögum þeirra í Eurovision. Í ár eru að minnsta kosti tvö lög sem sækja innblástur alla leið út í geim og af því tilefni ætlum við að fara yfir nokkur framlög úr sögunni sem búa yfir einhvers konar tengingu við geiminn. […]
Nú er alveg að koma að stóru stundinni. Fyrri undankeppnin er í kvöld og margir farnir að iða af spennu. Á kaffistofum vinnustaða rjúka vinsældir Eurovision-nörda upp á methraða því að pöpullinn vill vita hvernig hann eigi að stilla upp listanum sínum fyrir veðmálspottinn í vinnunni. Við sem lifum og hrærumst í þessu gefum okkar […]
Eurovision er ekki einungis þekkt fyrir að bjóða upp á fallegar lagasmíðar og söng, oftar en ekki hafa danshæfileikar keppenda vakið jafn mikla (og í sumum tilfellum jafnvel meiri) athygli og söngurinn sjálfur. Í ár er okkur áhorfendum boðið upp á nokkur dansspor sem eiga eflaust eftir að sitja eftir í minni fólks eftir keppnina […]
Þá er komið að þriðja og síðasta hlutanum í þessari yfirferð um sögu Úkraínu í Eurovision. Við skildum við ykkur síðast árið 2012 og tökum upp þráðinn 2013 og förum yfir framlög Úkraínu til ársins í ár. Síðustu fimm árin: Topp 10, eftirseta, sigur og gestgjafahlutverkið (og enn meira drama) Úkraínumenn þurftu […]
Umfjöllun okkur um Úkraínu í Eurovision heldur áfram, en við skildum við ykkur síðast með hinni álpappírsglöðu Verku Serducku árið 2007. Í þessum pistli eru næstu fimm árin viðfangsefnið og farið verður yfir gengi landsins á árunum 2008-2012. Miðju-árin fimm: Silfur, topp 10, almennt miðjumoð og drama fyrir allan peninginn Árið […]