Hann Vasil Garvanliev er mættur aftur á svæðið og að þessu sinni tekur hann okkur með í Disneylegan tilfinningarússíbana í kraftballöðunni “Here I Stand”, sem er framlag Norður Makedóníu í Eurovision 2021. Og að sjálfsögðu tökum við honum fagnandi.
Flokkur: Eurovision
Mánudaginn 15. mars síðastliðinn tilkynntu Georgíumenn um lagið sem þeir vildu senda til Rotterdam í maí. Georgía hefur verið með í Eurovision síðan árið 2007, fyrir utan árið 2009 þegar lagið þeirra We Don´t Wanna Put In var meinað um þátttöku þar sem það þótti bera pólistísk skilaboð í óþökk Vladimirs Putin Rússlandsforseta. Þetta er […]
Litla og krúttlega eyríkið Malta hefur löngum verið í uppáhaldi hjá mörgum Eurovision aðdáendum og ekki síst eftir að fyrrum sigurvegari Junior Eurovision, söngkonan Destiny Chukunyere varð loksins nógu gömul til að mega taka þátt í “fullorðinskeppninni” en stelpan sú er alveg hreint mögnuð! Og nú ÆTLAR hún að negla niður fyrsta sigur Möltu í […]
Grikkir hafa notað ýmsar aðferðir í gegnum árin til að velja framlag sitt til Eurovisionkeppninnar. Þeir hafa oft verið með söngvakeppni, en síðastliðin fjögur ár hefur ekki verið nein slík. Valið hefur farið þannig fram að dómnefnd velur lag og flyjanda. Í fyrra var það Stefania Liberakakis með lagið Superg!rl sem varð fyrir valinu. Í […]
Þá er komið að því að kíkja lengst yfir Kákasusfjöllin og alla leið til Baku og athuga hvað Azerar hafa upp á að bjóða í ár. Og þar er kyrjað um frægar og sterkar konur (en ekki hvað?). Í fyrra var það Kleópat-RRRA! sem var í aðalhlutverki, en í ár ætlar söngkonan Samira Efendi að […]
Nu kör vi! Þessi þrjú litlu orð sem þýða þó svo mikið, hljómuðu í seinasta sinn á þessari júróvertíð á laugardaginn var, þegar úrslitakeppni Melodifestivalen, eða Melló, fór fram í Stokkhólmi. Og Svíar sviku engan frekar en vanalega þegar kom að flottu sjóvi og spennu. Einnig markaði þessi Melló ákveðin tímamót þar sem þetta var í […]
Sjötta Eurovisionkeppnin var haldin í kvikmyndaborginni Cannes þann 18. mars 1961 eða fyrir nákvæmlega 60 árum í dag. Keppnin var haldin í Palais des Festivals et des Congrès, eins og tveimur árum áður. Þetta var fyrsta keppnin sem var haldin á laugardagskvöldi, sem varð fljótlega eftir þetta reglan. Kynnir var Jaqueline Joubert og hefst keppnin […]
Fólki var farið að lengja eftir framlagi Póllands og hvernig sem reynt var að þrýsta á pólska sjónvarpið, var innanbúðarfólk þar þögult sem gröfin. Keppandinn frá því fyrra, Alicja Szemplinska, var spurð fyrir tæpri viku síðan hvað væri að frétta, en hún yppti bara öxlum og sagðist ekkert hafa frétt. Eftir að Armenía dró sig […]
Fyrrum stórveldinu Bretlandi hefur ekki gengið neitt sérlega vel í Eurovison seinustu árin, eða öllu heldur áratugina. 24 ár eru síðan Katarina & The Waves hirtu keppnina til Birmingham og marga er farið að þyrsta í velgengni Breta aftur. Það er spurning hvort ljúflingsbangsinn og söngvarinn James Newman verði við þeim óskum í ár.
Portúgalir tóku sér orðatiltækið “if it ain’t broken, why fix it” (“ef það er ekki bilað, því að laga það”) ekki til fyrirmyndar þegar kom að því að velja framlag þeirra til Eurovision í ár og leyfa sigurvegaranum frá því í fyrra að ferðast til Rotterdam í vor. Þess í stað skelltu þeir í spánýja forkeppni með öllu […]
Belgar höfðu ákveðið það um áramótin 2019-2020 að senda tríóið Hooverphonic sem fulltrúa sinn í Eurovision 2020. Þau voru ein af þeim sem fengdu samninginn sinn framlengdan og nú stefna þau aftur á sviðið í Rotterdam. Að þessu sinni var lagið valið sameiginlega af flæmsku og frönsku opinberu sjónvarpsstöðvunum í Belgíu. Vanalega skipta stöðvarnar árunum […]
Austurríki var fyrst með í Eurovision árið 1957 og senda sitt 54. framlag til keppninnar í ár (2020 meðtalið). Þeir eiga tvö sigurlög að baki með ansi löngu millibili, flutt af Udo Jürgens 1966 og Conchitu Wurst 2014. Einnig vann Cesár Sampson dómnefndaratkvæðin árið 2018 með laginu Nobody But You og endaði í 3. sæti. […]