Austurríki var fyrst með í Eurovision árið 1957 og senda sitt 54. framlag til keppninnar í ár (2020 meðtalið). Þeir eiga tvö sigurlög að baki með ansi löngu millibili, flutt af Udo Jürgens 1966 og Conchitu Wurst 2014. Einnig vann Cesár Sampson dómnefndaratkvæðin árið 2018 með laginu Nobody But You og endaði í 3. sæti. […]
Flokkur: Rotterdam 2021
Ójá, fríkdrottningin frá San Marino er komin og það fer sko ekki framhjá neinum, því nú á sko að skrúfa upp hitann í húsinu. Við bjóðum Senhit velkomna og búum okkur undir adrenalínkikk ársins.
Svissnesk/albanski hrokkinkollurinn og krúttmolinn Gjon Muharremaj, eða Gjon´s Tears eins og hann kýs að kalla sig, er mættur aftur. Að þessu sinni liggur honum ýmislegt á hjarta og allar þessar pælingar má finna í ballöðunni “Tout l´Universe” eða “Allur Heimurinn” eins það þýðist á íslensku.
Ef Eurovision aðdáendur væru fengnir til að lýsa forkeppnum Eurovision með tegundum af pasta væri Söngvakeppnin lítil og krúttleg makkaróna á móti ítölsku keppninni Sanremo sem væri laaaaaangt spaghetti. Já, ef einhverjir kunna að halda úti fimm klukkustunda langri beinni útsendingu, fimm kvöld í röð þá eru það Ítalir. En það var einmitt síðastliðið laugardagskvöld […]
Eesti Laul er ein eftirlætis forkeppni margra og svo sannarlega var hún að gefa í ár. Tólf keppendur mættu til leiks og allt frá sýrupoppi til rapps mátti heyra og sjá á sviðinu og fjörið í Tallin skilaði sér margfalt heim í stofu. En það var sigurvegari Eesti Laul 2020, Uku Suviste, sem varði titil […]
Dansk Melodi Grand Prix var haldin í gær og bitust átta lög um að verða framlag Dana í Rotterdam í ár. Ben & Tan, sem unnu MGP í fyrra með lagið Yes, sögðust ekki ætla að vera með í keppninni í ár. Þau enduðu þó á að senda lag inn í MGP sem síðan var […]
Ástralska indípoppdívan Montaigne fékk, eins og svo margir aðrir, annan séns á að stinga tánni í Eurovisionlaugina eftir þetta ömurlega heimsfaraldursfíaskó í fyrra. Hún bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðafólkið svo það var mikil spenna fyrir laginu hennar. Og nú er Montaigne hætt í ástarsorg, því nýja lagið hennar “Technicolour” er ekkert nema […]
Einn viðkunnalegasti flytjandi ársins og seinasta árs, Jeangu Macrooy, er mættur aftur til leiks fyrir hönd gestgjafanna og í þetta sinn verða hlutirnir ekki teknir neinum vettlingatökum, því hann er barn byltingarinnar í laginu “Birth of a New Age” sem verður framlag Hollendinga á heimavelli, og nei. Lagið er EKKI um sóttvarnarþreytuna í Evrópu.
ATH. Við viljum biðja fólk að festa alla lauslega muni niður, hreinsa frá niðurföllum og jafnvel taka niður trampólínin, því þær eru mættar! Serbneska kvennatríóið Hurricane sagði að vísu bless bless í fyrra, en það var bara djók, því Sanja, Ivana og Ksenija eru 5. stigs fellibylur og nú ætla þær að gera allt brjálað […]
Framlag Moldavíu til Eurovisonkeppninnar í ár var tilkynnt í beinni útsendingu á YouTube fimmtudagskvöldið 4. mars. Annar höfundur lagsins, Phillip Kirkorov, hélt langa ræðu í útsendingunni og spilaði inn á milli brot úr gömlum Eurovisionlögum sem hann og hinn höfundur lagsins, Dimitris Kontopoulus, hafa samið, en þau eru þó nokkur. Ræða Kirkorov stóð í nærri […]
Þá er Ana Soklič mætt aftur eftir að hafa verið ein af þeim sem fékk annan sjéns að keppa aftur fyrir hönd sinnar þjóðar, en hún flutti lagið Voda í fyrra. Það hefur sennilega verið lán í óláni þar sem laginu var spáð síðasta sætinu í veðbönkunum í fyrra. Ana hefur tvisvar tekið þátt í […]
Nú stígur á stokk einn af góðkunningjum ársins 2020 og það er partýpían Lesley Roy sem snýr aftur fyrir hönd Íra, og að þessu sinni ætlar hún sko alla leið til Rotterdam og til að baktryggja sig, mætir hún með lagið “Maps”…svona til að villast örugglega ekki.