Senn líður að úrslitum Söngvakeppninnar og spennan að ná hámarki. Það er ljóst að síðustu daga hefur Daði Freyr fengið byr í seglin en um leið vitum við öll að Íva á sína aðdáendur sem hrifust af laginu hennar strax í upphafi. Dimma á síðan óhemjustóran hóp þungarokksfylgjenda. Nýliðana Nínu og Ísold&Helgu ber heldur ekki […]
Flokkur: Eurovision
Spánverjar hafa valið lagið sem hann Blas Cantó mun flytja á stóra sviðinu í Rotterdam! Lagið Universo var valið af innanbúðarfólki hjá spænska ríkismiðlinum Televisión Española (TVE) og var það valið úr hópi 50 laga sem kom til greina að senda í keppnina. Lagið er samið af fjórmenningunum Dan Hammond, Dangelo Ortega, Mikolaj Trybulec og Ashley Hicklin. […]
Í tilefni af 60 ára afmæli hinnar norsku söngvakeppni, Melodi Grand Prix, ákváðu Norðmenn að skella í metnaðarfulla söngvakeppnisveislu með fimm undankvöldum sem áttu stað í Osló og einu stærsta úrslitakvöldi í sögu norsku söngvakeppninnar sem staðsett var í Þrándheimi. Eftir mikla spennu og mikið drama, sem meðal annars innihélt kosningaskandal, var það hin 24 […]
Úkraína tók fyrst þátt í Eurovision 2003 og varð fljótt sigursælt í keppninni. Þetta er ein þeirra þjóða sem alltaf kemst upp úr undankeppninni sinni, hefur sjö sinnum verið í tíu efstu sætunum og unnið heila klabbið tvisvar sinnum. Ruslana sælla minninga árið 2004 og Jamala árið 2016. Eins og flestir muna dró Úkraína sig út […]
Armenía mætti loksins til leiks í Eurovision fyrir heilum fermingaraldri síðan, eða árið 2006. Í þessi fjórtán skipti hafa þeir einungis þrisvar sinnum setið eftir með sárt ennið í undanúrslitunum, nú síðast í Tel Aviv, þegar Srbuk labbaði út af sviðinu og heim aftur, þrátt fyrir sterkan og tilfinningaríkan flutning. Það má því segja að […]
Þá er komið að Frökkum að kynna sitt framlag. Þeir hafa átt í vandræðum með að finna réttu uppskriftina fyrir Eurovision upp á síðkastið en hafa þó unnið fimm sinnum. Það er orðið ansi langt síðan sigurinn fór til Frakklands, en það var árið 1977 með laginu L’oiseu et I’enfant með Marie Myriam. Frá 2010 […]
Litháar hafa verið með í Eurovision síðan 1994 og eru eina Eystrasaltsþjóðin sem ekki hefur ennþá marið sigur í keppninni. En samt hafa þeir komist oftar áfram í aðalkeppnina en nágrannar þeirra í Eistlandi og Lettlandi. Þeim þykir því kominn tími til að eitthvað gerist í þessum málum. Þeir hafa tvisvar sinnum verið á topp […]
Lettar eru búnir að vera svolítið týndir undanfarin ár í keppninni. Seinast komust þeir í aðalkeppnina 2016, þegar krúttmolinn Justs hlaut náð fyrir augum Evrópu. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá þessum fyrrum sigurvegurum og skiljanlega er fólk þar á bæ orðið örlítið pirrað yfir slæmu gengi landsins og útreiðin undanfarin ár hefur […]
Sanremo Söngvakeppnin, Festival di Sanremo, var haldin í Sanremo á Ítalíu dagana 4.- 8. febrúar síðastliðinn. Keppnin var þá haldin í 70. sinn og því um afmælisár að ræða. Keppnin var fyrst haldin dagana 29.-31. janúar 1951. Frá byrjun hafa lögin sem hafa keppt verið ný og ekki komið út áður. Eurovisionkeppnin er einmitt byggð […]
Meðan við Íslendingar vorum að gíra okkur upp fyrir fyrri undankeppnina í Söngvakeppninni aðfaranótt laugardagsins og sváfum flest á okkar græna, voru vinir okkar í Ástralíu í óðaönn við að velja sitt framlag til Eurovision í Rotterdam. Ástralska undankeppnin Australia Decides er orðin ein af stærri og flottari undankeppnunum sem boði eru á vertíðinni og úrslitakvöldið í […]
Úrslitin réðust í Tékklandi í gær og fyrirfram voru aðdáendur búnir að gera ráð fyrir að annað hvort Barbora Mochowa með lag sitt White and Black Holes eða vegan aktívistarnir í We All Poop með lagið All The Blood færu með með sigur að hólmi. Svo fór þó ekki. Úrslit tékknesku undankeppninnar voru sýnd í […]
Tékkar tilkynntu á síðasta ári að þeir myndu endurreisa undankeppnina fyrir Eurovision eins og hún var á árunum 2007- 2009 eftir ágætis gengi í aðalkeppninni síðustu ár. Það breyttist svo á síðustu stundu hvort sem um er að ræða sparnað hjá tékkneska sjónvarpinu eða því að Jan Bors, sem gert hefur frábæra hluti með tékknesku […]